Hin mikilvæga Úkraína Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2014 15:55 Úkraína logar og ekki stendur öllum ríkjum á sama. Úkraína virðist í fyrstu ekki vera land sem áhrifamestu veldi nútímans hefðu miklar áhyggjur af vegna átakanna sem blossa þar nú. Svo er þó alls ekki. Þar er fátækt þó sambærileg við Paragvæ og spilling á sama stigi og í Íran og lántökueinkunn landsins er nánast í ruslflokki, þ.e. með einkunnina CCC hjá greiningaraðilum. Hinsvegar er Úkraína mikil matarkista, mikilvæg fyrir gasflutninga og land þar sem 45 milljónir manna búa norður af hinu hernaðarlega mikilvæga Svartahafi. Heimahöfn rússneska sjóhersins er í Sevastopol í Úkraínu við Svartahaf. Á síðasta ári fór fjórðungur þess gass sem Evrópa notar og keypt var af Rússum gegnum Úkraínu. Vladímír Pútín vill að Úkraína sé hluti af Evrasíu-viðskiptablokk með Rússlandi og Úkraína er afar háð viðskiptum við Rússland og iðnaður þar er mjög háður gasi frá Rússlandi. En sum lönd eru einnig háð Úkraínu. Kína er háð Úkraínu með matarforða og kaupir mikið af landbúnaðarframleiðslu þaðan og hefur veitt miklu fjármagni til að byggja upp skilvirkan landbúnað þar. Kína gerði í fyrra stóran samning við Úkraínu um samstarf á sviði orku, landbúnaðar, fjármála, hátækni, flugmála og geimferða. Vestrænar þjóðir vilja hindra að Pútín takist að innlima Úkraínu hreinlega inní Rússland og mynda með því enn sterkara veldi. Reyndar elur Evrópusambandið með sér þann draum að með tímanum kjósi Úkraína að ganga í sambandið og með því yrði tryggt að íbúar þar yrðu fráhverfir frekara samstarfi við Rússland. Pólland, sem eins og Úkraína var í þumalskrúfu Rússlands, vill ekki aðstoða Úkraínu án skilyrða og veita þeim fé til endurreisnar sem fallið gætu auðveldlega í hendur ólígarka. Rússland hafði lofað Úkraínu 35 milljarða dala aðstoð til endurreisnar hinni fjárvana Úkraínu og greitt 3 milljarða, en síðan skrúfað fyrir frekari aðstoð er ástandið fór hitnandi í landinu. Talið er að Úkraína þurfi 30 milljarða dollara aðstoð bara á þessu ári, en spurningin er hvaða þjóðir sjá fé sínu borgið í slíka aðstoð í svo ótryggu ástandi sem nú ríkir þar. Eins og ávallt kemur allt til alls að peningum og viðskiptum. En skildi Úkraína einangrast fjárvana eða verður landinu hjálpað af þjóðum sem eiga of mikið undir til að hjálpa þeim ekki? Það kemur í ljós á næstunni, en víst er að margar þjóðir eiga óska þess að landið rísi á fætur á ný og að upplausnin þar hvorki taki of langan tíma né lami öll viðskipti milli Úkraínu og umheimsins. Úkraína Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Úkraína virðist í fyrstu ekki vera land sem áhrifamestu veldi nútímans hefðu miklar áhyggjur af vegna átakanna sem blossa þar nú. Svo er þó alls ekki. Þar er fátækt þó sambærileg við Paragvæ og spilling á sama stigi og í Íran og lántökueinkunn landsins er nánast í ruslflokki, þ.e. með einkunnina CCC hjá greiningaraðilum. Hinsvegar er Úkraína mikil matarkista, mikilvæg fyrir gasflutninga og land þar sem 45 milljónir manna búa norður af hinu hernaðarlega mikilvæga Svartahafi. Heimahöfn rússneska sjóhersins er í Sevastopol í Úkraínu við Svartahaf. Á síðasta ári fór fjórðungur þess gass sem Evrópa notar og keypt var af Rússum gegnum Úkraínu. Vladímír Pútín vill að Úkraína sé hluti af Evrasíu-viðskiptablokk með Rússlandi og Úkraína er afar háð viðskiptum við Rússland og iðnaður þar er mjög háður gasi frá Rússlandi. En sum lönd eru einnig háð Úkraínu. Kína er háð Úkraínu með matarforða og kaupir mikið af landbúnaðarframleiðslu þaðan og hefur veitt miklu fjármagni til að byggja upp skilvirkan landbúnað þar. Kína gerði í fyrra stóran samning við Úkraínu um samstarf á sviði orku, landbúnaðar, fjármála, hátækni, flugmála og geimferða. Vestrænar þjóðir vilja hindra að Pútín takist að innlima Úkraínu hreinlega inní Rússland og mynda með því enn sterkara veldi. Reyndar elur Evrópusambandið með sér þann draum að með tímanum kjósi Úkraína að ganga í sambandið og með því yrði tryggt að íbúar þar yrðu fráhverfir frekara samstarfi við Rússland. Pólland, sem eins og Úkraína var í þumalskrúfu Rússlands, vill ekki aðstoða Úkraínu án skilyrða og veita þeim fé til endurreisnar sem fallið gætu auðveldlega í hendur ólígarka. Rússland hafði lofað Úkraínu 35 milljarða dala aðstoð til endurreisnar hinni fjárvana Úkraínu og greitt 3 milljarða, en síðan skrúfað fyrir frekari aðstoð er ástandið fór hitnandi í landinu. Talið er að Úkraína þurfi 30 milljarða dollara aðstoð bara á þessu ári, en spurningin er hvaða þjóðir sjá fé sínu borgið í slíka aðstoð í svo ótryggu ástandi sem nú ríkir þar. Eins og ávallt kemur allt til alls að peningum og viðskiptum. En skildi Úkraína einangrast fjárvana eða verður landinu hjálpað af þjóðum sem eiga of mikið undir til að hjálpa þeim ekki? Það kemur í ljós á næstunni, en víst er að margar þjóðir eiga óska þess að landið rísi á fætur á ný og að upplausnin þar hvorki taki of langan tíma né lami öll viðskipti milli Úkraínu og umheimsins.
Úkraína Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira