Viðskipti erlent

Samsung og Google deila einkaleyfum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFPNordic
Samsung og Google hafa styrkt bandalag sitt í lagabaráttu fyrirtækjanna við aðra snjallsímaframleiðendur eins og Apple. Fyrirtækin undirrituðu samning sem gerir þeim kleyft að nýta núverandi einkaleyfi hvors annars sem og öll einkaleyfi fyrirtækjanna næstu tíu ár.

Sagt er frá þessu á vef Financial Times.

„Með því að vinna saman með samkomulögum eins og þessu, geta fyrir forðast lögsóknir og þess í stað einbeitt sér að nýsköpun,“ sagði Allen Lo hjá Google.

„Samsung og Google eru að sýna hinum fyrirtækjunum innan geirans að það er meira að fá úr samvinnu, en óþarfa einkaleyfisdeilum,“ sagði Seungho Ahn hjá Samsung.

Samningur fyrirtækjanna getur hjálpað til við að verjast fjölda lögsókna vegna einkaleyfa, en Samsung á í tugum lagadeilna við Apple víðsvegar um heiminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×