Maldini: Verið að eyðileggja allt sem við byggðum upp hjá Milan Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2014 16:15 Paolo Maldini er einn besti varnarmaður sögunnar. Vísir/Getty Paolo Maldini, goðsögn í lifanda lífi hjá ítalska knattspyrnuliðinu AC Milan, er miður sín vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu og segir menn á San Siro vera eyðileggja allt sem búið er að byggja upp hjá félaginu á síðustu árum. AC Milan er í ellefta sæti ítölsku A-deildarinnar eftir 4-2 tap gegn Parma á heimavelli á sunnudaginn. Liðið er tólf stigum frá Evrópudeildarsæti þegar tíu umferðir eru eftir og þá tapaði liðið samanlagt 5-1 fyrir Atlético Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Maldini stóð vaktina í vörn AC Milan í 24 ár og vann með liðinu sex meistaratitla á Ítalíu og fimm Evrópubikara. Hann er vægast sagt svekktur og sár með gengi liðsins á tímabilinu. „Inn í mér er blanda af reiði og vonbrigðum. Ekki bara vegna úrslitanna heldur því mér finnst menn vera kasta mikilli vinnu undanfarinna tíu ára fyrir borð,“ segir Maldini í viðtali við ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport. „Mér líður rosalega illa vegna þessa. Ég veit hversu mikil vinna var á bakvið allan árangurinn og hvað þurfti til að skapa jafnglæsilega sögu og raun ber vitni. Það gerir mig brjálaðan að sjá þetta allt eyðilagt.“ „Milan getur ekki lengur keppt við Juventus eða tíu bestu liðin í Evrópu. Það er ekkert í gangi,“ segir Maldini. Hollendingurinn ClarenceSeedorf, fyrrverandi leikmaður liðsins, tók við þjálfun AC Milan í janúar en Maldini segir hann eiga óvinnandi verk fyrir höndum. „Augljóslega er hann enginn sérfræðingur en hann er hugrakkur og er sterkur persónuleiki. En ekki einu sinni PepGuardiola Gæti gert neitt úr þessu,“ segir Paolo Maldini.Kaka svekktur eftir tap AC Milan gegn Atlético Madrid.Vísir/getty Ítalski boltinn Tengdar fréttir Atlético Madrid sló AC Milan út úr Meistaradeildinni Atlético Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 sigur á AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Atlético vann fyrri leikinn 1-0 og þar með 5-1 samanlagt. Diego Costa var áfram á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld. 11. mars 2014 19:15 AC Milan er ekkert lið Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint. 12. mars 2014 23:00 Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Paolo Maldini, goðsögn í lifanda lífi hjá ítalska knattspyrnuliðinu AC Milan, er miður sín vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu og segir menn á San Siro vera eyðileggja allt sem búið er að byggja upp hjá félaginu á síðustu árum. AC Milan er í ellefta sæti ítölsku A-deildarinnar eftir 4-2 tap gegn Parma á heimavelli á sunnudaginn. Liðið er tólf stigum frá Evrópudeildarsæti þegar tíu umferðir eru eftir og þá tapaði liðið samanlagt 5-1 fyrir Atlético Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Maldini stóð vaktina í vörn AC Milan í 24 ár og vann með liðinu sex meistaratitla á Ítalíu og fimm Evrópubikara. Hann er vægast sagt svekktur og sár með gengi liðsins á tímabilinu. „Inn í mér er blanda af reiði og vonbrigðum. Ekki bara vegna úrslitanna heldur því mér finnst menn vera kasta mikilli vinnu undanfarinna tíu ára fyrir borð,“ segir Maldini í viðtali við ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport. „Mér líður rosalega illa vegna þessa. Ég veit hversu mikil vinna var á bakvið allan árangurinn og hvað þurfti til að skapa jafnglæsilega sögu og raun ber vitni. Það gerir mig brjálaðan að sjá þetta allt eyðilagt.“ „Milan getur ekki lengur keppt við Juventus eða tíu bestu liðin í Evrópu. Það er ekkert í gangi,“ segir Maldini. Hollendingurinn ClarenceSeedorf, fyrrverandi leikmaður liðsins, tók við þjálfun AC Milan í janúar en Maldini segir hann eiga óvinnandi verk fyrir höndum. „Augljóslega er hann enginn sérfræðingur en hann er hugrakkur og er sterkur persónuleiki. En ekki einu sinni PepGuardiola Gæti gert neitt úr þessu,“ segir Paolo Maldini.Kaka svekktur eftir tap AC Milan gegn Atlético Madrid.Vísir/getty
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Atlético Madrid sló AC Milan út úr Meistaradeildinni Atlético Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 sigur á AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Atlético vann fyrri leikinn 1-0 og þar með 5-1 samanlagt. Diego Costa var áfram á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld. 11. mars 2014 19:15 AC Milan er ekkert lið Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint. 12. mars 2014 23:00 Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Atlético Madrid sló AC Milan út úr Meistaradeildinni Atlético Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 sigur á AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Atlético vann fyrri leikinn 1-0 og þar með 5-1 samanlagt. Diego Costa var áfram á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld. 11. mars 2014 19:15
AC Milan er ekkert lið Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint. 12. mars 2014 23:00