Travis Browne þolir miklar barsmíðar | Myndband Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. apríl 2014 20:00 Í kvöld berst Travis Browne sinn mikilvægasta bardaga á ferlinum þegar hann tekur á móti Fabricio Werdum. Sigurvegari bardagans fær titilbardaga gegn þungavigtarmeistaranum Cain Velasquez. Travis Browne er ekki tæknilegasti bardagamaðurinn í heimi. Browne virðist hins vegar geta tekið við fleiri höggum en meðal bardagamaðurinn og það er eitthvað sem ekki er hægt að kenna. Í þungavigtinni, þar sem bensíntankurinn virðist vera fljótari að tæmast en í öðrum þyngdarflokkum, er þessi eiginleiki ómetanlegur. Hans eftirminnilegasti sigur er sennilega rothögg hans á Alistair Overeem. Browne var í miklum vandræðum allan bardagann og var dómarinn nokkrum sinnum nálægt því að stöðva bardagann. Browne náði þó að þrauka og endaði svo á að rota Overeem með framsparki. Í bardaganum sýndi Browne mikla útsjónarsemi. Eftir að Overeem virtist vera orðinn þreyttur á að kýla Browne reyndi Browne framspark í Overeem. Þó það hafi ekki hitt í fyrsta sinn tók hann eftir að Overeem gerði ekkert til að reyna að verja sparkið. Margir þjálfarar myndu ráðleggja keppendum að gera ekki sama hlutinn aftur og aftur en ef andstæðingurinn bregst ekki við sama högginu þá er kannski ekki svo slæmt að reyna aftur. Því reyndi Browne sama sparkið í nokkur skipti í röð og endaði á því að vanka Overeem. Browne fylgdi sparkinu svo eftir með því að rota Overeem í gólfinu og sigraði þannig bardagann. Hægt er að sjá bardagann í heild sinni hér að ofan.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Bardaginn um titilbardagann: Travis Browne gegn Fabricio Werdum Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. 17. apríl 2014 22:15 Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Upphitun fyrir UFC on Fox: Werdum vs. Browne Annað kvöld fer UFC on Fox: Browne vs. Werdum fram í Orlandó í Flórída. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þungavigtarmennirnir Fabricio Werdum og Travis Browne. Bardagarnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. 18. apríl 2014 22:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira
Í kvöld berst Travis Browne sinn mikilvægasta bardaga á ferlinum þegar hann tekur á móti Fabricio Werdum. Sigurvegari bardagans fær titilbardaga gegn þungavigtarmeistaranum Cain Velasquez. Travis Browne er ekki tæknilegasti bardagamaðurinn í heimi. Browne virðist hins vegar geta tekið við fleiri höggum en meðal bardagamaðurinn og það er eitthvað sem ekki er hægt að kenna. Í þungavigtinni, þar sem bensíntankurinn virðist vera fljótari að tæmast en í öðrum þyngdarflokkum, er þessi eiginleiki ómetanlegur. Hans eftirminnilegasti sigur er sennilega rothögg hans á Alistair Overeem. Browne var í miklum vandræðum allan bardagann og var dómarinn nokkrum sinnum nálægt því að stöðva bardagann. Browne náði þó að þrauka og endaði svo á að rota Overeem með framsparki. Í bardaganum sýndi Browne mikla útsjónarsemi. Eftir að Overeem virtist vera orðinn þreyttur á að kýla Browne reyndi Browne framspark í Overeem. Þó það hafi ekki hitt í fyrsta sinn tók hann eftir að Overeem gerði ekkert til að reyna að verja sparkið. Margir þjálfarar myndu ráðleggja keppendum að gera ekki sama hlutinn aftur og aftur en ef andstæðingurinn bregst ekki við sama högginu þá er kannski ekki svo slæmt að reyna aftur. Því reyndi Browne sama sparkið í nokkur skipti í röð og endaði á því að vanka Overeem. Browne fylgdi sparkinu svo eftir með því að rota Overeem í gólfinu og sigraði þannig bardagann. Hægt er að sjá bardagann í heild sinni hér að ofan.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Bardaginn um titilbardagann: Travis Browne gegn Fabricio Werdum Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. 17. apríl 2014 22:15 Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Upphitun fyrir UFC on Fox: Werdum vs. Browne Annað kvöld fer UFC on Fox: Browne vs. Werdum fram í Orlandó í Flórída. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þungavigtarmennirnir Fabricio Werdum og Travis Browne. Bardagarnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. 18. apríl 2014 22:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira
Bardaginn um titilbardagann: Travis Browne gegn Fabricio Werdum Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. 17. apríl 2014 22:15
Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45
Upphitun fyrir UFC on Fox: Werdum vs. Browne Annað kvöld fer UFC on Fox: Browne vs. Werdum fram í Orlandó í Flórída. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þungavigtarmennirnir Fabricio Werdum og Travis Browne. Bardagarnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. 18. apríl 2014 22:00