Ekki sundra Orkuveitu Reykjavíkur! Ögmundur Jónasson skrifar 10. desember 2013 06:00 Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins skal orkufyrirtækjum sundrað í einingar sem annast vinnslu, dreifingu og sölu á orku og jafnframt ber að aðskilja rækilega rekstur sem flokkast undir samkeppnisrekstur frá starfsemi sem heyrir undir einkaleyfisrekstur. Þessi tilskipun var lögfest hér á landi í raforkulögum árið 2003 en síðan var frestað að framfylgja tilskipuninni gagnvart OR. Það var vegna fjárhagsstöðu OR en skuldastaðan var svo slæm að ekki þótti stætt á því að veikja fyrirtækið með þessum hætti. Öðrum orkufyrirtækjum var hins vegar gert með lögunum að undirgangast tilskipunina þótt nánast öllum sem að orkumálum koma þætti þetta hið mesta óráð og vera notendum í óhag. Í greinargerð með frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi kveður því við gráan tón þegar sagt er að allt þetta sé gert til þess að „tryggja hagsmuni“ þeirra sem njóta eiga þjónustu orkufyrirtækjanna. Veruleikinn er því miður annar því þetta er einvörðungu til að fullnægja kröfum ESB; kröfum sem við hefðum – og kunnum enn að geta fengið undanþágu frá. Og taki menn eftir: Frestunin gagnvart OR var vegna þess að mönnum þótti ekki rétt við erfiðar aðstæður að veikja stofnunina með þessum kerfisbreytingum! Nú á hins vegar að láta til skarar skríða gegn OR og ganga enn lengra, kljúfa stofnunina upp í sjálfstæð dótturfélög – og undirbúa þannig markaðs- og einkavæðingu þeirra. Í frumvarpinu er vísað í félögin sem sundra á Orkuveitunni í, þ.e. þau sem „stunda vinnslu, framleiðslu og sölu raforku og heits vatns og gufu og rekstur grunnkerfa, svo sem dreifiveitu rafmagns, hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og gagnaveitu, auk annarrar starfsemi sem hefur sambærilega stöðu.“ Mikilvægt er að fresta enn um sinn þessari aðför að Orkuveitu Reykjavíkur og nota tímann til að taka allt regluverkið upp gagnvart orkugeiranum í heild sinni og leita heimildar ESB til undanþágu í því efni. Til þess eru ríkar forsendur. Eigendum OR svo og löggjafanum ber skylda til að gæta hagsmuna okkar sem borgum brúsann! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins skal orkufyrirtækjum sundrað í einingar sem annast vinnslu, dreifingu og sölu á orku og jafnframt ber að aðskilja rækilega rekstur sem flokkast undir samkeppnisrekstur frá starfsemi sem heyrir undir einkaleyfisrekstur. Þessi tilskipun var lögfest hér á landi í raforkulögum árið 2003 en síðan var frestað að framfylgja tilskipuninni gagnvart OR. Það var vegna fjárhagsstöðu OR en skuldastaðan var svo slæm að ekki þótti stætt á því að veikja fyrirtækið með þessum hætti. Öðrum orkufyrirtækjum var hins vegar gert með lögunum að undirgangast tilskipunina þótt nánast öllum sem að orkumálum koma þætti þetta hið mesta óráð og vera notendum í óhag. Í greinargerð með frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi kveður því við gráan tón þegar sagt er að allt þetta sé gert til þess að „tryggja hagsmuni“ þeirra sem njóta eiga þjónustu orkufyrirtækjanna. Veruleikinn er því miður annar því þetta er einvörðungu til að fullnægja kröfum ESB; kröfum sem við hefðum – og kunnum enn að geta fengið undanþágu frá. Og taki menn eftir: Frestunin gagnvart OR var vegna þess að mönnum þótti ekki rétt við erfiðar aðstæður að veikja stofnunina með þessum kerfisbreytingum! Nú á hins vegar að láta til skarar skríða gegn OR og ganga enn lengra, kljúfa stofnunina upp í sjálfstæð dótturfélög – og undirbúa þannig markaðs- og einkavæðingu þeirra. Í frumvarpinu er vísað í félögin sem sundra á Orkuveitunni í, þ.e. þau sem „stunda vinnslu, framleiðslu og sölu raforku og heits vatns og gufu og rekstur grunnkerfa, svo sem dreifiveitu rafmagns, hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og gagnaveitu, auk annarrar starfsemi sem hefur sambærilega stöðu.“ Mikilvægt er að fresta enn um sinn þessari aðför að Orkuveitu Reykjavíkur og nota tímann til að taka allt regluverkið upp gagnvart orkugeiranum í heild sinni og leita heimildar ESB til undanþágu í því efni. Til þess eru ríkar forsendur. Eigendum OR svo og löggjafanum ber skylda til að gæta hagsmuna okkar sem borgum brúsann!
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun