Körfubolti

NBA í nótt: Nets í úrslitakeppnina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brooklyn Nets tryggði sæti sitt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með sigri á Houston á heimavelli í nótt, 105-96.

Þetta var enn fremur fyrsti sigur liðsins á Houston í átta ár og sá fyrsti á heimavelli í rúman áratug.

Joe Johnson skoraði 32 stig fyrir Nets og Shaun Livingston sautján. James Harden var stigahæstur hjá gestunum með 26 stig en Dwight Howard er enn frá vegna meiðsla.

Brooklyn hefur unnið 40 leiki á tímabilinu og er tveimur sigrum á eftir Toronto og Chicago sem eru í 3.-4. sæti austurdeildarinnar.



Golden State vann mikilvægan sigur á Dallas, 122-120, í framlengdum leik í Texas. Steph Curry skoraði sigurkörfuna á lokasekúndu framlengingarinnar.

Dallas féll niður í níunda sæti vesturdeildarinnar en liðið á í harðri samkeppni við Memphis og Phoenix um sæti í úrslitakeppninni. Golden State er svo í sjötta sætinu og hefði með tapi í nótt sogast niður í þessa hörðu baráttu.

Curry skoraði 23 stig og tók tíu fráköst en Klay Thompson var stigahæstur í liðinu með 27 stig. Dirk Nowitzky skoraði 33 stig fyrir Dallas og tók ellefu fráköst.



Portland vann að síðustu sigur á Lakers, 124-122, og styrkti þar með stöðu sína í fimmta sæti vesturdeildarinnar.

Damian Lillard skoraði 34 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldridge var með 31 stig og fimmtán fráköst. Nick Young skoraði 40 stig fyrir Lakers.

Úrslit næturinnar:

Brooklyn - Houston 105-96

Dallas - Golden State 120-122

LA Lakers - Portland 112-124

Staðan í deildinni

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×