Guðjón Valur gæti misst af EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. desember 2013 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson er tognaður á kálfa og er óvissa um þátttöku hans á EM í Danmörku. Fréttablaðið/Stefán Fimmtán dagar eru þangað til flautað v erður til leiks í viðureign Íslands og Noregs á Evrópumeistaramótinu í Álaborg í Danmörku. Sjaldan ef nokkurn tíma hefur íslenska liðið verið jafn vængbrotið og óvissuþættir jafn margir þegar svo stutt er í stórmót. Tveir leikmenn eru ekki til taks vegna meiðsla, sjö leikmenn ganga ekki heilir til skógar auk þess sem þrír eru í afar lítilli leikæfingu. Eftir standa tólf leikmenn heilir heilsu og þar af eru tveir markverðir. „Þetta er auðvitað mjög slæmt og mikið áhyggjuefni hversu mikil meiðsli hafa verið hjá okkar mönnum á þessu ári,“ sagði Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Landsliðið kemur saman til æfinga í dag en heldur svo utan til Þýskalands á fimmtudaginn þar sem Ísland mun taka þátt í fjögurra liða æfingamóti. Fyrir var ljóst að Alexander Petersson yrði ekki með á EM og stuttu síðar bárust fregnir af meiðslum Arnórs Atlasonar. Meiðslalistinn hefur svo lengst til muna síðustu daga. Meðal þeirra sem eru tæpir eru Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson. „Guðjón Valur verður lítið með í undirbúningnum og það er spurning hvort hann nái sér fyrir EM. Menn gera sér þó vonir um það,“ segir Aron en Guðjón Valur tognaði á kálfa á æfingu með liði sínu, Kiel, á jóladag. „Aron verður hafður í bómull fram að EM en vonandi verður hann eitthvað með í æfingaleikjunum,“ segir Aron og bætir við að hann reikni ekki með Arnóri í Þýskalandsferðinni. Ólafur Gústafsson er með álagsmeiðsli á rist og gæti verið brotinn að sögn Arons og þá er óvissa um stöðu Vignis Svavarssonar. Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson eru þó á ágætum batavegi eftir þeirra meiðsli. Aron segir að hann verði að nýta tímann vel fram að EM. „Vörnin þarf að vera stöðug og leikmenn sem hafa lítið spilað þurfa að komast í gang. Vonandi verða áföllin ekki fleiri.“ Íslenska liðið er í B-riðli ásamt Norðmönnum, Ungverjum og Spánverjum. Einn dagur er í hvíld á milli leikja. Þrjú efstu liðin í riðlinum fara í milliriðil en þau fjögur lið sem hafna í botnsætum riðlanna halda heim. „Markmið okkar er enn að komast áfram en við getum ekki horft fram hjá því að það verður ærið verkefni miðað við óbreytta stöðu. Við erum í gríðarlega erfiðum riðli.“ EM 2014 karla Handbolti Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Fimmtán dagar eru þangað til flautað v erður til leiks í viðureign Íslands og Noregs á Evrópumeistaramótinu í Álaborg í Danmörku. Sjaldan ef nokkurn tíma hefur íslenska liðið verið jafn vængbrotið og óvissuþættir jafn margir þegar svo stutt er í stórmót. Tveir leikmenn eru ekki til taks vegna meiðsla, sjö leikmenn ganga ekki heilir til skógar auk þess sem þrír eru í afar lítilli leikæfingu. Eftir standa tólf leikmenn heilir heilsu og þar af eru tveir markverðir. „Þetta er auðvitað mjög slæmt og mikið áhyggjuefni hversu mikil meiðsli hafa verið hjá okkar mönnum á þessu ári,“ sagði Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Landsliðið kemur saman til æfinga í dag en heldur svo utan til Þýskalands á fimmtudaginn þar sem Ísland mun taka þátt í fjögurra liða æfingamóti. Fyrir var ljóst að Alexander Petersson yrði ekki með á EM og stuttu síðar bárust fregnir af meiðslum Arnórs Atlasonar. Meiðslalistinn hefur svo lengst til muna síðustu daga. Meðal þeirra sem eru tæpir eru Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson. „Guðjón Valur verður lítið með í undirbúningnum og það er spurning hvort hann nái sér fyrir EM. Menn gera sér þó vonir um það,“ segir Aron en Guðjón Valur tognaði á kálfa á æfingu með liði sínu, Kiel, á jóladag. „Aron verður hafður í bómull fram að EM en vonandi verður hann eitthvað með í æfingaleikjunum,“ segir Aron og bætir við að hann reikni ekki með Arnóri í Þýskalandsferðinni. Ólafur Gústafsson er með álagsmeiðsli á rist og gæti verið brotinn að sögn Arons og þá er óvissa um stöðu Vignis Svavarssonar. Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson eru þó á ágætum batavegi eftir þeirra meiðsli. Aron segir að hann verði að nýta tímann vel fram að EM. „Vörnin þarf að vera stöðug og leikmenn sem hafa lítið spilað þurfa að komast í gang. Vonandi verða áföllin ekki fleiri.“ Íslenska liðið er í B-riðli ásamt Norðmönnum, Ungverjum og Spánverjum. Einn dagur er í hvíld á milli leikja. Þrjú efstu liðin í riðlinum fara í milliriðil en þau fjögur lið sem hafna í botnsætum riðlanna halda heim. „Markmið okkar er enn að komast áfram en við getum ekki horft fram hjá því að það verður ærið verkefni miðað við óbreytta stöðu. Við erum í gríðarlega erfiðum riðli.“
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira