Er markaðsvirði Tesla raunhæft? Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2014 11:48 Tesla Model S fyrir utan höfuðstöðvar rafbílaframleiðandans. Hækkun bréfa rafbílaframleiðandans Tesla í vikunni verða að teljast einir bestu dagar Elon Musk, stærsta eiganda Tesla og forstjóra fyrirtækisins. Bréf Tesla hækkuðu úr 218 dollurum á hlut í 259 dollara. Þessi hækkun hefur orðið til 65% hækkunar bréfa Tesla á þessu ári, sem rétt er byrjað og hafa bréfin hækkað um 620% á síðustu 12 mánuðum. Svo mikið er virði Tesla orðið nú á hlutabréfamarkaði að það nemur helmingsvirði bílarisans GM og eign Elon Musk í Tesla er nú meira virði en þjóðarframleiðsla Nicaragua. Þetta háa verð á bréfum Tesla byggir á því að fyrirtækið tífaldi sölu sína á bílum frá 2013 til 2016, þrítugfaldi söluna árið 2020 og sextugfaldi hana árið 2028. Það þýðir 1,2 milljón bíla sölu það ár. Margir efa að slíkt sé raunhæft. Enn er búist við hækkun á virði bréfa í Tesla og má því búast við að virði þeirra verði 10 til 20 sinnum meira en velta fyrirtækisins á næstu árum. Því þarf Tesla að hagnast vel á sölu bíla sinna til að réttlæta þetta háa verð á hlutbréfum félagsins. Gjörðir Elon Musk hafa hingað til verið eins og töfrabrögð og tíminn einn mun leiða í ljós hvort áframhald verður á þeim. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá eitt af síðustu uppátækjum fyrirtækisins. Tveimur Tesla S bílum var keyrt þvert yfir Bandaríkin nú í janúar og notuðust þeir aðeins við net hraðhleðslustöðva sem fyrirtækið hefur komið upp. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hækkun bréfa rafbílaframleiðandans Tesla í vikunni verða að teljast einir bestu dagar Elon Musk, stærsta eiganda Tesla og forstjóra fyrirtækisins. Bréf Tesla hækkuðu úr 218 dollurum á hlut í 259 dollara. Þessi hækkun hefur orðið til 65% hækkunar bréfa Tesla á þessu ári, sem rétt er byrjað og hafa bréfin hækkað um 620% á síðustu 12 mánuðum. Svo mikið er virði Tesla orðið nú á hlutabréfamarkaði að það nemur helmingsvirði bílarisans GM og eign Elon Musk í Tesla er nú meira virði en þjóðarframleiðsla Nicaragua. Þetta háa verð á bréfum Tesla byggir á því að fyrirtækið tífaldi sölu sína á bílum frá 2013 til 2016, þrítugfaldi söluna árið 2020 og sextugfaldi hana árið 2028. Það þýðir 1,2 milljón bíla sölu það ár. Margir efa að slíkt sé raunhæft. Enn er búist við hækkun á virði bréfa í Tesla og má því búast við að virði þeirra verði 10 til 20 sinnum meira en velta fyrirtækisins á næstu árum. Því þarf Tesla að hagnast vel á sölu bíla sinna til að réttlæta þetta háa verð á hlutbréfum félagsins. Gjörðir Elon Musk hafa hingað til verið eins og töfrabrögð og tíminn einn mun leiða í ljós hvort áframhald verður á þeim. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá eitt af síðustu uppátækjum fyrirtækisins. Tveimur Tesla S bílum var keyrt þvert yfir Bandaríkin nú í janúar og notuðust þeir aðeins við net hraðhleðslustöðva sem fyrirtækið hefur komið upp.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira