Íslendingur í Tókýó keypti sér sjónvarp í tilefni bardagans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2014 13:26 Bolli, klæddur Mjölnispeysunni sinni, ásamt Heimi Hannessyni. Bolli Thoroddsen, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Takanawa og doktorsnemi við Waseda háskólann í Tókýó, ætlar ekki að missa af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Omari Akhmedov í London í kvöld. Bolli, sem búið hefur í Tókýó undanfarin ár, hefur ekki átt sjónvarp í Japan. Ekki fyrr en í dag. Þá lagði hann leið sína í rafmagnsvörubúð og festi kaup á sjónvarpi. „Það var ekki létt að bera sjónvarpið úr búðinni, flytja það í neðanjarðarlestarkerfinu og þaðan í strætó,“ segir Bolli léttur. Hann á þó góða að í Japan og kom vinur hans, hinn nautsterki Heimir Hannesson, honum til bjargar.Bolli með sjónvarpið góða.„Það störðu allir á okkur tvo með sjónvarpið,“ segir Bolli hlæjandi. Það sé í raun ekki leyfilegt að fara með sjónvarpið í lestarnar eða strætó. Þeir hafi því þurft að vera lúmskir og snöggir. „Það verður fjölmennt hjá mér í kvöld. Allir úr gym-inu mínu ætla að mæta og fylgjast með Gunna,“ segir Bolli sem er formaður Viðskiptaráðs Íslands í Japan. Hann æfir MMA og brasilískt jiu jitsu í Tókýó. Bardaginn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma en þá verður klukkan orðin 5 um nóttina í Tókíó. Bolli og félagar ætla ekki að setja það fyrir sig og eru spenntir. Bolli, sem þekkir vel til Gunnars og félaga í Mjölni, hefur fulla trú á sínum manni. „Gunni vinnur að sjálfsögðu. Annars skila ég sjónvarpinu,“ segir Bolli og hlær. Hann var svo rokinn í að setja upp sjónvarpið fyrir kvöldið.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 20. Þá verður hann í beinni textalýsingu á Vísi. MMA Tengdar fréttir Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30 Hvað segja MMA sérfræðingarnir um bardaga Gunnars Nelson? Nú eru aðeins nokkrar klukkustundir í að Gunnar Nelson berjist sinn þriðja UFC bardaga. Það er gríðarleg spenna meðal Íslendinga og MMA áhugamanna um allan heim fyrir þessum bardaga en hvernig spá stærstu MMA netmiðlarnir um bardaga Gunnars? 8. mars 2014 12:45 Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00 Mest lesið Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Sjá meira
Bolli Thoroddsen, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Takanawa og doktorsnemi við Waseda háskólann í Tókýó, ætlar ekki að missa af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Omari Akhmedov í London í kvöld. Bolli, sem búið hefur í Tókýó undanfarin ár, hefur ekki átt sjónvarp í Japan. Ekki fyrr en í dag. Þá lagði hann leið sína í rafmagnsvörubúð og festi kaup á sjónvarpi. „Það var ekki létt að bera sjónvarpið úr búðinni, flytja það í neðanjarðarlestarkerfinu og þaðan í strætó,“ segir Bolli léttur. Hann á þó góða að í Japan og kom vinur hans, hinn nautsterki Heimir Hannesson, honum til bjargar.Bolli með sjónvarpið góða.„Það störðu allir á okkur tvo með sjónvarpið,“ segir Bolli hlæjandi. Það sé í raun ekki leyfilegt að fara með sjónvarpið í lestarnar eða strætó. Þeir hafi því þurft að vera lúmskir og snöggir. „Það verður fjölmennt hjá mér í kvöld. Allir úr gym-inu mínu ætla að mæta og fylgjast með Gunna,“ segir Bolli sem er formaður Viðskiptaráðs Íslands í Japan. Hann æfir MMA og brasilískt jiu jitsu í Tókýó. Bardaginn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma en þá verður klukkan orðin 5 um nóttina í Tókíó. Bolli og félagar ætla ekki að setja það fyrir sig og eru spenntir. Bolli, sem þekkir vel til Gunnars og félaga í Mjölni, hefur fulla trú á sínum manni. „Gunni vinnur að sjálfsögðu. Annars skila ég sjónvarpinu,“ segir Bolli og hlær. Hann var svo rokinn í að setja upp sjónvarpið fyrir kvöldið.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 20. Þá verður hann í beinni textalýsingu á Vísi.
MMA Tengdar fréttir Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30 Hvað segja MMA sérfræðingarnir um bardaga Gunnars Nelson? Nú eru aðeins nokkrar klukkustundir í að Gunnar Nelson berjist sinn þriðja UFC bardaga. Það er gríðarleg spenna meðal Íslendinga og MMA áhugamanna um allan heim fyrir þessum bardaga en hvernig spá stærstu MMA netmiðlarnir um bardaga Gunnars? 8. mars 2014 12:45 Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00 Mest lesið Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Sjá meira
Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30
Hvað segja MMA sérfræðingarnir um bardaga Gunnars Nelson? Nú eru aðeins nokkrar klukkustundir í að Gunnar Nelson berjist sinn þriðja UFC bardaga. Það er gríðarleg spenna meðal Íslendinga og MMA áhugamanna um allan heim fyrir þessum bardaga en hvernig spá stærstu MMA netmiðlarnir um bardaga Gunnars? 8. mars 2014 12:45
Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00