Dökkar hliðar Super Bowl leiksins í New Jersey Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2014 20:59 Myndin tengist fréttinni óbeint. Nordicphotos/Getty 25 ára gömul flutti hún til New York þar sem framundan var viðtal vegna starfs á hóteli. Þess í stað var byssu miðað að höfði hennar og hún neydd í vændi. Þannig hljóðar saga Shöndru Woworuntu frá Indónesíu sem hélt til Bandaríkjanna á vit ævintýranna árið 2001. Bankastarfskonan var færð á milli vændishúsa mánuðum saman. Loks tókst henni að flýja út um baðherbergisglugga á meðan vopnaður vörður svaf. Tólf árum síðar vinnur Shandra hörðum höndum að því að undirbúa um 3000 lögreglumenn og borgarstarfsmenn fyrir leikinn um Ofurskálina (Super Bowl) sem fram fer í New Jersey þann 2. febrúar. Markmiðið er að bera kennsl á fólk sem neytt hefur verið í mansal. Hundruð þúsund gesta er vænst á svæðið vegna leiksins þar sem slegið verður upp veislu í nokkra daga áður en flautað verður til leiks. Spurn eftir vændiskonum eykst til muna á svæðinu í aðdraganda leiksins. Hafa yfirvöld varað við því að glæpamenn muni nýta tækifærið og neyða fólk, sem flutt hefur verið ólöglega inn til landsins, til að selja líkama sinn. Hafnarstæðið og nánd við flugvelli gera New Jersey að kjörnum stað fyrir slíka starfsemi að því er Melania Corelick segir. Corelick er forsvarsmaður samtaka í New Jersey sem vinnur gegn mansali. „Markmiðið er að handtaka sem allra flesta í kringum leikinn um Ofurskálina og gera glæpamönnum sem stunda mansal eins erfitt fyrir og mögulegt er að flytja konur inn á svæðið,“ segir Corelick í viðtali við Reuters. Þótt vændi sé stórt vandamál eru fleiri hliðar á teningnum. Þannig er ólöglegir innflytjendur neyddir til að sinna öðrum störfum. Er fólk hvatt til að láta vita af grunsamlegum aðstæðum á mótelum, veitingastöðum eða hjá fólki í hreinsunarstörfum. NFL Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
25 ára gömul flutti hún til New York þar sem framundan var viðtal vegna starfs á hóteli. Þess í stað var byssu miðað að höfði hennar og hún neydd í vændi. Þannig hljóðar saga Shöndru Woworuntu frá Indónesíu sem hélt til Bandaríkjanna á vit ævintýranna árið 2001. Bankastarfskonan var færð á milli vændishúsa mánuðum saman. Loks tókst henni að flýja út um baðherbergisglugga á meðan vopnaður vörður svaf. Tólf árum síðar vinnur Shandra hörðum höndum að því að undirbúa um 3000 lögreglumenn og borgarstarfsmenn fyrir leikinn um Ofurskálina (Super Bowl) sem fram fer í New Jersey þann 2. febrúar. Markmiðið er að bera kennsl á fólk sem neytt hefur verið í mansal. Hundruð þúsund gesta er vænst á svæðið vegna leiksins þar sem slegið verður upp veislu í nokkra daga áður en flautað verður til leiks. Spurn eftir vændiskonum eykst til muna á svæðinu í aðdraganda leiksins. Hafa yfirvöld varað við því að glæpamenn muni nýta tækifærið og neyða fólk, sem flutt hefur verið ólöglega inn til landsins, til að selja líkama sinn. Hafnarstæðið og nánd við flugvelli gera New Jersey að kjörnum stað fyrir slíka starfsemi að því er Melania Corelick segir. Corelick er forsvarsmaður samtaka í New Jersey sem vinnur gegn mansali. „Markmiðið er að handtaka sem allra flesta í kringum leikinn um Ofurskálina og gera glæpamönnum sem stunda mansal eins erfitt fyrir og mögulegt er að flytja konur inn á svæðið,“ segir Corelick í viðtali við Reuters. Þótt vændi sé stórt vandamál eru fleiri hliðar á teningnum. Þannig er ólöglegir innflytjendur neyddir til að sinna öðrum störfum. Er fólk hvatt til að láta vita af grunsamlegum aðstæðum á mótelum, veitingastöðum eða hjá fólki í hreinsunarstörfum.
NFL Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira