Aðdáendur kappaksturshetjunnar Michaels Schumacher, sem nú liggur í dái á spítala í Frakklandi eftir að hafa fengið höfuðhögg á skíðum á sunnudag, ætla að safnast saman fyrir utan spítalann í dag.
Ástæða vökunnar er sú að Schumacher á afmæli í dag og er orðinn fjörutíu og fimm ára gamall. Schumacher er sigursælasti formúlu eitt ökuþór allra tíma og segja læknar nú að ástand hans sé stöðugt, en alvarlegt.