Guðjón Valur gæti misst af EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. desember 2013 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson er tognaður á kálfa og er óvissa um þátttöku hans á EM í Danmörku. Fréttablaðið/Stefán Fimmtán dagar eru þangað til flautað v erður til leiks í viðureign Íslands og Noregs á Evrópumeistaramótinu í Álaborg í Danmörku. Sjaldan ef nokkurn tíma hefur íslenska liðið verið jafn vængbrotið og óvissuþættir jafn margir þegar svo stutt er í stórmót. Tveir leikmenn eru ekki til taks vegna meiðsla, sjö leikmenn ganga ekki heilir til skógar auk þess sem þrír eru í afar lítilli leikæfingu. Eftir standa tólf leikmenn heilir heilsu og þar af eru tveir markverðir. „Þetta er auðvitað mjög slæmt og mikið áhyggjuefni hversu mikil meiðsli hafa verið hjá okkar mönnum á þessu ári,“ sagði Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Landsliðið kemur saman til æfinga í dag en heldur svo utan til Þýskalands á fimmtudaginn þar sem Ísland mun taka þátt í fjögurra liða æfingamóti. Fyrir var ljóst að Alexander Petersson yrði ekki með á EM og stuttu síðar bárust fregnir af meiðslum Arnórs Atlasonar. Meiðslalistinn hefur svo lengst til muna síðustu daga. Meðal þeirra sem eru tæpir eru Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson. „Guðjón Valur verður lítið með í undirbúningnum og það er spurning hvort hann nái sér fyrir EM. Menn gera sér þó vonir um það,“ segir Aron en Guðjón Valur tognaði á kálfa á æfingu með liði sínu, Kiel, á jóladag. „Aron verður hafður í bómull fram að EM en vonandi verður hann eitthvað með í æfingaleikjunum,“ segir Aron og bætir við að hann reikni ekki með Arnóri í Þýskalandsferðinni. Ólafur Gústafsson er með álagsmeiðsli á rist og gæti verið brotinn að sögn Arons og þá er óvissa um stöðu Vignis Svavarssonar. Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson eru þó á ágætum batavegi eftir þeirra meiðsli. Aron segir að hann verði að nýta tímann vel fram að EM. „Vörnin þarf að vera stöðug og leikmenn sem hafa lítið spilað þurfa að komast í gang. Vonandi verða áföllin ekki fleiri.“ Íslenska liðið er í B-riðli ásamt Norðmönnum, Ungverjum og Spánverjum. Einn dagur er í hvíld á milli leikja. Þrjú efstu liðin í riðlinum fara í milliriðil en þau fjögur lið sem hafna í botnsætum riðlanna halda heim. „Markmið okkar er enn að komast áfram en við getum ekki horft fram hjá því að það verður ærið verkefni miðað við óbreytta stöðu. Við erum í gríðarlega erfiðum riðli.“ EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Fimmtán dagar eru þangað til flautað v erður til leiks í viðureign Íslands og Noregs á Evrópumeistaramótinu í Álaborg í Danmörku. Sjaldan ef nokkurn tíma hefur íslenska liðið verið jafn vængbrotið og óvissuþættir jafn margir þegar svo stutt er í stórmót. Tveir leikmenn eru ekki til taks vegna meiðsla, sjö leikmenn ganga ekki heilir til skógar auk þess sem þrír eru í afar lítilli leikæfingu. Eftir standa tólf leikmenn heilir heilsu og þar af eru tveir markverðir. „Þetta er auðvitað mjög slæmt og mikið áhyggjuefni hversu mikil meiðsli hafa verið hjá okkar mönnum á þessu ári,“ sagði Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Landsliðið kemur saman til æfinga í dag en heldur svo utan til Þýskalands á fimmtudaginn þar sem Ísland mun taka þátt í fjögurra liða æfingamóti. Fyrir var ljóst að Alexander Petersson yrði ekki með á EM og stuttu síðar bárust fregnir af meiðslum Arnórs Atlasonar. Meiðslalistinn hefur svo lengst til muna síðustu daga. Meðal þeirra sem eru tæpir eru Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson. „Guðjón Valur verður lítið með í undirbúningnum og það er spurning hvort hann nái sér fyrir EM. Menn gera sér þó vonir um það,“ segir Aron en Guðjón Valur tognaði á kálfa á æfingu með liði sínu, Kiel, á jóladag. „Aron verður hafður í bómull fram að EM en vonandi verður hann eitthvað með í æfingaleikjunum,“ segir Aron og bætir við að hann reikni ekki með Arnóri í Þýskalandsferðinni. Ólafur Gústafsson er með álagsmeiðsli á rist og gæti verið brotinn að sögn Arons og þá er óvissa um stöðu Vignis Svavarssonar. Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson eru þó á ágætum batavegi eftir þeirra meiðsli. Aron segir að hann verði að nýta tímann vel fram að EM. „Vörnin þarf að vera stöðug og leikmenn sem hafa lítið spilað þurfa að komast í gang. Vonandi verða áföllin ekki fleiri.“ Íslenska liðið er í B-riðli ásamt Norðmönnum, Ungverjum og Spánverjum. Einn dagur er í hvíld á milli leikja. Þrjú efstu liðin í riðlinum fara í milliriðil en þau fjögur lið sem hafna í botnsætum riðlanna halda heim. „Markmið okkar er enn að komast áfram en við getum ekki horft fram hjá því að það verður ærið verkefni miðað við óbreytta stöðu. Við erum í gríðarlega erfiðum riðli.“
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira