Karlalandslið Íslands í handknattleik gerði jafntefli gegn Ungverjum á Evrópumótinu í dag. Íslenskir stuðningsmenn í Álaborg stóðu fyrir sínu.
Íslensku stuðningsmennirnir gáfu tóninn strax í upphafi þegar þjóðsöngur Íslands var leikinn. Líkt og í leiknum gegn Norðmönnum fékk þjóðsöngur Íslands ekki að klárast heldur var honum slaufað fyrir endurtekninguna í lokin.
Íslendingar í stúkunni sáu hins vegar til þess að þjóðsöngurinn var kláraður. Sungu þeir lokalínurnar af miklum krafti án undirspils og hefur vafalítið gæsahúð verið á flestum áhorfendum í höllinni og víðar. Leikmenn Íslands virtust einnig auka kraft sinn í söngnum í takt við landa sína í stúkunni.
Augnablikið magnaða má sjá hér.
Íslendingarnir sungu þjóðsönginn án undirspils | Myndband
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn