Uppskrift að hollu snarli Ellý Ármanns skrifar 13. janúar 2014 15:15 Myndir/Gudbjartur Ísak Ásgeirsson og Rósa „Nei, ég strengdi ekki nein heit nú frekar en áður um áramót önnur en þau að horfa björtum augum fram á við og gera mitt besta í því sem ég tekst á hendur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir matgæðingur með meiru spurð út í áramótaheitin þegar hún gefur okkur æðislega uppskrift að hollu nasli. Þegar talið berst að hreyfingu segir Rósa: „Það vill nú svo til að nú ákvað ég að byrja árið svolítið hressilega í þeim efnum og var að byrja á námskeiði hjá Siggu í Hress. Það er tíu daga „stutt og stíft“ þar sem tekið er duglega á því og markmiðið að koma fólki vel í gang og það er góð tilfinning í upphafi nýs árs. Þetta eru frábær námskeið sem auka manni orku, styrk og vellíðan. Svo er að sjá hvað tekur við í þessum efnum. Ég heimsæki líkamsræktarstöðvar í skorpum en reyni þó að hreyfa mig alltaf eitthvað, til dæmis með göngutúrum og hjóla mikið þegar veður leyfir. Síðan stefni ég nú alltaf á að fara á fullt í golfið. Það kemur að því.“ „Ég huga mjög vel að því að borða og bjóða upp á hollan og næringarríkan mat. Sjálf elda ég úr sem ferskustu hráefni hverju sinni og vil vita hvað er í fæðunni sem ég neyti og gef fjölskyldunni. Það er sífelld áskorun að búa til gómsæta og heilsusamlega rétti sem fjölskyldunni allri líkar. En auðvitað fellur maður í ýmsar aðrar freistingar, kannski minna hollar. Það er bara í góðu lagi en reyni að miða við að um 80% af mataræðinu sé heilnæm og holl fæða – því aðalatriði er að fá góða undirstöðu og leyfa sér að borða ýmislegt annað sem freistar hverju sinni. Í mínum huga er mikilvægt að njóta matarins með góðri samvisku.“Áttu holla uppskrift að hollum rétt fyrir lesendur Lífsins? „Ég er alltaf með hnetur, fræ og jafnvel þurrkaða ávexti í skál sem gott er að narta í þegar hungurtilfinningin gerir vart við sig. Afar hollt og seðjandi snarl. Oftast rista ég þetta og krydda á fjölbreyttan máta og er alltaf að prófa nýjar leiðir í þeim efnum. Mér finnst því alveg tilvalið að gefa uppskrift að slíku Hollustusnarli.“Ristaðar hnetur og fræ3 dl hnetur og fræ að eigin vali, t.d. kasjú,- og pistasíuhnetur, sólblóma- og graskersfræ1 tsk. sjávarsalt1 tsk. túrmerik½ tsk. paprikuduft½ tsk. chillípipar2 tsk. hlyn- eða agavesíróp1 eggjahvíta Hitið ofninn í 150 gráður.Aðferð: Blandið öllu saman og dreifið á bökunarplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír.Bakið í um 20 mínútur. Látið kólna og njótið. Heilsa Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
„Nei, ég strengdi ekki nein heit nú frekar en áður um áramót önnur en þau að horfa björtum augum fram á við og gera mitt besta í því sem ég tekst á hendur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir matgæðingur með meiru spurð út í áramótaheitin þegar hún gefur okkur æðislega uppskrift að hollu nasli. Þegar talið berst að hreyfingu segir Rósa: „Það vill nú svo til að nú ákvað ég að byrja árið svolítið hressilega í þeim efnum og var að byrja á námskeiði hjá Siggu í Hress. Það er tíu daga „stutt og stíft“ þar sem tekið er duglega á því og markmiðið að koma fólki vel í gang og það er góð tilfinning í upphafi nýs árs. Þetta eru frábær námskeið sem auka manni orku, styrk og vellíðan. Svo er að sjá hvað tekur við í þessum efnum. Ég heimsæki líkamsræktarstöðvar í skorpum en reyni þó að hreyfa mig alltaf eitthvað, til dæmis með göngutúrum og hjóla mikið þegar veður leyfir. Síðan stefni ég nú alltaf á að fara á fullt í golfið. Það kemur að því.“ „Ég huga mjög vel að því að borða og bjóða upp á hollan og næringarríkan mat. Sjálf elda ég úr sem ferskustu hráefni hverju sinni og vil vita hvað er í fæðunni sem ég neyti og gef fjölskyldunni. Það er sífelld áskorun að búa til gómsæta og heilsusamlega rétti sem fjölskyldunni allri líkar. En auðvitað fellur maður í ýmsar aðrar freistingar, kannski minna hollar. Það er bara í góðu lagi en reyni að miða við að um 80% af mataræðinu sé heilnæm og holl fæða – því aðalatriði er að fá góða undirstöðu og leyfa sér að borða ýmislegt annað sem freistar hverju sinni. Í mínum huga er mikilvægt að njóta matarins með góðri samvisku.“Áttu holla uppskrift að hollum rétt fyrir lesendur Lífsins? „Ég er alltaf með hnetur, fræ og jafnvel þurrkaða ávexti í skál sem gott er að narta í þegar hungurtilfinningin gerir vart við sig. Afar hollt og seðjandi snarl. Oftast rista ég þetta og krydda á fjölbreyttan máta og er alltaf að prófa nýjar leiðir í þeim efnum. Mér finnst því alveg tilvalið að gefa uppskrift að slíku Hollustusnarli.“Ristaðar hnetur og fræ3 dl hnetur og fræ að eigin vali, t.d. kasjú,- og pistasíuhnetur, sólblóma- og graskersfræ1 tsk. sjávarsalt1 tsk. túrmerik½ tsk. paprikuduft½ tsk. chillípipar2 tsk. hlyn- eða agavesíróp1 eggjahvíta Hitið ofninn í 150 gráður.Aðferð: Blandið öllu saman og dreifið á bökunarplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír.Bakið í um 20 mínútur. Látið kólna og njótið.
Heilsa Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira