Vondur rekstur eða góður? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 31. október 2013 00:00 Það er eins og að aukin skuldsetning veki aldrei neina eftirtekt fyrr en eftir að skuldirnar hafa komið viðkomandi fyrirtæki eða stofnun í stórkostleg vandræði. Dæmin um þetta eru mýmörg, allt frá skuldasöfnun Orkuveitunnar í byrjun síðasta áratugar til skuldasöfnunar fjárfestingarfélaga árin fyrir hrun. Í stjórnmálum er þetta erfitt við að eiga. Sá sem er við völd matreiðir niðurstöðuna eftir eigin höfði og beinir kastljósinu að þægilegri hlutum en skuldasöfnuninni. Staðreyndin er sú að góður rekstur greiðir niður skuldir á meðan vondur rekstur eykur skuldir. Þegar þetta grundvallaratriði er skoðað hjá Reykjavíkurborg, þeim hluta rekstrarins sem snýr að kjarnanum í rekstri borgarinnar, sést að yfirstandandi kjörtímabil hefur reynst Reykvíkingum dýrt. Þegar núverandi meirihluti skilar lyklunum að borginni á næsta ári skilur hann eftir 17 milljarða viðbótarskuldir í fanginu á Reykvíkingum. Þegar hann tók við voru vaxtaberandi skuldir borgarinnar 5 milljarðar en verða 22 milljarðar í lok næsta árs. Þetta flokkast undir vondan rekstur. Viðbótarskuldir á kjörtímabilinu eru 350 þúsund krónur á hverja einustu fjölskyldu í Reykjavík. Og það versta er að aldrei áður hefur nokkur meirihluti skilað af sér áætlun með þvílíku gapi milli skatttekna og útgjalda til grunnþjónustu. Það á að sækja sjötíu milljarða í skatttekjur frá borgarbúum og það á að eyða áttatíu milljörðum til málaflokka borgarinnar. Mínusinn er tíu milljarðar. Hér er eytt um efni fram svo um munar. Þetta gerist á sama tíma og gjaldskrár hækka langt umfram verðlagsþróun. Hækkunin nemur 440 þúsund krónum á ári á hverja fjölskyldu í Reykjavík. Í samhengi jafnvægis í efnahagsmálum og kjarasamninga er þetta óábyrgt. Aðilar vinnumarkaðarins vilja gera kaupmáttarsamninga í stað þess að einblína á launahækkanir sem bæta í verðbólguna. Reykjavíkurborg kippir þannig einni af stoðunum undan möguleikunum á slíkum samningum og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Fjárhagsáætlun borgarinnar ætti að snúast um breytta forgangsröðun og hagræðingu. Meirihlutinn nefnir varla hagræðingaraðgerðir heldur talar um sókn á öllum sviðum. Sókn sem mun verða borgarbúum dýrkeypt verði blaðinu ekki snúið við hið fyrsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Það er eins og að aukin skuldsetning veki aldrei neina eftirtekt fyrr en eftir að skuldirnar hafa komið viðkomandi fyrirtæki eða stofnun í stórkostleg vandræði. Dæmin um þetta eru mýmörg, allt frá skuldasöfnun Orkuveitunnar í byrjun síðasta áratugar til skuldasöfnunar fjárfestingarfélaga árin fyrir hrun. Í stjórnmálum er þetta erfitt við að eiga. Sá sem er við völd matreiðir niðurstöðuna eftir eigin höfði og beinir kastljósinu að þægilegri hlutum en skuldasöfnuninni. Staðreyndin er sú að góður rekstur greiðir niður skuldir á meðan vondur rekstur eykur skuldir. Þegar þetta grundvallaratriði er skoðað hjá Reykjavíkurborg, þeim hluta rekstrarins sem snýr að kjarnanum í rekstri borgarinnar, sést að yfirstandandi kjörtímabil hefur reynst Reykvíkingum dýrt. Þegar núverandi meirihluti skilar lyklunum að borginni á næsta ári skilur hann eftir 17 milljarða viðbótarskuldir í fanginu á Reykvíkingum. Þegar hann tók við voru vaxtaberandi skuldir borgarinnar 5 milljarðar en verða 22 milljarðar í lok næsta árs. Þetta flokkast undir vondan rekstur. Viðbótarskuldir á kjörtímabilinu eru 350 þúsund krónur á hverja einustu fjölskyldu í Reykjavík. Og það versta er að aldrei áður hefur nokkur meirihluti skilað af sér áætlun með þvílíku gapi milli skatttekna og útgjalda til grunnþjónustu. Það á að sækja sjötíu milljarða í skatttekjur frá borgarbúum og það á að eyða áttatíu milljörðum til málaflokka borgarinnar. Mínusinn er tíu milljarðar. Hér er eytt um efni fram svo um munar. Þetta gerist á sama tíma og gjaldskrár hækka langt umfram verðlagsþróun. Hækkunin nemur 440 þúsund krónum á ári á hverja fjölskyldu í Reykjavík. Í samhengi jafnvægis í efnahagsmálum og kjarasamninga er þetta óábyrgt. Aðilar vinnumarkaðarins vilja gera kaupmáttarsamninga í stað þess að einblína á launahækkanir sem bæta í verðbólguna. Reykjavíkurborg kippir þannig einni af stoðunum undan möguleikunum á slíkum samningum og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Fjárhagsáætlun borgarinnar ætti að snúast um breytta forgangsröðun og hagræðingu. Meirihlutinn nefnir varla hagræðingaraðgerðir heldur talar um sókn á öllum sviðum. Sókn sem mun verða borgarbúum dýrkeypt verði blaðinu ekki snúið við hið fyrsta.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun