Farþegavél hvarf af ratsjá 8. mars 2014 13:44 Fólk býr sig undir það versta. vísir/afp Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. Víetnamski sjóherinn segir vélina hafa farist undan ströndum Víetnam en það er óstaðfest. Þotan er af gerðinni Boeing 777 og hefur ekkert spurst til hennar frá því rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi að íslenskum tíma. Hún var á leið til Peking en týndist yfir Víetnam og fór aldrei inn í kínverka lofthelgi. Flugleiðin er að mestu yfir landi sem þýðir að fjarskiptasamband hefði átt að vera gott. Um borð í vélinni eru 239 manns af 14 þjóðernum, þar af tólf manna áhöfn. Flestir eru frá Kína og Malasíu en einnig var um borð fólk frá Indónesíu, Ástralíu, Frakklandi og Bandaríkjunum. Vélin hafði flogið í 35 þúsund feta hæð er hún hvarf og höfðu flugmenn hennar ekki tilkynnt nein vandamál. Ekkert var að veðri og flugstjórinn hefur flogið fyrir Malaysia Airlines, sem þykir með bestu flugfélögum heims, í 33 ár. Talið er að eldsneytisbirgðir sem voru um borð hefðu verið á þrotum í kringum miðnætti í gærkvöldi. Starfsmaður Malaysia Airlines sagði á blaðamannafundi sögusagnir um að vélin hefði lent í Nanming í Kína en þarlend flugmálayfirvöld hafa neitað því. „Við vinnum með yfirvöldum sem hafa sent af stað leitar- og björgunarhópa til að reyna að finna flugvélina. Fólk á okkar vegum hringir nú í aðstandendur farþeganna og áhafnarinnar.“ „Hugur okkar er hjá farþegunum og fjölskyldum þeirra og við biðjum fyrir þeim.“ Flugsérfræðingar hafa lýst yfir furðu sinni vegna atviksins og segja Boeing 777 með öruggustu flugvélum. Meira en þúsund slíkar hafa verið framleiddar og aðeins 60 flugatvik hafa verið skráð, flest minniháttar. Fyrsta banaslysið í 19 ára sögu vélanna varð síðasta sumar þegar þrír af 307 um borð létust er vél Asiana Airlanes lenti utan brautar í San Fransiskó. Þar af lét einn lífið þegar neyðarbíll lenti á vélinni. Mjög sjaldgæft er að samband við flugvélar tapist án nokkurra vísbendinga um vandamál. Engin ummerki um brak vélarinnar sem hvarf í gær hafa fundist á Tælandsflóa þar sem sambandið við hana rofnaði en beðið er staðfestingar frá víetnamska sjóhernum sem segir að vélin hafi farist undan ströndum Víetnam. Ættingjar og vinir þeirra sem voru um borð bíða á flugvellinum í Peking og búa sig undir það versta. Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. Víetnamski sjóherinn segir vélina hafa farist undan ströndum Víetnam en það er óstaðfest. Þotan er af gerðinni Boeing 777 og hefur ekkert spurst til hennar frá því rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi að íslenskum tíma. Hún var á leið til Peking en týndist yfir Víetnam og fór aldrei inn í kínverka lofthelgi. Flugleiðin er að mestu yfir landi sem þýðir að fjarskiptasamband hefði átt að vera gott. Um borð í vélinni eru 239 manns af 14 þjóðernum, þar af tólf manna áhöfn. Flestir eru frá Kína og Malasíu en einnig var um borð fólk frá Indónesíu, Ástralíu, Frakklandi og Bandaríkjunum. Vélin hafði flogið í 35 þúsund feta hæð er hún hvarf og höfðu flugmenn hennar ekki tilkynnt nein vandamál. Ekkert var að veðri og flugstjórinn hefur flogið fyrir Malaysia Airlines, sem þykir með bestu flugfélögum heims, í 33 ár. Talið er að eldsneytisbirgðir sem voru um borð hefðu verið á þrotum í kringum miðnætti í gærkvöldi. Starfsmaður Malaysia Airlines sagði á blaðamannafundi sögusagnir um að vélin hefði lent í Nanming í Kína en þarlend flugmálayfirvöld hafa neitað því. „Við vinnum með yfirvöldum sem hafa sent af stað leitar- og björgunarhópa til að reyna að finna flugvélina. Fólk á okkar vegum hringir nú í aðstandendur farþeganna og áhafnarinnar.“ „Hugur okkar er hjá farþegunum og fjölskyldum þeirra og við biðjum fyrir þeim.“ Flugsérfræðingar hafa lýst yfir furðu sinni vegna atviksins og segja Boeing 777 með öruggustu flugvélum. Meira en þúsund slíkar hafa verið framleiddar og aðeins 60 flugatvik hafa verið skráð, flest minniháttar. Fyrsta banaslysið í 19 ára sögu vélanna varð síðasta sumar þegar þrír af 307 um borð létust er vél Asiana Airlanes lenti utan brautar í San Fransiskó. Þar af lét einn lífið þegar neyðarbíll lenti á vélinni. Mjög sjaldgæft er að samband við flugvélar tapist án nokkurra vísbendinga um vandamál. Engin ummerki um brak vélarinnar sem hvarf í gær hafa fundist á Tælandsflóa þar sem sambandið við hana rofnaði en beðið er staðfestingar frá víetnamska sjóhernum sem segir að vélin hafi farist undan ströndum Víetnam. Ættingjar og vinir þeirra sem voru um borð bíða á flugvellinum í Peking og búa sig undir það versta.
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira