Augnháralengingar vinsælar Marín Manda skrifar 15. nóvember 2013 17:15 Ósk ágústsdóttir hefur sérhæft sig í augnháralengingum. Ósk Ágústsdóttir snyrtifræðingur varar við augnháralengingum sem ekki eru gerðar af sérhæfðu fagfólki og segir að augnháralengingar eigi ekki að eyðileggja eigin augnhár. Ég lærði þetta af sérfræðingi frá LA árið 2007 en hef einnig sótt námskeið og fékk réttindi erlendis. Mér fannst þetta svo áhugavert þar sem mikið af stórstjörnum voru að fá sér augnháralengingar en þetta er algjörlega komið til að vera í snyrtifræðinni,“ segir Ósk Ágústsdóttir, snyrtifræðingur hjá Heilsu og fegurð. Ósk hefur starfað við fagið í tíu ár og hefur sérhæft sig í augnháralengingum.Augnháralenging.Vinsældir augnháralenginga hafa síaukist undanfarin ár og í kjölfar eftirspurnarinnar hafa fleiri boðið upp á þessa þjónustu með misjöfnun árangri. „Það skiptir gríðarlegu máli að gera þetta rétt og nota hár og lím sem henta hverjum og einum því það eru til misjafnar þykktir, lengdir og lögun rétt eins og með gervineglurnar. Þú notar ekki augnhár sem eru sveigð á augu sem eru bein,“ útskýrir Ósk. Augnhárin eiga að haldast í 3-5 vikur og segist Ósk vera með viðskiptavini sem hafa verið með lengingu samfleytt í þrjú ár. Hún segir mikinn misskilning vera að augnhár vaxi ekki aftur og konur eigi jafnframt ekki að missa hár vegna lenginga. „Þær sem hafa lært þessa ásetningu þurfa að kunna öll grunnatriðin hvað varðar sótthreinsun, ofnæmi og önnur frávik. Konur geta misst augnhárin við ofnotkun af lími og áreiti. Það er því miður staðreynd að sumar konur hafa verið að gera þetta í heimahúsum og útkoman er eftir því,“ útskýrir Ósk. Ósk er umboðsaðili Uberlash á Íslandi sem er bresk framleiðsla en vörurnar eru þróaðar af læknum. Meðal annars er boðið upp á augnháranæringu sem er ætluð til þess að styrkja og þétta þín eigin augnhár.„Þetta er nýlegt á markaðnum og hægt er að nota næringuna með augnháralengingu, eftir veikindi eða annað augnháraklúður. Árangurinn sést eftir tvær til þrjár vikur. Fram undan hjá Ósk er kennsla í diplómanámi í augnháralengingum hjá Elite Fashion Akademy. „Það eru margar aðferðir í augnháralengingum því ekki er hægt að setja eins á alla. Þú getur sérmenntað þig í þessum lengingum því það eru jú nýjungar í þessu eins og öllu öðru.“ segir hún að lokum. Meira um vörurnar á augnhar.is. Heilsa Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sjá meira
Ósk Ágústsdóttir snyrtifræðingur varar við augnháralengingum sem ekki eru gerðar af sérhæfðu fagfólki og segir að augnháralengingar eigi ekki að eyðileggja eigin augnhár. Ég lærði þetta af sérfræðingi frá LA árið 2007 en hef einnig sótt námskeið og fékk réttindi erlendis. Mér fannst þetta svo áhugavert þar sem mikið af stórstjörnum voru að fá sér augnháralengingar en þetta er algjörlega komið til að vera í snyrtifræðinni,“ segir Ósk Ágústsdóttir, snyrtifræðingur hjá Heilsu og fegurð. Ósk hefur starfað við fagið í tíu ár og hefur sérhæft sig í augnháralengingum.Augnháralenging.Vinsældir augnháralenginga hafa síaukist undanfarin ár og í kjölfar eftirspurnarinnar hafa fleiri boðið upp á þessa þjónustu með misjöfnun árangri. „Það skiptir gríðarlegu máli að gera þetta rétt og nota hár og lím sem henta hverjum og einum því það eru til misjafnar þykktir, lengdir og lögun rétt eins og með gervineglurnar. Þú notar ekki augnhár sem eru sveigð á augu sem eru bein,“ útskýrir Ósk. Augnhárin eiga að haldast í 3-5 vikur og segist Ósk vera með viðskiptavini sem hafa verið með lengingu samfleytt í þrjú ár. Hún segir mikinn misskilning vera að augnhár vaxi ekki aftur og konur eigi jafnframt ekki að missa hár vegna lenginga. „Þær sem hafa lært þessa ásetningu þurfa að kunna öll grunnatriðin hvað varðar sótthreinsun, ofnæmi og önnur frávik. Konur geta misst augnhárin við ofnotkun af lími og áreiti. Það er því miður staðreynd að sumar konur hafa verið að gera þetta í heimahúsum og útkoman er eftir því,“ útskýrir Ósk. Ósk er umboðsaðili Uberlash á Íslandi sem er bresk framleiðsla en vörurnar eru þróaðar af læknum. Meðal annars er boðið upp á augnháranæringu sem er ætluð til þess að styrkja og þétta þín eigin augnhár.„Þetta er nýlegt á markaðnum og hægt er að nota næringuna með augnháralengingu, eftir veikindi eða annað augnháraklúður. Árangurinn sést eftir tvær til þrjár vikur. Fram undan hjá Ósk er kennsla í diplómanámi í augnháralengingum hjá Elite Fashion Akademy. „Það eru margar aðferðir í augnháralengingum því ekki er hægt að setja eins á alla. Þú getur sérmenntað þig í þessum lengingum því það eru jú nýjungar í þessu eins og öllu öðru.“ segir hún að lokum. Meira um vörurnar á augnhar.is.
Heilsa Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sjá meira