„Sem samfélag erum við að vakna“ Aron Guðmundsson skrifar 15. september 2024 09:59 Helena Sverrisdóttir, körfuboltagoðsögn, stendur fyrir afar áhugaverðum og skemmtilegum viðburði í Minigarðinum í kvöld. Vísir/Arnar „Við finnum meðbyr," segir Helena Sverrisdóttir, ein allra besta körfuboltakona Íslands frá upphafi, sem ásamt Silju Úlfarsdóttur stendur fyrir áhorfspartýi í Minigarðinum í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Þar verður horft á leik Indiana Fever og Dallas Wings í WNBA deildinni í körfubolta en Caitlin Clark, stórstjarna deildarinnar, leikur með Indiana Fever. Þó svo að yfirlýst markmið viðburðarins sé að hafa gaman og skemmta sér saman vilja þær stöllur einnig með þessu vekja athygli á kvennaíþróttum og taka þátt í þeim meðbyr sem einkennir þær um þessar mundir. WNBA deildin hefur ekki farið varhluta af þeim vinsældum. Vinsældir deildarinnar hafa aukist gífurlega og dæmi um að áhorf hafi aukist um 170% og sömuleiðis hefur aðsókn á leiki deildarinnar aukist til muna og er það leikmönnum á borð við Caitlin Clark og Angel Reese ekki síst að þakka. „Þær tvær hafa kannski svolítið borið uppi þessa brjáluðu aukningu á áhorfi og vinsældum,“ segir Helena, sem stendur fyrir áhorfspartýinu í Minigarðinum í kvöld ásamt Silju, í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „En þessi bylgja er svo sem ekki bara að eiga sér stað núna í sumar. Þetta hefur verið að gerast hægt og rólega en svona sérstaklega síðustu tvö til þrjú ár hefur maður fundið vel fyrir því að það er verið að setja pening í kvennaíþróttirnar. Fólk sér að með því að setja fjármuni í þetta, samhliða því að umfjöllun er aukin, þá allt í einu gerast bara frábærir hlutir.“ Frábært framtak hjá þeim Helenu og Silju. Hugmynd sem kviknaði eftir spjall þeirra í íþróttahlaðvarpi Silju sem ber nafnið Klefinn og hægt er að finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Aukning á vinsældum kvennaíþrótta gætir víðs vegar um heim. Ekki bara í WNBA deildinni í Bandaríkjunum. Og vinsælda aukningin er ekki bara aukinni fjárfestingu að þakka. „Þetta helst allt í hendur og er ekki bara einhver einn hlutur sem þarf að gera. Sem samfélag erum við að vakna og átta okkur á því að konur geti líka spilað íþróttir og eigi skilið þessa fjárfestingu sem við höfum séð í karlaboltanum.“ Clark og Reese eru mættar til þess að láta til sín taka í WNBA deildinni. Áhrifum þeirra gætir bæði innan sem og utan vallarVísir/Getty Auk þess að horfa saman á leikinn í Minigarðinum mun Helena sjálf, sem státar af afar sigursælum félagsliða- og landsliðsferli í körfubolta, fara yfir lið Indiana Fever og Dallas Wings sem mætast í kvöld sem og rýna í leikinn ásamt landsliðskonunum Þóru Kristínu Jónsdóttur og Söru Rún Hinriksdóttur. Viðtökurnar við viðburðinum hafa farið fram úr öllum væntingum og ljóst að þétt setið verður í Minigarðinum í kvöld. „Maður finnur fyrir samstöðunni. Stelpur, konur, stelpupabbar. Allt þetta fólk hefur verið að leita að einhverjum svona viðburði og vonandi verður þetta bara fyrsti viðburðurinn af mörgum þar sem að við erum að stíga saman í þá átt að lyfta þessu á næsta stig.“ Áhugasamir geta bókað sér borð á viðburðinn í Minigarðinum í kvöld hér. Caitlin Clark áhrifin WNBA deildin í körfubolta er spiluð yfir sumartímann í Bandaríkjunum og klárast núna í október. Caitlin Clark og Angel Reese eru í Háskólaboltanum í fyrra sem varð gríðarlega vinsæll ekki síst vegna hæfileika þessara tveggja leikmanna og rígsins sem að myndaðist á milli þeirra innan vallar. „Það sem að gerist svo er að þær báðar eru valdar í nýliðavali WNBA deildarinnar sem byrjaði skömmu eftir að tímabilið í háskólaboltanum kláraðist. Þar með færði allt fólkið, sem hafði fylgt þeim í háskólaboltanum, sig yfir á WNBA deildina og fór að fylgja þeim þar. Þetta eru frábærir nýliðar sem koma inn af miklum krafti og eru að setja alls konar met. En það má samt sem áður ekki gleymast að fyrir er fullt af mjög góðum körfuboltakonum í þessari deild þó svo að Clark og Reese komið með þetta áhorf með sér. Caitlin Clark og Angel Reese háðu harða baráttu í háskólaboltanum í Bandaríkjunum áður en þær settu sitt mark heldur betur á WNBA deildina þar í landiVísir/Getty Caitlin Clark er stelpa sem kemur úr Iowa skólanum í Bandaríkjunum. Skóli sem er ekkert endilega sá stærsti körfuboltalega séð en hefur alltaf verið ágætur. Hún er að taka þrista frá miðju, kemur með skemmtilegar hreyfingar og hefur einhvern veginn þau áhrif að hrífa fólk með sér. Sama gildir um Angel Reese sem er þó allt öðruvísi leikmaður. Á meðan að Caitlin er að skjóta þristum og gefa stoðsendingar þá er Angel í fráköstunum og keyrir inn að körfunni og klárar skotin þar. WNBA deildin hefur verið til staðar í mörg ár en áhuginn núna er bara allt annar.“ Bandaríkin WNBA Körfubolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Þó svo að yfirlýst markmið viðburðarins sé að hafa gaman og skemmta sér saman vilja þær stöllur einnig með þessu vekja athygli á kvennaíþróttum og taka þátt í þeim meðbyr sem einkennir þær um þessar mundir. WNBA deildin hefur ekki farið varhluta af þeim vinsældum. Vinsældir deildarinnar hafa aukist gífurlega og dæmi um að áhorf hafi aukist um 170% og sömuleiðis hefur aðsókn á leiki deildarinnar aukist til muna og er það leikmönnum á borð við Caitlin Clark og Angel Reese ekki síst að þakka. „Þær tvær hafa kannski svolítið borið uppi þessa brjáluðu aukningu á áhorfi og vinsældum,“ segir Helena, sem stendur fyrir áhorfspartýinu í Minigarðinum í kvöld ásamt Silju, í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „En þessi bylgja er svo sem ekki bara að eiga sér stað núna í sumar. Þetta hefur verið að gerast hægt og rólega en svona sérstaklega síðustu tvö til þrjú ár hefur maður fundið vel fyrir því að það er verið að setja pening í kvennaíþróttirnar. Fólk sér að með því að setja fjármuni í þetta, samhliða því að umfjöllun er aukin, þá allt í einu gerast bara frábærir hlutir.“ Frábært framtak hjá þeim Helenu og Silju. Hugmynd sem kviknaði eftir spjall þeirra í íþróttahlaðvarpi Silju sem ber nafnið Klefinn og hægt er að finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Aukning á vinsældum kvennaíþrótta gætir víðs vegar um heim. Ekki bara í WNBA deildinni í Bandaríkjunum. Og vinsælda aukningin er ekki bara aukinni fjárfestingu að þakka. „Þetta helst allt í hendur og er ekki bara einhver einn hlutur sem þarf að gera. Sem samfélag erum við að vakna og átta okkur á því að konur geti líka spilað íþróttir og eigi skilið þessa fjárfestingu sem við höfum séð í karlaboltanum.“ Clark og Reese eru mættar til þess að láta til sín taka í WNBA deildinni. Áhrifum þeirra gætir bæði innan sem og utan vallarVísir/Getty Auk þess að horfa saman á leikinn í Minigarðinum mun Helena sjálf, sem státar af afar sigursælum félagsliða- og landsliðsferli í körfubolta, fara yfir lið Indiana Fever og Dallas Wings sem mætast í kvöld sem og rýna í leikinn ásamt landsliðskonunum Þóru Kristínu Jónsdóttur og Söru Rún Hinriksdóttur. Viðtökurnar við viðburðinum hafa farið fram úr öllum væntingum og ljóst að þétt setið verður í Minigarðinum í kvöld. „Maður finnur fyrir samstöðunni. Stelpur, konur, stelpupabbar. Allt þetta fólk hefur verið að leita að einhverjum svona viðburði og vonandi verður þetta bara fyrsti viðburðurinn af mörgum þar sem að við erum að stíga saman í þá átt að lyfta þessu á næsta stig.“ Áhugasamir geta bókað sér borð á viðburðinn í Minigarðinum í kvöld hér. Caitlin Clark áhrifin WNBA deildin í körfubolta er spiluð yfir sumartímann í Bandaríkjunum og klárast núna í október. Caitlin Clark og Angel Reese eru í Háskólaboltanum í fyrra sem varð gríðarlega vinsæll ekki síst vegna hæfileika þessara tveggja leikmanna og rígsins sem að myndaðist á milli þeirra innan vallar. „Það sem að gerist svo er að þær báðar eru valdar í nýliðavali WNBA deildarinnar sem byrjaði skömmu eftir að tímabilið í háskólaboltanum kláraðist. Þar með færði allt fólkið, sem hafði fylgt þeim í háskólaboltanum, sig yfir á WNBA deildina og fór að fylgja þeim þar. Þetta eru frábærir nýliðar sem koma inn af miklum krafti og eru að setja alls konar met. En það má samt sem áður ekki gleymast að fyrir er fullt af mjög góðum körfuboltakonum í þessari deild þó svo að Clark og Reese komið með þetta áhorf með sér. Caitlin Clark og Angel Reese háðu harða baráttu í háskólaboltanum í Bandaríkjunum áður en þær settu sitt mark heldur betur á WNBA deildina þar í landiVísir/Getty Caitlin Clark er stelpa sem kemur úr Iowa skólanum í Bandaríkjunum. Skóli sem er ekkert endilega sá stærsti körfuboltalega séð en hefur alltaf verið ágætur. Hún er að taka þrista frá miðju, kemur með skemmtilegar hreyfingar og hefur einhvern veginn þau áhrif að hrífa fólk með sér. Sama gildir um Angel Reese sem er þó allt öðruvísi leikmaður. Á meðan að Caitlin er að skjóta þristum og gefa stoðsendingar þá er Angel í fráköstunum og keyrir inn að körfunni og klárar skotin þar. WNBA deildin hefur verið til staðar í mörg ár en áhuginn núna er bara allt annar.“
Bandaríkin WNBA Körfubolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum