„Ég er auðvitað mamma, þótt ég sé ekki með barnið mitt hjá mér" Hrund Þórsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 20:00 Mikilvægt er að fósturmissir og andvana fæðingar séu ekki tabú og að samfélagið viðurkenni stöðu þeirra sem lenda í þessum erfiðu áföllum sem foreldrar. Ungar konur sem misstu börn sín eftir 22 vikna meðgöngur, mæla með því að foreldrar eigi myndir af látnum börnum sínum. Rétt er að vara við myndum sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði. Í Reykjanesbæ hvílir Aþena Sóley Erlendsdóttir Sanders. Hún kom í heiminn í október síðastliðnum eftir aðeins tæplega 22 vikna meðgöngu og lést skömmu síðar. Bryndís Dögg Sanders, móðir Aþenu, bjó til minningamyndband um dóttur sína og deildi því nýlega á netinu. Hún segir hjálpa mjög að eiga myndir af henni. „Við fengum að sjá dóttur okkar eins mikið og við vildum og hafa hana hjá okkur á spítalanum sem mér fannst hjálpa mjög mikið. Við tókum fullt af myndum og það er mikilvægast fyrir mér ásamt því að fjölskyldan mín hafi komið og fengið að halda á henni og kynnast henni þótt hún hafi verið látin,“ segir Bryndís. Sigurbjörg Guðnadóttir missti tvíburadrengi eftir tæplega 22 vikna meðgöngu árið 2011. Ekki voru teknar myndir af þeim og sér hún mikið eftir því. „Vinkona mín sem býr í Noregi lenti í þessu á sama tíma og ég en þar var tekin ákvörðun fyrir þau. Það var tekin mynd án þess að þau vissu og þeim afhent hún. Þau ætluðu sér ekki að eiga mynd en þau eru þakklát fyrir það í dag. Maður maður er ekkert í ástandi til að ákveða hvort maður vill taka mynd eða ekki á þessum tímapunkti og það er miklu betra að eiga myndina, maður þarf ekkert að horfa á hana frekar en maður vill,“ segir Sigurbjörg. Þær eru sammála um að alltaf ætti að bjóða myndatöku við þessar aðstæður og á Landspítalanum fengust þau svör að það væri oftast gert, einkum eftir 22. viku meðgöngu. Þá væri þjónustan ávallt til skoðunar og til stendur að bæta hana með því að bjóða foreldrum sem missa barn eða fóstur eftir tólftu viku meðgöngu upp á stuðningsfundi. Bryndís segir hafa hjálpað sér mikið að deila myndbandinu. „Vegna þess að ef ég finn fyrir miklum söknuði vil ég ekki burðast með hann ein,“ segir hún. Einnig vildi hún gefa öðrum foreldrum sem ekki eiga myndir af sínum börnum kost á að skoða myndirnar af Aþenu, í von um að það hjálpaði þeim. Hún segir þetta umræðuefni hafa verið tabú en að margt hafi breyst til batnaðar undanfarin ár. Hún vill að allir viti að hún sé móðir. „Ég er auðvitað mamma, þótt ég sé ekki með barnið mitt hjá mér. Ég á barn og mér finnst gott að allir viti það og viðurkenni það,“ segir Bryndís að lokum. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mikilvægt er að fósturmissir og andvana fæðingar séu ekki tabú og að samfélagið viðurkenni stöðu þeirra sem lenda í þessum erfiðu áföllum sem foreldrar. Ungar konur sem misstu börn sín eftir 22 vikna meðgöngur, mæla með því að foreldrar eigi myndir af látnum börnum sínum. Rétt er að vara við myndum sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði. Í Reykjanesbæ hvílir Aþena Sóley Erlendsdóttir Sanders. Hún kom í heiminn í október síðastliðnum eftir aðeins tæplega 22 vikna meðgöngu og lést skömmu síðar. Bryndís Dögg Sanders, móðir Aþenu, bjó til minningamyndband um dóttur sína og deildi því nýlega á netinu. Hún segir hjálpa mjög að eiga myndir af henni. „Við fengum að sjá dóttur okkar eins mikið og við vildum og hafa hana hjá okkur á spítalanum sem mér fannst hjálpa mjög mikið. Við tókum fullt af myndum og það er mikilvægast fyrir mér ásamt því að fjölskyldan mín hafi komið og fengið að halda á henni og kynnast henni þótt hún hafi verið látin,“ segir Bryndís. Sigurbjörg Guðnadóttir missti tvíburadrengi eftir tæplega 22 vikna meðgöngu árið 2011. Ekki voru teknar myndir af þeim og sér hún mikið eftir því. „Vinkona mín sem býr í Noregi lenti í þessu á sama tíma og ég en þar var tekin ákvörðun fyrir þau. Það var tekin mynd án þess að þau vissu og þeim afhent hún. Þau ætluðu sér ekki að eiga mynd en þau eru þakklát fyrir það í dag. Maður maður er ekkert í ástandi til að ákveða hvort maður vill taka mynd eða ekki á þessum tímapunkti og það er miklu betra að eiga myndina, maður þarf ekkert að horfa á hana frekar en maður vill,“ segir Sigurbjörg. Þær eru sammála um að alltaf ætti að bjóða myndatöku við þessar aðstæður og á Landspítalanum fengust þau svör að það væri oftast gert, einkum eftir 22. viku meðgöngu. Þá væri þjónustan ávallt til skoðunar og til stendur að bæta hana með því að bjóða foreldrum sem missa barn eða fóstur eftir tólftu viku meðgöngu upp á stuðningsfundi. Bryndís segir hafa hjálpað sér mikið að deila myndbandinu. „Vegna þess að ef ég finn fyrir miklum söknuði vil ég ekki burðast með hann ein,“ segir hún. Einnig vildi hún gefa öðrum foreldrum sem ekki eiga myndir af sínum börnum kost á að skoða myndirnar af Aþenu, í von um að það hjálpaði þeim. Hún segir þetta umræðuefni hafa verið tabú en að margt hafi breyst til batnaðar undanfarin ár. Hún vill að allir viti að hún sé móðir. „Ég er auðvitað mamma, þótt ég sé ekki með barnið mitt hjá mér. Ég á barn og mér finnst gott að allir viti það og viðurkenni það,“ segir Bryndís að lokum.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira