Almenningssamgöngur fyrir alla? Helga Þórðardóttir skrifar 28. apríl 2014 17:45 Ég er mjög hlynnt almenningssamgöngum en samband mitt við strætó hefur gengið mjög brösugt. Oft og iðulega þegar ég hef ætlað mér að taka strætó þá hefur orðið seinkun eða ferðin jafnvel fallið niður vegna vélarbilunar. Þetta er ekki nein ófrávíkjanleg regla, en gerist nægjanlega oft til þess að fjölskyldan mín hefur oft orð á þessum ógöngum mínum. Þessi óheppni mín hefur samt ekki farið mikið í taugarnar á mér, en það hefur hins vegar farið alveg hrikalega í mig hversu snemma strætó hættir að keyra á kvöldin og sömuleiðis að akstur hefjist ekki fyrr en undir hádegi um helgar. Þær eru óteljandi ferðirnar sem ég hef þurft að keyra og sækja börnin mín í og úr vinnu, skóla eða íþróttaæfingum vegna þess að strætó er hættur eða ekki byrjaður að ganga. Sumardagurinn fyrsti var einn þessara strætópirringsdaga. Ég hafði ætlað mér að kúra svolítið, enda frídagur hjá mér, en það var svo sannarlega ekki hægt því það var engin strætóferð fyrr en klukkan ellefu. Dóttirin átti að mæta í skólann þar sem það var auka kennsludagur vegna verkfalls, sonurinn þurfti að mæta til vinnu nokkru seinna svo ég fór tvær skutlferðir þennan morgun. Þegar ég stöðvaði fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík og sá alla bílana sem voru í sömu erindagjörðum og ég þá hugsaði ég að það væri eitthvað mikið rangt við þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst hugsunin með almenningssamgöngum hér á höfuðborgarsvæðinu röng. Það virðist sem strætó eigi að vera fyrirtæki sem ætlað er að bera sig fjárhagslega að mestu og vera sem minnst byrði á sjóðum almennings. Fyrir vikið er strætó vængstíft fyrirbæri. Það er kannski tilgangurinn svo að einkabíllinn haldi vinsældum sínum? Það er flestum ljóst að góðar almenningssamgöngur eru þjóðhagslega hagkvæmar. Með góðum almenningssamgöngum meina ég að strætó sé raunverulegur valmöguleiki við einkabílinn. Tíðni ferða á að vera það mikil að notandi þurfi ekki að kunna tímatöfluna utan að, heldur bara að vita hvaða strætó hann á taka. Það þarf að vera hægt að greiða farið án sérstakrar fyrirhafnar, þ.e.a.s. líka með peningum eða greiðslukorti fyrir þá sem nota strætó sjaldan. Auk þess á að sjálfsögðu að vera frítt fyrir börn og framhaldsskólanemendur. Í dag miðast þjónusta strætó við þarfir eigenda í þröngum skilningi, það er eingöngu rýnt í bókhaldið. Strætó á fyrst og fremst að vera þjónusta við almenning. Einnig eru líkur á því að sveitafélögin komi til með að stórgræða með minni notkun á einkabílnum, sem skilar sér í minna sliti á vegum, færri bílastæðum og minni mengun. Þegar Ísland þarf að spara gjaldeyri er það augljós kostur að efla almenningssamgöngur til að þjóðin geti betur staðið í skilum í framtíðinni. Dögun mun berjast fyrir því að almenningssamgöngur verði samgöngur fyrir almenning sem virka og hin jákvæðu áhrif á efnahag og umhverfi verði nýtt öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Ég er mjög hlynnt almenningssamgöngum en samband mitt við strætó hefur gengið mjög brösugt. Oft og iðulega þegar ég hef ætlað mér að taka strætó þá hefur orðið seinkun eða ferðin jafnvel fallið niður vegna vélarbilunar. Þetta er ekki nein ófrávíkjanleg regla, en gerist nægjanlega oft til þess að fjölskyldan mín hefur oft orð á þessum ógöngum mínum. Þessi óheppni mín hefur samt ekki farið mikið í taugarnar á mér, en það hefur hins vegar farið alveg hrikalega í mig hversu snemma strætó hættir að keyra á kvöldin og sömuleiðis að akstur hefjist ekki fyrr en undir hádegi um helgar. Þær eru óteljandi ferðirnar sem ég hef þurft að keyra og sækja börnin mín í og úr vinnu, skóla eða íþróttaæfingum vegna þess að strætó er hættur eða ekki byrjaður að ganga. Sumardagurinn fyrsti var einn þessara strætópirringsdaga. Ég hafði ætlað mér að kúra svolítið, enda frídagur hjá mér, en það var svo sannarlega ekki hægt því það var engin strætóferð fyrr en klukkan ellefu. Dóttirin átti að mæta í skólann þar sem það var auka kennsludagur vegna verkfalls, sonurinn þurfti að mæta til vinnu nokkru seinna svo ég fór tvær skutlferðir þennan morgun. Þegar ég stöðvaði fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík og sá alla bílana sem voru í sömu erindagjörðum og ég þá hugsaði ég að það væri eitthvað mikið rangt við þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst hugsunin með almenningssamgöngum hér á höfuðborgarsvæðinu röng. Það virðist sem strætó eigi að vera fyrirtæki sem ætlað er að bera sig fjárhagslega að mestu og vera sem minnst byrði á sjóðum almennings. Fyrir vikið er strætó vængstíft fyrirbæri. Það er kannski tilgangurinn svo að einkabíllinn haldi vinsældum sínum? Það er flestum ljóst að góðar almenningssamgöngur eru þjóðhagslega hagkvæmar. Með góðum almenningssamgöngum meina ég að strætó sé raunverulegur valmöguleiki við einkabílinn. Tíðni ferða á að vera það mikil að notandi þurfi ekki að kunna tímatöfluna utan að, heldur bara að vita hvaða strætó hann á taka. Það þarf að vera hægt að greiða farið án sérstakrar fyrirhafnar, þ.e.a.s. líka með peningum eða greiðslukorti fyrir þá sem nota strætó sjaldan. Auk þess á að sjálfsögðu að vera frítt fyrir börn og framhaldsskólanemendur. Í dag miðast þjónusta strætó við þarfir eigenda í þröngum skilningi, það er eingöngu rýnt í bókhaldið. Strætó á fyrst og fremst að vera þjónusta við almenning. Einnig eru líkur á því að sveitafélögin komi til með að stórgræða með minni notkun á einkabílnum, sem skilar sér í minna sliti á vegum, færri bílastæðum og minni mengun. Þegar Ísland þarf að spara gjaldeyri er það augljós kostur að efla almenningssamgöngur til að þjóðin geti betur staðið í skilum í framtíðinni. Dögun mun berjast fyrir því að almenningssamgöngur verði samgöngur fyrir almenning sem virka og hin jákvæðu áhrif á efnahag og umhverfi verði nýtt öllum til hagsbóta.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar