Umfjöllun: Frakkland - Ísland 25-19 | Kaflaskiptur leikur íslenska liðsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. mars 2014 00:01 Þórey Rósa Stefánsdóttir. Vísir/Valli Franska liðið reyndist einu númeri of stórt fyrir íslenska landsliðið í handbolta í undankeppni Evrópumeistaramóts kvenna í dag. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik en slakur kafli liðsins í seinni hálfleik reyndist liðinu dýrkeyptur. Í fyrri leik liðanna leiddi franska liðið frá fyrstu mínútu en það var allt annað upp á teningunum í dag. Það var gríðarlega mikil stemming hjá íslenska liðinu strax frá fyrstu mínútu og var spilamennska liðsins í fyrri hálfleik nánast óaðfinnanleg. Franska liðið sigraði fyrri leik liðanna miðvikudaginn síðastliðinn nokkuð örugglega með sex mörkum. Franska liðinu dugði eitt stig til að tryggja sæti sitt á EM í Ungverjalandi og Króatíu. Strax á upphafsmínútum leiksins mátti sjá einbeitinguna í leikmönnum íslenska landsliðsins og komu þrjú af fyrstu sex mörkum liðsins úr hraðaupphlaupum eftir frábæran varnarleik. Þrátt fyrir að franska liðinu hafi tekist að ná taki á leiknum setti íslenska liðið aftur í gír og keyrði á franska liðið. Þjálfari franska liðsins reyndi áherslubreytingar en franska liðið náði ekki að stöðva íslenska liðið og tóku stelpurnar okkar þriggja marka forskot inn í hálfleik í stöðunni 13-10. Karen Knútsdóttir átti stórleik í fyrri hálfleik með sjö mörk, þar af komu fimm þeirra af vítalínunni en íslensku stelpurnar voru duglegar að sækja víti í leiknum. Líkt og íslenska liðið fékk sannkallaða draumabyrjun í fyrri hálfleik fékk franska liðið draumabyrjun í þeim seinni. Franska liðið náði að jafna leikinn eftir aðeins tveggja mínútna leik og skiptust liðin á forskotinu fyrstu tíu mínútur hálfleiksins. Þá kom hinsvegar slakur kafli íslenska liðsins sem skoraði aðeins eitt mark á sautján mínútum og franska liðið seig fram úr og vann að lokum öruggan sigur. Þrátt fyrir að varnarleikurinn væri flottur gekk íslenska liðinu illa að sækja eftir að franska liðið klippti á Kareni um miðbik seinni hálfleiks. Það varð á endanum banabiti íslenska liðsins sem skoraði aðeins tvö mörk á seinustu átján mínútum leiksins. Karen átti flottan leik í íslenska liðinu með átta mörk en Hildur Þorgeirsdóttir bætti við þremur. Í markinu stóð Íris Björk Símonardóttir vakt sína ágætlega, varði 13 bolta af 38 eða 34% markvarsla. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira
Franska liðið reyndist einu númeri of stórt fyrir íslenska landsliðið í handbolta í undankeppni Evrópumeistaramóts kvenna í dag. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik en slakur kafli liðsins í seinni hálfleik reyndist liðinu dýrkeyptur. Í fyrri leik liðanna leiddi franska liðið frá fyrstu mínútu en það var allt annað upp á teningunum í dag. Það var gríðarlega mikil stemming hjá íslenska liðinu strax frá fyrstu mínútu og var spilamennska liðsins í fyrri hálfleik nánast óaðfinnanleg. Franska liðið sigraði fyrri leik liðanna miðvikudaginn síðastliðinn nokkuð örugglega með sex mörkum. Franska liðinu dugði eitt stig til að tryggja sæti sitt á EM í Ungverjalandi og Króatíu. Strax á upphafsmínútum leiksins mátti sjá einbeitinguna í leikmönnum íslenska landsliðsins og komu þrjú af fyrstu sex mörkum liðsins úr hraðaupphlaupum eftir frábæran varnarleik. Þrátt fyrir að franska liðinu hafi tekist að ná taki á leiknum setti íslenska liðið aftur í gír og keyrði á franska liðið. Þjálfari franska liðsins reyndi áherslubreytingar en franska liðið náði ekki að stöðva íslenska liðið og tóku stelpurnar okkar þriggja marka forskot inn í hálfleik í stöðunni 13-10. Karen Knútsdóttir átti stórleik í fyrri hálfleik með sjö mörk, þar af komu fimm þeirra af vítalínunni en íslensku stelpurnar voru duglegar að sækja víti í leiknum. Líkt og íslenska liðið fékk sannkallaða draumabyrjun í fyrri hálfleik fékk franska liðið draumabyrjun í þeim seinni. Franska liðið náði að jafna leikinn eftir aðeins tveggja mínútna leik og skiptust liðin á forskotinu fyrstu tíu mínútur hálfleiksins. Þá kom hinsvegar slakur kafli íslenska liðsins sem skoraði aðeins eitt mark á sautján mínútum og franska liðið seig fram úr og vann að lokum öruggan sigur. Þrátt fyrir að varnarleikurinn væri flottur gekk íslenska liðinu illa að sækja eftir að franska liðið klippti á Kareni um miðbik seinni hálfleiks. Það varð á endanum banabiti íslenska liðsins sem skoraði aðeins tvö mörk á seinustu átján mínútum leiksins. Karen átti flottan leik í íslenska liðinu með átta mörk en Hildur Þorgeirsdóttir bætti við þremur. Í markinu stóð Íris Björk Símonardóttir vakt sína ágætlega, varði 13 bolta af 38 eða 34% markvarsla.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira