Ekki sundra Orkuveitu Reykjavíkur! Ögmundur Jónasson skrifar 10. desember 2013 06:00 Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins skal orkufyrirtækjum sundrað í einingar sem annast vinnslu, dreifingu og sölu á orku og jafnframt ber að aðskilja rækilega rekstur sem flokkast undir samkeppnisrekstur frá starfsemi sem heyrir undir einkaleyfisrekstur. Þessi tilskipun var lögfest hér á landi í raforkulögum árið 2003 en síðan var frestað að framfylgja tilskipuninni gagnvart OR. Það var vegna fjárhagsstöðu OR en skuldastaðan var svo slæm að ekki þótti stætt á því að veikja fyrirtækið með þessum hætti. Öðrum orkufyrirtækjum var hins vegar gert með lögunum að undirgangast tilskipunina þótt nánast öllum sem að orkumálum koma þætti þetta hið mesta óráð og vera notendum í óhag. Í greinargerð með frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi kveður því við gráan tón þegar sagt er að allt þetta sé gert til þess að „tryggja hagsmuni“ þeirra sem njóta eiga þjónustu orkufyrirtækjanna. Veruleikinn er því miður annar því þetta er einvörðungu til að fullnægja kröfum ESB; kröfum sem við hefðum – og kunnum enn að geta fengið undanþágu frá. Og taki menn eftir: Frestunin gagnvart OR var vegna þess að mönnum þótti ekki rétt við erfiðar aðstæður að veikja stofnunina með þessum kerfisbreytingum! Nú á hins vegar að láta til skarar skríða gegn OR og ganga enn lengra, kljúfa stofnunina upp í sjálfstæð dótturfélög – og undirbúa þannig markaðs- og einkavæðingu þeirra. Í frumvarpinu er vísað í félögin sem sundra á Orkuveitunni í, þ.e. þau sem „stunda vinnslu, framleiðslu og sölu raforku og heits vatns og gufu og rekstur grunnkerfa, svo sem dreifiveitu rafmagns, hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og gagnaveitu, auk annarrar starfsemi sem hefur sambærilega stöðu.“ Mikilvægt er að fresta enn um sinn þessari aðför að Orkuveitu Reykjavíkur og nota tímann til að taka allt regluverkið upp gagnvart orkugeiranum í heild sinni og leita heimildar ESB til undanþágu í því efni. Til þess eru ríkar forsendur. Eigendum OR svo og löggjafanum ber skylda til að gæta hagsmuna okkar sem borgum brúsann! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins skal orkufyrirtækjum sundrað í einingar sem annast vinnslu, dreifingu og sölu á orku og jafnframt ber að aðskilja rækilega rekstur sem flokkast undir samkeppnisrekstur frá starfsemi sem heyrir undir einkaleyfisrekstur. Þessi tilskipun var lögfest hér á landi í raforkulögum árið 2003 en síðan var frestað að framfylgja tilskipuninni gagnvart OR. Það var vegna fjárhagsstöðu OR en skuldastaðan var svo slæm að ekki þótti stætt á því að veikja fyrirtækið með þessum hætti. Öðrum orkufyrirtækjum var hins vegar gert með lögunum að undirgangast tilskipunina þótt nánast öllum sem að orkumálum koma þætti þetta hið mesta óráð og vera notendum í óhag. Í greinargerð með frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi kveður því við gráan tón þegar sagt er að allt þetta sé gert til þess að „tryggja hagsmuni“ þeirra sem njóta eiga þjónustu orkufyrirtækjanna. Veruleikinn er því miður annar því þetta er einvörðungu til að fullnægja kröfum ESB; kröfum sem við hefðum – og kunnum enn að geta fengið undanþágu frá. Og taki menn eftir: Frestunin gagnvart OR var vegna þess að mönnum þótti ekki rétt við erfiðar aðstæður að veikja stofnunina með þessum kerfisbreytingum! Nú á hins vegar að láta til skarar skríða gegn OR og ganga enn lengra, kljúfa stofnunina upp í sjálfstæð dótturfélög – og undirbúa þannig markaðs- og einkavæðingu þeirra. Í frumvarpinu er vísað í félögin sem sundra á Orkuveitunni í, þ.e. þau sem „stunda vinnslu, framleiðslu og sölu raforku og heits vatns og gufu og rekstur grunnkerfa, svo sem dreifiveitu rafmagns, hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og gagnaveitu, auk annarrar starfsemi sem hefur sambærilega stöðu.“ Mikilvægt er að fresta enn um sinn þessari aðför að Orkuveitu Reykjavíkur og nota tímann til að taka allt regluverkið upp gagnvart orkugeiranum í heild sinni og leita heimildar ESB til undanþágu í því efni. Til þess eru ríkar forsendur. Eigendum OR svo og löggjafanum ber skylda til að gæta hagsmuna okkar sem borgum brúsann!
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun