Uppskrift að hollu snarli Ellý Ármanns skrifar 13. janúar 2014 15:15 Myndir/Gudbjartur Ísak Ásgeirsson og Rósa „Nei, ég strengdi ekki nein heit nú frekar en áður um áramót önnur en þau að horfa björtum augum fram á við og gera mitt besta í því sem ég tekst á hendur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir matgæðingur með meiru spurð út í áramótaheitin þegar hún gefur okkur æðislega uppskrift að hollu nasli. Þegar talið berst að hreyfingu segir Rósa: „Það vill nú svo til að nú ákvað ég að byrja árið svolítið hressilega í þeim efnum og var að byrja á námskeiði hjá Siggu í Hress. Það er tíu daga „stutt og stíft“ þar sem tekið er duglega á því og markmiðið að koma fólki vel í gang og það er góð tilfinning í upphafi nýs árs. Þetta eru frábær námskeið sem auka manni orku, styrk og vellíðan. Svo er að sjá hvað tekur við í þessum efnum. Ég heimsæki líkamsræktarstöðvar í skorpum en reyni þó að hreyfa mig alltaf eitthvað, til dæmis með göngutúrum og hjóla mikið þegar veður leyfir. Síðan stefni ég nú alltaf á að fara á fullt í golfið. Það kemur að því.“ „Ég huga mjög vel að því að borða og bjóða upp á hollan og næringarríkan mat. Sjálf elda ég úr sem ferskustu hráefni hverju sinni og vil vita hvað er í fæðunni sem ég neyti og gef fjölskyldunni. Það er sífelld áskorun að búa til gómsæta og heilsusamlega rétti sem fjölskyldunni allri líkar. En auðvitað fellur maður í ýmsar aðrar freistingar, kannski minna hollar. Það er bara í góðu lagi en reyni að miða við að um 80% af mataræðinu sé heilnæm og holl fæða – því aðalatriði er að fá góða undirstöðu og leyfa sér að borða ýmislegt annað sem freistar hverju sinni. Í mínum huga er mikilvægt að njóta matarins með góðri samvisku.“Áttu holla uppskrift að hollum rétt fyrir lesendur Lífsins? „Ég er alltaf með hnetur, fræ og jafnvel þurrkaða ávexti í skál sem gott er að narta í þegar hungurtilfinningin gerir vart við sig. Afar hollt og seðjandi snarl. Oftast rista ég þetta og krydda á fjölbreyttan máta og er alltaf að prófa nýjar leiðir í þeim efnum. Mér finnst því alveg tilvalið að gefa uppskrift að slíku Hollustusnarli.“Ristaðar hnetur og fræ3 dl hnetur og fræ að eigin vali, t.d. kasjú,- og pistasíuhnetur, sólblóma- og graskersfræ1 tsk. sjávarsalt1 tsk. túrmerik½ tsk. paprikuduft½ tsk. chillípipar2 tsk. hlyn- eða agavesíróp1 eggjahvíta Hitið ofninn í 150 gráður.Aðferð: Blandið öllu saman og dreifið á bökunarplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír.Bakið í um 20 mínútur. Látið kólna og njótið. Heilsa Mest lesið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fleiri fréttir Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Sjá meira
„Nei, ég strengdi ekki nein heit nú frekar en áður um áramót önnur en þau að horfa björtum augum fram á við og gera mitt besta í því sem ég tekst á hendur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir matgæðingur með meiru spurð út í áramótaheitin þegar hún gefur okkur æðislega uppskrift að hollu nasli. Þegar talið berst að hreyfingu segir Rósa: „Það vill nú svo til að nú ákvað ég að byrja árið svolítið hressilega í þeim efnum og var að byrja á námskeiði hjá Siggu í Hress. Það er tíu daga „stutt og stíft“ þar sem tekið er duglega á því og markmiðið að koma fólki vel í gang og það er góð tilfinning í upphafi nýs árs. Þetta eru frábær námskeið sem auka manni orku, styrk og vellíðan. Svo er að sjá hvað tekur við í þessum efnum. Ég heimsæki líkamsræktarstöðvar í skorpum en reyni þó að hreyfa mig alltaf eitthvað, til dæmis með göngutúrum og hjóla mikið þegar veður leyfir. Síðan stefni ég nú alltaf á að fara á fullt í golfið. Það kemur að því.“ „Ég huga mjög vel að því að borða og bjóða upp á hollan og næringarríkan mat. Sjálf elda ég úr sem ferskustu hráefni hverju sinni og vil vita hvað er í fæðunni sem ég neyti og gef fjölskyldunni. Það er sífelld áskorun að búa til gómsæta og heilsusamlega rétti sem fjölskyldunni allri líkar. En auðvitað fellur maður í ýmsar aðrar freistingar, kannski minna hollar. Það er bara í góðu lagi en reyni að miða við að um 80% af mataræðinu sé heilnæm og holl fæða – því aðalatriði er að fá góða undirstöðu og leyfa sér að borða ýmislegt annað sem freistar hverju sinni. Í mínum huga er mikilvægt að njóta matarins með góðri samvisku.“Áttu holla uppskrift að hollum rétt fyrir lesendur Lífsins? „Ég er alltaf með hnetur, fræ og jafnvel þurrkaða ávexti í skál sem gott er að narta í þegar hungurtilfinningin gerir vart við sig. Afar hollt og seðjandi snarl. Oftast rista ég þetta og krydda á fjölbreyttan máta og er alltaf að prófa nýjar leiðir í þeim efnum. Mér finnst því alveg tilvalið að gefa uppskrift að slíku Hollustusnarli.“Ristaðar hnetur og fræ3 dl hnetur og fræ að eigin vali, t.d. kasjú,- og pistasíuhnetur, sólblóma- og graskersfræ1 tsk. sjávarsalt1 tsk. túrmerik½ tsk. paprikuduft½ tsk. chillípipar2 tsk. hlyn- eða agavesíróp1 eggjahvíta Hitið ofninn í 150 gráður.Aðferð: Blandið öllu saman og dreifið á bökunarplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír.Bakið í um 20 mínútur. Látið kólna og njótið.
Heilsa Mest lesið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fleiri fréttir Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Sjá meira