Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. Berezovsky var gerður að flotaforingja Úkraínu í gær.
Frá þessu er sagt á vef BBC.
Hann gaf út þá tilkynningu að flotinn ætti ekki að hlýða skipunum sjálfskipaðrar ríkisstjórnar í Kænugarði. Sagði hann daginn í dag muna vera afmælisdag flota sjálfstæðs ríkis á Krímskaga. Næst sór hann þess heit að fara eftir skipunum Sergiy Aksyonov og verja líf og frelsi íbúa svæðisins.
Úkraína hefur sett allan herafla sinn í viðbragðsstöðu í svari við aðgerðum Rússa á Krímskaga. Bandaríkin hafa varað Rússa við því að þeim gætu verið vikið úr G8. Nýr forseti Úkraínu segir landið á barmi hörmungar.
Berezovsky hefur verið ákærður fyrir landráð í kjölfar yfirlýsingarinnar.
