Travis Browne þolir miklar barsmíðar | Myndband Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. apríl 2014 20:00 Í kvöld berst Travis Browne sinn mikilvægasta bardaga á ferlinum þegar hann tekur á móti Fabricio Werdum. Sigurvegari bardagans fær titilbardaga gegn þungavigtarmeistaranum Cain Velasquez. Travis Browne er ekki tæknilegasti bardagamaðurinn í heimi. Browne virðist hins vegar geta tekið við fleiri höggum en meðal bardagamaðurinn og það er eitthvað sem ekki er hægt að kenna. Í þungavigtinni, þar sem bensíntankurinn virðist vera fljótari að tæmast en í öðrum þyngdarflokkum, er þessi eiginleiki ómetanlegur. Hans eftirminnilegasti sigur er sennilega rothögg hans á Alistair Overeem. Browne var í miklum vandræðum allan bardagann og var dómarinn nokkrum sinnum nálægt því að stöðva bardagann. Browne náði þó að þrauka og endaði svo á að rota Overeem með framsparki. Í bardaganum sýndi Browne mikla útsjónarsemi. Eftir að Overeem virtist vera orðinn þreyttur á að kýla Browne reyndi Browne framspark í Overeem. Þó það hafi ekki hitt í fyrsta sinn tók hann eftir að Overeem gerði ekkert til að reyna að verja sparkið. Margir þjálfarar myndu ráðleggja keppendum að gera ekki sama hlutinn aftur og aftur en ef andstæðingurinn bregst ekki við sama högginu þá er kannski ekki svo slæmt að reyna aftur. Því reyndi Browne sama sparkið í nokkur skipti í röð og endaði á því að vanka Overeem. Browne fylgdi sparkinu svo eftir með því að rota Overeem í gólfinu og sigraði þannig bardagann. Hægt er að sjá bardagann í heild sinni hér að ofan.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Bardaginn um titilbardagann: Travis Browne gegn Fabricio Werdum Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. 17. apríl 2014 22:15 Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Upphitun fyrir UFC on Fox: Werdum vs. Browne Annað kvöld fer UFC on Fox: Browne vs. Werdum fram í Orlandó í Flórída. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þungavigtarmennirnir Fabricio Werdum og Travis Browne. Bardagarnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. 18. apríl 2014 22:00 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Í kvöld berst Travis Browne sinn mikilvægasta bardaga á ferlinum þegar hann tekur á móti Fabricio Werdum. Sigurvegari bardagans fær titilbardaga gegn þungavigtarmeistaranum Cain Velasquez. Travis Browne er ekki tæknilegasti bardagamaðurinn í heimi. Browne virðist hins vegar geta tekið við fleiri höggum en meðal bardagamaðurinn og það er eitthvað sem ekki er hægt að kenna. Í þungavigtinni, þar sem bensíntankurinn virðist vera fljótari að tæmast en í öðrum þyngdarflokkum, er þessi eiginleiki ómetanlegur. Hans eftirminnilegasti sigur er sennilega rothögg hans á Alistair Overeem. Browne var í miklum vandræðum allan bardagann og var dómarinn nokkrum sinnum nálægt því að stöðva bardagann. Browne náði þó að þrauka og endaði svo á að rota Overeem með framsparki. Í bardaganum sýndi Browne mikla útsjónarsemi. Eftir að Overeem virtist vera orðinn þreyttur á að kýla Browne reyndi Browne framspark í Overeem. Þó það hafi ekki hitt í fyrsta sinn tók hann eftir að Overeem gerði ekkert til að reyna að verja sparkið. Margir þjálfarar myndu ráðleggja keppendum að gera ekki sama hlutinn aftur og aftur en ef andstæðingurinn bregst ekki við sama högginu þá er kannski ekki svo slæmt að reyna aftur. Því reyndi Browne sama sparkið í nokkur skipti í röð og endaði á því að vanka Overeem. Browne fylgdi sparkinu svo eftir með því að rota Overeem í gólfinu og sigraði þannig bardagann. Hægt er að sjá bardagann í heild sinni hér að ofan.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Bardaginn um titilbardagann: Travis Browne gegn Fabricio Werdum Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. 17. apríl 2014 22:15 Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Upphitun fyrir UFC on Fox: Werdum vs. Browne Annað kvöld fer UFC on Fox: Browne vs. Werdum fram í Orlandó í Flórída. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þungavigtarmennirnir Fabricio Werdum og Travis Browne. Bardagarnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. 18. apríl 2014 22:00 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Bardaginn um titilbardagann: Travis Browne gegn Fabricio Werdum Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. 17. apríl 2014 22:15
Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45
Upphitun fyrir UFC on Fox: Werdum vs. Browne Annað kvöld fer UFC on Fox: Browne vs. Werdum fram í Orlandó í Flórída. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þungavigtarmennirnir Fabricio Werdum og Travis Browne. Bardagarnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. 18. apríl 2014 22:00