Handbolti

Frábær og óvæntur sigur hjá Ágústi og stelpunum hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir. Mynd/Valli
Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, stýrði í dag danska úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE til sigurs á móti toppliði Viborg HK, 27-25.

Þetta er mjög óvæntur sigur hjá SönderjyskE sem sat í botnsæti deildarinnar fyrir leikinn en liðið var aðeins búið að vinna einn af fyrstu níu leikjum sínum.

Ágúst Jóhannsson er ekki eini Íslendingurinn já SönderjyskE því með liðinu spila landsliðskonurnar Karen Knútsdóttir, Stella Sigurðardóttir og Ramune Pekarskyte. Ramune skoraði sex mörk í leiknum og var næstmarkahæst í liðinu.

Viborg HK var ennfremur búið að vinna átta leiki í röð í dönsku úrvalsdeildinni og alls átta af níu deildarleikjum tímabilsins. Liðið tryggði sér einni sigur í dönsku bikarkeppninni á dögunum.

SönderjyskE lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik sem liðið vann 15-11.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×