Seattle Seahawks vann leikinn 23-15 og eru því komnir í úrslit í sinni deild.
Leikurinn fór fram í miklu roki og rigningu í Seattle og var lítið kastað í leiknum. Marshawn Lynch, hlaupari Seattle, fór mikinn og skoraði tvívegis en þegar hann skoraði síðara snertimark sitt í leiknum, og kom Seahawks í 22-8, varð allt vitlaust á vellinum.
Hér má sjá myndband sem sýnir það helsta frá leiknum á laugardaginn og meðal annars síðara snertimark Lynch.
Lynch skoraði magnað snertimark árið 2011, og þá aftur gegn New Orleans Saints, sem orsakaði einnig smávægilegan skjálfta á svæðinu en það snertimark má sjá hér.
Hér að neðan má sjá færslu frá jarðskjálftastofnun í Seattle en þar má sjá hreyfinguna á jörðinni þegar snertimark Lynch var skorað.
Lynch TD shows up all three seismometers. This ground motion NOT fan noise #BeastQuake #GoHawks #NOvsSEA pic.twitter.com/d3YY4sP2F5
— PNSN (@PNSN1) January 11, 2014