Fagfólkið má vita, ekki foreldrarnir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. mars 2014 08:54 Fulltrúar Bezta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í skóla- og frístundaráði felldu í síðustu viku tillögu sjálfstæðismanna um að aflétta leynd af útkomu einstakra grunnskóla í Reykjavík í PISA-könnuninni svokölluðu, sem mælir þekkingu grunnskólanema í mörgum löndum. Þetta var einkennileg ákvörðun hjá auknum meirihluta borgarstjórnar og rökstuðningurinn fyrir henni er enn þá furðulegri. Eva Einarsdóttir, fulltrúi Bezta flokksins í skóla- og frístundaráði, sagði í samtali við Fréttablaðið að hvorki skólarnir né nemendurnir hefðu gott af því að „auglýsa hvaða skólar standi sig vel og hverjir illa“ eins og hún orðaði það. Í bókun meirihluta ráðsins kemur skýrt fram að hann treystir foreldrum ekki fyrir upplýsingum um það hvernig hver og einn skóli kom út úr könnuninni; það sé alveg nóg að fagfólk hafi þær upplýsingar og fjalli um þær. „Fagfólk skólanna ígrundar niðurstöður sinna nemenda og útfærir umbótaáætlun á þeim grunni. Vandséð er hvernig þeim mun ganga betur í þeirri vinnu með því að kjörnir fulltrúar hafi eingöngu áhuga á því að mata fjölmiðla á því hver er bestur og hver er verstur samkvæmt gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt,“ segir meirihlutinn. Þetta er allt saman einhver ógurlegur misskilningur á gildi opinnar stjórnsýslu og að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum. Meirihlutinn í borgarstjórn virðist gleyma að skólarnir eru reknir fyrir peninga foreldranna og þeir hljóta að gera kröfu um að útsvarið þeirra sé nýtt með góðum árangri. Það er orðið almennt viðurkennt að til þess að geta metið gæði opinberrar þjónustu verða að liggja fyrir mælingar á árangri hennar. Það er algjörlega galið að segja að þegar slíkar mælingar liggi fyrir eigi þær eingöngu að vera aðgengilegar starfsmönnum kerfisins, en ekki notendunum. Embættismennirnir eru í þjónustu skattgreiðenda og verða að lúta aðhaldi frá almenningi, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þegar rætt er um að birta samanburð á skólum, til dæmis útkomu í lesskimunarprófum eða samræmdum prófum, er oft bent á að það sé ójafnt gefið; skólar í hverfum þar sem tekjur eru lægri, menntun minni og margir innflytjendur komi til dæmis verr út en aðrir. Það er rétt og verður að taka tillit til þess. En það er ekki hægt að útskýra burt allan mun á skólum með slíkum félagslegum þáttum, af því að við vitum að kennarar eru misgóðir, skólastjórnendur eru misgóðir og skólar eru misgóðir. Með slíkri nálgun er búið að fjarlægja þann hvata til að gera betur sem allir þurfa á að halda. Í tillögu sjálfstæðismanna er bent á alþjóðlegar rannsóknir sem sýna fram á að kostir sjálfstæðis skóla nýtist illa ef upplýsingar um árangurinn eru ekki tiltækar foreldrum og skólasamfélaginu. Þetta liggur raunar í augum uppi. Stjórnendur skóla eiga ekki bara að hafa sjálfstæði til að gera það sem þeim finnst sniðugt, heldur hljóta þeir að þurfa að hlusta á viðskiptavini sína, foreldra nemendanna. Með því að halda niðurstöðum PISA-könnunarinnar leyndum er nefnilega verið að skrúfa fyrir mikilvæga auðlind, sem er aðhald frá foreldrum skólabarna. Í þeim hópi eru margir sem vita sínu viti, ekkert síður en fagfólkið í skólunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Fulltrúar Bezta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í skóla- og frístundaráði felldu í síðustu viku tillögu sjálfstæðismanna um að aflétta leynd af útkomu einstakra grunnskóla í Reykjavík í PISA-könnuninni svokölluðu, sem mælir þekkingu grunnskólanema í mörgum löndum. Þetta var einkennileg ákvörðun hjá auknum meirihluta borgarstjórnar og rökstuðningurinn fyrir henni er enn þá furðulegri. Eva Einarsdóttir, fulltrúi Bezta flokksins í skóla- og frístundaráði, sagði í samtali við Fréttablaðið að hvorki skólarnir né nemendurnir hefðu gott af því að „auglýsa hvaða skólar standi sig vel og hverjir illa“ eins og hún orðaði það. Í bókun meirihluta ráðsins kemur skýrt fram að hann treystir foreldrum ekki fyrir upplýsingum um það hvernig hver og einn skóli kom út úr könnuninni; það sé alveg nóg að fagfólk hafi þær upplýsingar og fjalli um þær. „Fagfólk skólanna ígrundar niðurstöður sinna nemenda og útfærir umbótaáætlun á þeim grunni. Vandséð er hvernig þeim mun ganga betur í þeirri vinnu með því að kjörnir fulltrúar hafi eingöngu áhuga á því að mata fjölmiðla á því hver er bestur og hver er verstur samkvæmt gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt,“ segir meirihlutinn. Þetta er allt saman einhver ógurlegur misskilningur á gildi opinnar stjórnsýslu og að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum. Meirihlutinn í borgarstjórn virðist gleyma að skólarnir eru reknir fyrir peninga foreldranna og þeir hljóta að gera kröfu um að útsvarið þeirra sé nýtt með góðum árangri. Það er orðið almennt viðurkennt að til þess að geta metið gæði opinberrar þjónustu verða að liggja fyrir mælingar á árangri hennar. Það er algjörlega galið að segja að þegar slíkar mælingar liggi fyrir eigi þær eingöngu að vera aðgengilegar starfsmönnum kerfisins, en ekki notendunum. Embættismennirnir eru í þjónustu skattgreiðenda og verða að lúta aðhaldi frá almenningi, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þegar rætt er um að birta samanburð á skólum, til dæmis útkomu í lesskimunarprófum eða samræmdum prófum, er oft bent á að það sé ójafnt gefið; skólar í hverfum þar sem tekjur eru lægri, menntun minni og margir innflytjendur komi til dæmis verr út en aðrir. Það er rétt og verður að taka tillit til þess. En það er ekki hægt að útskýra burt allan mun á skólum með slíkum félagslegum þáttum, af því að við vitum að kennarar eru misgóðir, skólastjórnendur eru misgóðir og skólar eru misgóðir. Með slíkri nálgun er búið að fjarlægja þann hvata til að gera betur sem allir þurfa á að halda. Í tillögu sjálfstæðismanna er bent á alþjóðlegar rannsóknir sem sýna fram á að kostir sjálfstæðis skóla nýtist illa ef upplýsingar um árangurinn eru ekki tiltækar foreldrum og skólasamfélaginu. Þetta liggur raunar í augum uppi. Stjórnendur skóla eiga ekki bara að hafa sjálfstæði til að gera það sem þeim finnst sniðugt, heldur hljóta þeir að þurfa að hlusta á viðskiptavini sína, foreldra nemendanna. Með því að halda niðurstöðum PISA-könnunarinnar leyndum er nefnilega verið að skrúfa fyrir mikilvæga auðlind, sem er aðhald frá foreldrum skólabarna. Í þeim hópi eru margir sem vita sínu viti, ekkert síður en fagfólkið í skólunum.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun