Erlent

Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Barack Obama og Vladímír Pútín
Barack Obama og Vladímír Pútín VISIR/AFP
Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur sagt Vladimir Pútín Rússlandsforseta að Rússar hafi brotið alþjóðalög er þeir sendu hermenn sína á Krímskagann.

Í 90 mínútna símtali þeirra á milli hvatti Obama Rússlandsforseta til að draga hersveitir sínar til baka.

Pútín segir að yfirvöld í Moskvu séu hins vegar í „fullum rétti til að verja hagsmuni rússneskumælandi Úkraínumanna" er kemur fram í yfirlýsingum frá Kreml.

Rússneskir hermenn hafa í dag ferðast á milli herðstöðva í Úkraínu og lagt hald á öll þau vopn sem þar kunna að finnast. 



Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), hefur boðað til fundar í dag til að ræða um ástandið í Úkraínu.

Úkraína hefur sagt hersveitum sínum að vígbúast eftir að rússneska þingið samþykkti í gær að senda hermenn á Krímskaga Úkraínu. Forseti landsins, Olexander Túrkínov, hefur einnig aukið öryggisgæslu í mörgum hlutum landsins, til að mynda við kjarnorkuver.



Landið er sem fyrr klofið í afstöðu sinni um hvort eigi að líta til Evrópusambandsins eða gömlu herraþjóðarinnar í Rússlandi þegar fram líða stundir.

Stórir samstöðufundir með Rússlandi voru haldnir víðsvegar um Úkraínu í gær. Í Donetsk reyndu um 7000 manns að ráðast inn í þinghús svæðisins og draga rússneska fánann að húni en án árangurs.

Átök brutust einnig út í næst stærstu borg landsins, Kharkív, þegar hópur af stuðningsmönnum Rússlands laust saman við ESB-aðildarsinna.

Frekar fréttir má nálgast á BBC.


Tengdar fréttir

Rússar sakaðir um innrás á Krímskaga

Rússar segjast sjálfir vera að gæta öryggis. Vopnaðir heimavarnarliðar á Krímskaga segjast óttast innrás fasista frá Kænugarði.

Obama varar Rússa við hernaðaraðgerðum í Úkraínu

Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×