Ekki illt á milli mín og þjálfarans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2013 06:30 Rúrik leggst yfir boltann með Cristiano Ronaldo á bakinu á dögunum. Króatinn Luka Modric fylgist spenntur með.Nordiphotos/AFP Nordicphotos/AFP „Við verðum að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. FC Kaupmannahöfn tekur á móti Galatasaray á Parken í kvöld í fjórðu umferð riðlakeppninnar. FCK hefur eitt stig eftir þrjá leiki og með tapi hreiðra þeir hvítklæddu vel um sig í botnsæti riðilsins. „Þjálfarinn hefur lýst því þannig að við eigum að líta á Meistaradeildina sem algjöran bónus. Við byrjuðum illa í dönsku deildinni og einbeitum okkur að henni. Svo lendum við líka í riðli með þremur frábærum liðum,“ segir Rúrik. Auk andstæðinganna í kvöld frá Tyrklandi eru risarnir Juventus og Real Madrid í riðlinum. „Við erum samt ekkert í þessu bara til að vera með. Við viljum allir ná árangri.“ Danska liðið tapaði 3-1 í fyrri leik liðanna í Istanbúl. Þá var Rúrik tekinn af velli í hálfleik og lýsti kantmaðurinn yfir óánægju sinni með þá ákvörðun þjálfarans í samtali við danska fjölmiðla. Honum var refsað fyrir uppákomuna en nú er atvikið úr sögunni. „Þjálfarinn setti mig á bekkinn í einn leik og sagði mér að halda ró minni næst þegar svona gerðist,“ segir Rúrik. Hann bætir við að þjálfarinn Ståle Solbakken, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður Noregs, viti vel að oft beri tilfinningar knattspyrnumenn ofurliði. „Þetta var líka blásið aðeins upp í fjölmiðlum. Það er ekkert illt á milli mín og hans.“ Auk Rúriks spilar landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson með FCK. Rúrik segir leikform þeirra félaga eins gott og mögulegt sé. Góðar fréttir, enda aðeins tíu dagar í fyrri leik Íslands gegn Króatíu um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. „Ég get alveg leyft mér að segja að við iðum í skinninu eftir þessum landsleikjum. Þetta er þvílíkt tækifæri og við vitum allir hvað er í húfi,“ segir HK-uppalningurinn. „Auðvitað eru þeir sterkari en við á pappírnum. Þegar svona mikið er undir getur hins vegar allt gerst.“ Rúrik hefur spilað 24 sinnum fyrir hönd Íslands en aðeins skorað eitt mark. Markið kom fyrir rúmum þremur árum í 1-1 jafntefli gegn Lichtenstein á Laugardalsvelli. „Ég viðurkenni að mig langar í fleiri,“ segir Rúrik, sem er þekktur fyrir sín þrumuskot hvort sem er með hægri eða vinstri. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson hafa skorað glæsimörk af löngu færi undanfarið og Rúrik segir kominn tíma á mark frá sér. „Það yrði ekki leiðinlegt að smyrja einum á móti Króatíu.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
„Við verðum að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. FC Kaupmannahöfn tekur á móti Galatasaray á Parken í kvöld í fjórðu umferð riðlakeppninnar. FCK hefur eitt stig eftir þrjá leiki og með tapi hreiðra þeir hvítklæddu vel um sig í botnsæti riðilsins. „Þjálfarinn hefur lýst því þannig að við eigum að líta á Meistaradeildina sem algjöran bónus. Við byrjuðum illa í dönsku deildinni og einbeitum okkur að henni. Svo lendum við líka í riðli með þremur frábærum liðum,“ segir Rúrik. Auk andstæðinganna í kvöld frá Tyrklandi eru risarnir Juventus og Real Madrid í riðlinum. „Við erum samt ekkert í þessu bara til að vera með. Við viljum allir ná árangri.“ Danska liðið tapaði 3-1 í fyrri leik liðanna í Istanbúl. Þá var Rúrik tekinn af velli í hálfleik og lýsti kantmaðurinn yfir óánægju sinni með þá ákvörðun þjálfarans í samtali við danska fjölmiðla. Honum var refsað fyrir uppákomuna en nú er atvikið úr sögunni. „Þjálfarinn setti mig á bekkinn í einn leik og sagði mér að halda ró minni næst þegar svona gerðist,“ segir Rúrik. Hann bætir við að þjálfarinn Ståle Solbakken, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður Noregs, viti vel að oft beri tilfinningar knattspyrnumenn ofurliði. „Þetta var líka blásið aðeins upp í fjölmiðlum. Það er ekkert illt á milli mín og hans.“ Auk Rúriks spilar landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson með FCK. Rúrik segir leikform þeirra félaga eins gott og mögulegt sé. Góðar fréttir, enda aðeins tíu dagar í fyrri leik Íslands gegn Króatíu um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. „Ég get alveg leyft mér að segja að við iðum í skinninu eftir þessum landsleikjum. Þetta er þvílíkt tækifæri og við vitum allir hvað er í húfi,“ segir HK-uppalningurinn. „Auðvitað eru þeir sterkari en við á pappírnum. Þegar svona mikið er undir getur hins vegar allt gerst.“ Rúrik hefur spilað 24 sinnum fyrir hönd Íslands en aðeins skorað eitt mark. Markið kom fyrir rúmum þremur árum í 1-1 jafntefli gegn Lichtenstein á Laugardalsvelli. „Ég viðurkenni að mig langar í fleiri,“ segir Rúrik, sem er þekktur fyrir sín þrumuskot hvort sem er með hægri eða vinstri. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson hafa skorað glæsimörk af löngu færi undanfarið og Rúrik segir kominn tíma á mark frá sér. „Það yrði ekki leiðinlegt að smyrja einum á móti Króatíu.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira