Segir kannabisnotkun algenga meðal NFL-leikmanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2014 11:32 Ryan Clark, leikmaður Pittsburgh Steelers. Vísir/Getty Ryan Clark, leikmaður Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni, segist vita til þess að liðsfélagar hans noti kannabisefni reglulega. Þetta sagði hann í viðtali sem birtist á ESPN-sjónvarpsstöðinni í gær. Hann segir aðalástæðuna fyrir því að leikmenn reyki kannabis sé til að slá á verki og draga úr streitu. „Ég þekki stráka í mínu liði sem reykja,“ sagði Clark. „Og þessir strákar eru ekki að gera það til að virðast vera svalir. Þeir vilja gera þetta í því skyni að njóta þess.“ „Að stórum hluta gera þeir þetta til að minnka streitu. Margir nota kannabis til að meðhöndla verki. Þeir hugsa með sér að með þessu sleppi þeir við sterk verkjalyf sem þeir gætu svo mögulega ánetjast.“ Leikmönnum NFL-deildarinnar er vitanlega bannað að reykja kannabis og margir hafa verið dæmdir í leikbann fyrir að brjóta þær reglur. Clark segir þó að sú barátta sé fyrirfram töpuð hjá forráðamönnum NFL. „Það er of lítið um lyfjapróf og leikmenn vita vel hvað þeir þurfa að gera til að þetta uppgötvist ekki.“ Þó nokkuð hefur verið rætt um kannabis innan raða NFL, ekki síst þar sem að það er nú löglegt að selja efnið í Colorado og Washington-fylkjum en liðin sem spiluðu í Super Bowl á dögunum, Denver Broncos og Seattle Seahawks, eru þaðan. Margir eru þeirra skoðunar vestanhafs að deildin skoði þann möguleika að leyfa notkun kannabisefna í lækningaskyni. NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Ryan Clark, leikmaður Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni, segist vita til þess að liðsfélagar hans noti kannabisefni reglulega. Þetta sagði hann í viðtali sem birtist á ESPN-sjónvarpsstöðinni í gær. Hann segir aðalástæðuna fyrir því að leikmenn reyki kannabis sé til að slá á verki og draga úr streitu. „Ég þekki stráka í mínu liði sem reykja,“ sagði Clark. „Og þessir strákar eru ekki að gera það til að virðast vera svalir. Þeir vilja gera þetta í því skyni að njóta þess.“ „Að stórum hluta gera þeir þetta til að minnka streitu. Margir nota kannabis til að meðhöndla verki. Þeir hugsa með sér að með þessu sleppi þeir við sterk verkjalyf sem þeir gætu svo mögulega ánetjast.“ Leikmönnum NFL-deildarinnar er vitanlega bannað að reykja kannabis og margir hafa verið dæmdir í leikbann fyrir að brjóta þær reglur. Clark segir þó að sú barátta sé fyrirfram töpuð hjá forráðamönnum NFL. „Það er of lítið um lyfjapróf og leikmenn vita vel hvað þeir þurfa að gera til að þetta uppgötvist ekki.“ Þó nokkuð hefur verið rætt um kannabis innan raða NFL, ekki síst þar sem að það er nú löglegt að selja efnið í Colorado og Washington-fylkjum en liðin sem spiluðu í Super Bowl á dögunum, Denver Broncos og Seattle Seahawks, eru þaðan. Margir eru þeirra skoðunar vestanhafs að deildin skoði þann möguleika að leyfa notkun kannabisefna í lækningaskyni.
NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira