Seahawks-liðið fékk óvenjulegan stuðning í háloftunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2014 23:30 Boeing flugvélaverksmiðjan sýndi stuðning sinn við Seattle Seahawks liðið með sérstökum hætti í vikunni þegar hún lét flugvél í reynsluflugi fljúga afar táknræna flugleið. Seattle Seahawks og Denver Broncos mætast í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, á sunnudagskvöldið en leikurinn fer að þessu sinni fram á MetLife-leikvanginum í New York. Flugvélin sem var a sjálfsögðu merkt Seahawks í bak og fyrir flaug yfir Washintgon-ríkinu og myndaði flugleiðina tólf eins og sjá má á radarmyndinni hér fyrir neðan. Stuðningsmenn Seattle Seahawks eru taldir vera þeir háværustu í deildinni og þar á bæ er mikið talað um tólfta manninn en ellefu leikmenn eru inn á hjá hvoru liði í ameríska fótboltanum. Seahawks-flugvélin flaug því í 12 yfir Washintgon-ríki en flugleiðin var alls 241 kílómetri á lengd. Þetta var ekki algjör peningaeyðsla því Boeing flugvélaverksmiðjan þarf alltaf að reynslu fljúga vélum sínum áður en hún sendir þær frá sér. Hér fyrir neðan má sjá tvö skilaboð Boeing flugvélaverksmiðjunnar á twitter-síðu sinni. Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland..@Seahawks 747-8 lands after drawing a perfect 12. Thanks to FlightAware for this image: https://t.co/JWWe4EHpHZ#GoHawks#Boeing — Boeing Airplanes (@BoeingAirplanes) January 31, 2014Hello Seattle! @Seahawks 747-8 flies over the Jet City to salute all the 12s. Photo: https://t.co/9zvmrFhdHs#GoHawks#SB48#Boeing — Boeing Airplanes (@BoeingAirplanes) January 30, 2014 NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Boeing flugvélaverksmiðjan sýndi stuðning sinn við Seattle Seahawks liðið með sérstökum hætti í vikunni þegar hún lét flugvél í reynsluflugi fljúga afar táknræna flugleið. Seattle Seahawks og Denver Broncos mætast í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, á sunnudagskvöldið en leikurinn fer að þessu sinni fram á MetLife-leikvanginum í New York. Flugvélin sem var a sjálfsögðu merkt Seahawks í bak og fyrir flaug yfir Washintgon-ríkinu og myndaði flugleiðina tólf eins og sjá má á radarmyndinni hér fyrir neðan. Stuðningsmenn Seattle Seahawks eru taldir vera þeir háværustu í deildinni og þar á bæ er mikið talað um tólfta manninn en ellefu leikmenn eru inn á hjá hvoru liði í ameríska fótboltanum. Seahawks-flugvélin flaug því í 12 yfir Washintgon-ríki en flugleiðin var alls 241 kílómetri á lengd. Þetta var ekki algjör peningaeyðsla því Boeing flugvélaverksmiðjan þarf alltaf að reynslu fljúga vélum sínum áður en hún sendir þær frá sér. Hér fyrir neðan má sjá tvö skilaboð Boeing flugvélaverksmiðjunnar á twitter-síðu sinni. Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland..@Seahawks 747-8 lands after drawing a perfect 12. Thanks to FlightAware for this image: https://t.co/JWWe4EHpHZ#GoHawks#Boeing — Boeing Airplanes (@BoeingAirplanes) January 31, 2014Hello Seattle! @Seahawks 747-8 flies over the Jet City to salute all the 12s. Photo: https://t.co/9zvmrFhdHs#GoHawks#SB48#Boeing — Boeing Airplanes (@BoeingAirplanes) January 30, 2014
NFL Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira