Sóknarfæri Sjóvár liggja í sölu líf- og sjúkdómatrygginga Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. mars 2014 08:53 Sjóvá verður átjánda skráða félagið á almennum hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar að loknu hlutafjárútboði félagsins sem hefst á morgun og lýkur á mánudag. Sjóvá, sem var endurreist með stuðningi ríkisins eftir bankahrunið og síðar einkavætt að nýju gegnum Eignasafn Seðlabanka Íslands, er næststærsta tryggingafélag landsins þegar markaðshlutdeild er annars vegar. Félagið hefur haft á bilinu 27-29 prósent markaðshlutdeild í skaðatryggingum á síðustu árum. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, tók við rekstri fyrirtækisins árið 2011 en hann hafði starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1990 þar á undan. Hermann er gestur okkar í nýjasta Klinkinu. Hermann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á Sjóvá í aðdraganda skráningar. Félagið hefur samþykkt arðgreiðslustefnu sem felst í því að útgreiddur arður verði að lágmarki 50 prósent hagnaðar, en ekki verður þó greiddur út arður vegna hagnaðar ársins 2013. Hermann segir að sóknarfæri Sjóvár liggi m.a. á sölu líf- og sjúkdómatryggingum en þessi markaður sé illa nýttur. „Íslenskur markaður er vantryggður. Við Íslendingar erum illa tryggðir í líf- og sjúkdómatryggingum. Líftryggingamarkaðurinn í heild sinni er of lítill miðað við stærð landsins.“Ekkert bónuskerfi„Það er ekkert kaupaukakerfi hjá Sjóvá. Maður verður að hafa hugfast úr hvaða átt félagið er að koma.“Skortur á fyrirhyggju„Á mörgum öðrum stöðum á Norðurlöndunum er ungt fólk farið að hugsa miklu fyrr um líf- og sjúkdómatryggingar en hér.“Eðlileg verðmyndun í Kauphöllinni?„Það er mikið fé á eftir fáum tækifærum. Það er augljóst.“„Það hefur ekki gengið eftir að skapa aukið svigrúm fyrir frumkvöðlafyrirtæki.“„Það eru litlir hvatar fyrir erlenda starfsmenn að koma hingað.“Dýr ESA rannsóknHermann segir kostnað Sjóvár við rannsókn ESA á ríkisstuðningi við félagið hafa verið verulegan, en verið þess virði því niðurstaðan var félaginu hagfelld. Klinkið Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Sjóvá verður átjánda skráða félagið á almennum hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar að loknu hlutafjárútboði félagsins sem hefst á morgun og lýkur á mánudag. Sjóvá, sem var endurreist með stuðningi ríkisins eftir bankahrunið og síðar einkavætt að nýju gegnum Eignasafn Seðlabanka Íslands, er næststærsta tryggingafélag landsins þegar markaðshlutdeild er annars vegar. Félagið hefur haft á bilinu 27-29 prósent markaðshlutdeild í skaðatryggingum á síðustu árum. Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, tók við rekstri fyrirtækisins árið 2011 en hann hafði starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1990 þar á undan. Hermann er gestur okkar í nýjasta Klinkinu. Hermann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á Sjóvá í aðdraganda skráningar. Félagið hefur samþykkt arðgreiðslustefnu sem felst í því að útgreiddur arður verði að lágmarki 50 prósent hagnaðar, en ekki verður þó greiddur út arður vegna hagnaðar ársins 2013. Hermann segir að sóknarfæri Sjóvár liggi m.a. á sölu líf- og sjúkdómatryggingum en þessi markaður sé illa nýttur. „Íslenskur markaður er vantryggður. Við Íslendingar erum illa tryggðir í líf- og sjúkdómatryggingum. Líftryggingamarkaðurinn í heild sinni er of lítill miðað við stærð landsins.“Ekkert bónuskerfi„Það er ekkert kaupaukakerfi hjá Sjóvá. Maður verður að hafa hugfast úr hvaða átt félagið er að koma.“Skortur á fyrirhyggju„Á mörgum öðrum stöðum á Norðurlöndunum er ungt fólk farið að hugsa miklu fyrr um líf- og sjúkdómatryggingar en hér.“Eðlileg verðmyndun í Kauphöllinni?„Það er mikið fé á eftir fáum tækifærum. Það er augljóst.“„Það hefur ekki gengið eftir að skapa aukið svigrúm fyrir frumkvöðlafyrirtæki.“„Það eru litlir hvatar fyrir erlenda starfsmenn að koma hingað.“Dýr ESA rannsóknHermann segir kostnað Sjóvár við rannsókn ESA á ríkisstuðningi við félagið hafa verið verulegan, en verið þess virði því niðurstaðan var félaginu hagfelld.
Klinkið Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira