Maldini: Verið að eyðileggja allt sem við byggðum upp hjá Milan Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2014 16:15 Paolo Maldini er einn besti varnarmaður sögunnar. Vísir/Getty Paolo Maldini, goðsögn í lifanda lífi hjá ítalska knattspyrnuliðinu AC Milan, er miður sín vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu og segir menn á San Siro vera eyðileggja allt sem búið er að byggja upp hjá félaginu á síðustu árum. AC Milan er í ellefta sæti ítölsku A-deildarinnar eftir 4-2 tap gegn Parma á heimavelli á sunnudaginn. Liðið er tólf stigum frá Evrópudeildarsæti þegar tíu umferðir eru eftir og þá tapaði liðið samanlagt 5-1 fyrir Atlético Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Maldini stóð vaktina í vörn AC Milan í 24 ár og vann með liðinu sex meistaratitla á Ítalíu og fimm Evrópubikara. Hann er vægast sagt svekktur og sár með gengi liðsins á tímabilinu. „Inn í mér er blanda af reiði og vonbrigðum. Ekki bara vegna úrslitanna heldur því mér finnst menn vera kasta mikilli vinnu undanfarinna tíu ára fyrir borð,“ segir Maldini í viðtali við ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport. „Mér líður rosalega illa vegna þessa. Ég veit hversu mikil vinna var á bakvið allan árangurinn og hvað þurfti til að skapa jafnglæsilega sögu og raun ber vitni. Það gerir mig brjálaðan að sjá þetta allt eyðilagt.“ „Milan getur ekki lengur keppt við Juventus eða tíu bestu liðin í Evrópu. Það er ekkert í gangi,“ segir Maldini. Hollendingurinn ClarenceSeedorf, fyrrverandi leikmaður liðsins, tók við þjálfun AC Milan í janúar en Maldini segir hann eiga óvinnandi verk fyrir höndum. „Augljóslega er hann enginn sérfræðingur en hann er hugrakkur og er sterkur persónuleiki. En ekki einu sinni PepGuardiola Gæti gert neitt úr þessu,“ segir Paolo Maldini.Kaka svekktur eftir tap AC Milan gegn Atlético Madrid.Vísir/getty Ítalski boltinn Tengdar fréttir Atlético Madrid sló AC Milan út úr Meistaradeildinni Atlético Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 sigur á AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Atlético vann fyrri leikinn 1-0 og þar með 5-1 samanlagt. Diego Costa var áfram á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld. 11. mars 2014 19:15 AC Milan er ekkert lið Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint. 12. mars 2014 23:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Paolo Maldini, goðsögn í lifanda lífi hjá ítalska knattspyrnuliðinu AC Milan, er miður sín vegna slæms gengis liðsins á tímabilinu og segir menn á San Siro vera eyðileggja allt sem búið er að byggja upp hjá félaginu á síðustu árum. AC Milan er í ellefta sæti ítölsku A-deildarinnar eftir 4-2 tap gegn Parma á heimavelli á sunnudaginn. Liðið er tólf stigum frá Evrópudeildarsæti þegar tíu umferðir eru eftir og þá tapaði liðið samanlagt 5-1 fyrir Atlético Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Maldini stóð vaktina í vörn AC Milan í 24 ár og vann með liðinu sex meistaratitla á Ítalíu og fimm Evrópubikara. Hann er vægast sagt svekktur og sár með gengi liðsins á tímabilinu. „Inn í mér er blanda af reiði og vonbrigðum. Ekki bara vegna úrslitanna heldur því mér finnst menn vera kasta mikilli vinnu undanfarinna tíu ára fyrir borð,“ segir Maldini í viðtali við ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport. „Mér líður rosalega illa vegna þessa. Ég veit hversu mikil vinna var á bakvið allan árangurinn og hvað þurfti til að skapa jafnglæsilega sögu og raun ber vitni. Það gerir mig brjálaðan að sjá þetta allt eyðilagt.“ „Milan getur ekki lengur keppt við Juventus eða tíu bestu liðin í Evrópu. Það er ekkert í gangi,“ segir Maldini. Hollendingurinn ClarenceSeedorf, fyrrverandi leikmaður liðsins, tók við þjálfun AC Milan í janúar en Maldini segir hann eiga óvinnandi verk fyrir höndum. „Augljóslega er hann enginn sérfræðingur en hann er hugrakkur og er sterkur persónuleiki. En ekki einu sinni PepGuardiola Gæti gert neitt úr þessu,“ segir Paolo Maldini.Kaka svekktur eftir tap AC Milan gegn Atlético Madrid.Vísir/getty
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Atlético Madrid sló AC Milan út úr Meistaradeildinni Atlético Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 sigur á AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Atlético vann fyrri leikinn 1-0 og þar með 5-1 samanlagt. Diego Costa var áfram á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld. 11. mars 2014 19:15 AC Milan er ekkert lið Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint. 12. mars 2014 23:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Atlético Madrid sló AC Milan út úr Meistaradeildinni Atlético Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 sigur á AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Atlético vann fyrri leikinn 1-0 og þar með 5-1 samanlagt. Diego Costa var áfram á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld. 11. mars 2014 19:15
AC Milan er ekkert lið Arrigo Sacchi er einn merkasti þjálfari í sögu AC Milan en undir hans stjórn vann AC Milan tvo Evrópumeistaratitla og lið hans gleymist seint. 12. mars 2014 23:00