Ferrari kynnti nýja bílinn sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2014 22:15 Alonso og Raikkonen við nýja bílinn. Mynd/Ferrari Fernando Alonso og Kimi Raikkonen voru að sjálfsögðu rauðklæddir þegar ítalski risinn Ferrari kynnti F14 T bílinn sem kapparnir munu notast við á tímabilinu sem senn fer í hönd. Bíllinn sem sá sextándi sem Ferrari smíðar til keppni í Formúlu 1 en hann hefur verið í hönnun undanfarin tvö ár. Kosning um nafn á bílinn fór fram á heimasíðu félagsins. Nýi bíllinn er með 1,6 lítra túrbó V6 vél og með nýtt nef í takt við breytingar á reglum keppninnar. McLaren kynnti einmitt nýjan bíl sinn í gær með öðruvísi útfærslu á nefinu. Nýju reglurnar miða að því að auka öryggi ökuþóra. Illa hefur gengið hjá Ferrari undanfarin ár. Alonso hefur mátt sætta sig við að hafna þrívegis í öðru sæti og einu sinni í fjórða sæti á árum sínum fjórum hjá Ferrari. Hann tók sæti Raikkonen árið 2010 en Finninn er nú mættur aftur í herbúðir ítalska félagsins.Hér má sjá myndband sem Ferrari sendi frá sér í tilefni dagsins. Það er skyggnst á bak við tjöldin í hönnunarferli nýja ökutækisins. Formúla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso og Kimi Raikkonen voru að sjálfsögðu rauðklæddir þegar ítalski risinn Ferrari kynnti F14 T bílinn sem kapparnir munu notast við á tímabilinu sem senn fer í hönd. Bíllinn sem sá sextándi sem Ferrari smíðar til keppni í Formúlu 1 en hann hefur verið í hönnun undanfarin tvö ár. Kosning um nafn á bílinn fór fram á heimasíðu félagsins. Nýi bíllinn er með 1,6 lítra túrbó V6 vél og með nýtt nef í takt við breytingar á reglum keppninnar. McLaren kynnti einmitt nýjan bíl sinn í gær með öðruvísi útfærslu á nefinu. Nýju reglurnar miða að því að auka öryggi ökuþóra. Illa hefur gengið hjá Ferrari undanfarin ár. Alonso hefur mátt sætta sig við að hafna þrívegis í öðru sæti og einu sinni í fjórða sæti á árum sínum fjórum hjá Ferrari. Hann tók sæti Raikkonen árið 2010 en Finninn er nú mættur aftur í herbúðir ítalska félagsins.Hér má sjá myndband sem Ferrari sendi frá sér í tilefni dagsins. Það er skyggnst á bak við tjöldin í hönnunarferli nýja ökutækisins.
Formúla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira