Handbolti

Guðmundur og Dagur mætast mögulega í úrslitum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Vísir/Getty
Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin drógust ekki saman í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta.

Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, mætir Melsungen í fyrri undanúrslitaleiknum sem fer fram í Hamburg þann 12. apríl. Rhein-Neckar Löwen leikur svo gegn Flensburg síðar um daginn.

Guðmundur Guðmundsson er þjálfari ljónanna en þeir Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson leika með liðinu. Ólafur Gústafsson er á mála hjá Flensburg.

Úrslitaleikurinn fer fram degi síðar, sunnudagin 13. apríl, í hinni glæsilegu O2-höll í Hamburg.


Tengdar fréttir

Löwen í undanúrslit eftir öruggan sigur

Lið Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, varð í kvöld fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×