Dómsmálaráðherra Úkraínu varaði mótmælendur við því að neyðarlögum verði komið á í landinu fari þeir ekki úr ráðuneytinu, en hópur fólks ruddist þar inn í gærkvöldi og hefur bygginguna nú á valdi sínu.
Fólkið hefur hlaðið götuvígi umhverfis húsið og neitar að fara. Átökin í Úkraínu hafa nú breiðst út til annarra borga en í byrjun voru þau aðeins í höfuðborginni Kænugarði. Nú er svo komið að mótmælendur hafa tekið á sitt vald opinberar byggingar í tíu borgum víðsvegar um landið.
Um helgina hafnaði leiðtogi mótmæenda, Areseniy Yatsenyuk, tilboði Yanukovich forseta að hann verði forsætisráðherra og sagði kosningar einu leiðina til að lægja öldurnar.
