Keyrði niður körfuboltamann sem lést Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 06:30 Ilkan Karaman þegar hann var leikmaður Fenerbahce í Euroleague deildinni. Getty/Salih Zeki Sayar Tyrkneski körfuboltamaðurinn Ilkan Karaman lést um helgina eftir eftir slys í heimalandi sínu. Karaman var aðeins 34 ára gamall en hann spilaði á sínum tíma fyrir tyrknesku stórliðin Fenerbache og Besiktas sem og fyrir tyrkneska landsliðið. Karaman var staddur í Datca í Tyrklandi. Bíllinn hans varð bensínlaus og hann stóð við vegakantinn á meðan vinur hans sótti bensín á næstu bensínstöð. Ökumaður kom þá aðvífandi og keyrði hann niður. Karaman lést af sárum sínum. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum. Bílstjórinn missti stjórn á bíl sínum og keyrði út fyrir veginn og yfir Karaman. Karaman var 205 sentimetrar á hæð og spilaði sem kraftframherji. Karaman varð tyrkneskur bikarmeistari 2013 og varð meistari með Fenerbahce árið 2014. Hann spilaði fyrir yngri landslið Tyrklands og var með A-landsliðinu í undankeppni Eurobasket 2013 þar sem hann var með 10,5 stig og 5,8 að meðaltali í átta leikjum. Brooklyn Nets valdi Karaman í nýliðavalinu 2012 og notaði í það valrétt númer 57. Hann spilaði þó aldrei í NBA-deildinni. Réttinum að honum var þó skipt tvisvar sinnum á milli félaga. Fyrst til Cleveland Cavaliers árið 2014 og svo til Milwaukee Bucks árið 2020. Karaman spilaði með tyrkneska félaginu Cayırova Belediyesi á síðustu leiktíð. A generous smile, a genuine person, a big heart that will be missing as of today. We are heartbroken to hear for the accident that took the life of Ilkan Karaman, one of the beautiful souls that we were privileged to represent. Rest in Peace, you shall be forever remembered! 🙏🙏 pic.twitter.com/hEeDqJFTbz— Octagon Basketball Europe (@OctagonBballEU) September 8, 2024 Körfubolti Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira
Karaman var aðeins 34 ára gamall en hann spilaði á sínum tíma fyrir tyrknesku stórliðin Fenerbache og Besiktas sem og fyrir tyrkneska landsliðið. Karaman var staddur í Datca í Tyrklandi. Bíllinn hans varð bensínlaus og hann stóð við vegakantinn á meðan vinur hans sótti bensín á næstu bensínstöð. Ökumaður kom þá aðvífandi og keyrði hann niður. Karaman lést af sárum sínum. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum. Bílstjórinn missti stjórn á bíl sínum og keyrði út fyrir veginn og yfir Karaman. Karaman var 205 sentimetrar á hæð og spilaði sem kraftframherji. Karaman varð tyrkneskur bikarmeistari 2013 og varð meistari með Fenerbahce árið 2014. Hann spilaði fyrir yngri landslið Tyrklands og var með A-landsliðinu í undankeppni Eurobasket 2013 þar sem hann var með 10,5 stig og 5,8 að meðaltali í átta leikjum. Brooklyn Nets valdi Karaman í nýliðavalinu 2012 og notaði í það valrétt númer 57. Hann spilaði þó aldrei í NBA-deildinni. Réttinum að honum var þó skipt tvisvar sinnum á milli félaga. Fyrst til Cleveland Cavaliers árið 2014 og svo til Milwaukee Bucks árið 2020. Karaman spilaði með tyrkneska félaginu Cayırova Belediyesi á síðustu leiktíð. A generous smile, a genuine person, a big heart that will be missing as of today. We are heartbroken to hear for the accident that took the life of Ilkan Karaman, one of the beautiful souls that we were privileged to represent. Rest in Peace, you shall be forever remembered! 🙏🙏 pic.twitter.com/hEeDqJFTbz— Octagon Basketball Europe (@OctagonBballEU) September 8, 2024
Körfubolti Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Sjá meira