Þetta var risastór dagur fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2013 06:15 Íslenski varnarmúrinn var öflugur á móti Finnum í Vodafonehöllinni í gær. Mynd/Valli „Þetta var risastór dagur fyrir mig. Mér leið vel í upphafi leiks enda hafði ég fundið fyrir miklu trausti frá þjálfurunum. Það var samt svolítið stress en það fór fljótt af mér,“ sagði Unnur Ómarsdóttir eftir leik en hún var að spila sinn fyrsta alvörulandsleik. Unnur fór beint í byrjunarliðið og stóð sig gríðarlega vel. Skoraði úr öllum sínum skotum og hefði líklega ekki getað fengið betri byrjun á landsliðsferlinum. Kom því ekki á óvart að hún brosti allan hringinn eftir leik. „Ég var rosalega fegin að öll skotin skyldu fara inn,“ sagði Unnur og hló. Finnska liðið er nú ekki það sterkasta í Evrópu og hafði tapað öllum níu leikjum sínum í undankeppni EM. Þar af hafði liðið tapað í tvígang fyrir Bretum í síðustu keppni en Bretar hafa ekki beint verið að skapa usla í evrópskum handknattleik til þessa. Það voru því allar líkur á því að íslenska liðið ætti náðugt kvöld í vændum. Það gekk eftir. Íslenska liðið tók verkefnið alvarlega strax frá upphafi og hið arfaslaka lið Finnlands átti ekki roð í það. Finnsku stelpurnar varla drifu á markið lengi vel. Leikstjórnandinn skrefaði í annað hvert skipti sem hún fékk boltann. Þær áttu eina ágæta skyttu, Cainberg, sem hélt liðinu á floti framan af. Svo var hún sett í hornið og á línuna. Afar furðulegt enda eina raunverulega ógnin frá henni. Sonja Koskinen var öflug í finnska markinu og bjargaði því sem bjargað varð. Varði fjölda skota úr dauðafærum. Engu að síður var tíu marka munur í leikhléi, 18-8. Jenný varði vel í íslenska markinu líka en þurfti ekki að glíma við erfiðustu skot sem hún hefur séð á ferlinum. Engu að síður einbeiting í lagi. Vörnin stóð vel lengstum og sóknarleikurinn flaut oft vel. Sérstaklega gekk línuspilið vel en nýtingin hjá íslenska liðinu hefði mátt vera betri. Þær klúðruðu allt of mörgum dauðafærum. Síðari hálfleikur var í raun formsatriði. Stelpurnar reyndu þó að keyra af krafti en nokkur klaufagangur var oft á sóknarleiknum. Sextán marka sigurinn var síst of stór. „Það var gott að ná að rúlla öllum mannskapnum og svo náðum við líka að vinna í 5-1 varnarleiknum okkar. Það gekk vel. Við fórum kannski illa með mörg færi en heilt yfir var þetta fagmennska hjá stelpunum að halda út allan leikinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari eftir leik. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Sjá meira
„Þetta var risastór dagur fyrir mig. Mér leið vel í upphafi leiks enda hafði ég fundið fyrir miklu trausti frá þjálfurunum. Það var samt svolítið stress en það fór fljótt af mér,“ sagði Unnur Ómarsdóttir eftir leik en hún var að spila sinn fyrsta alvörulandsleik. Unnur fór beint í byrjunarliðið og stóð sig gríðarlega vel. Skoraði úr öllum sínum skotum og hefði líklega ekki getað fengið betri byrjun á landsliðsferlinum. Kom því ekki á óvart að hún brosti allan hringinn eftir leik. „Ég var rosalega fegin að öll skotin skyldu fara inn,“ sagði Unnur og hló. Finnska liðið er nú ekki það sterkasta í Evrópu og hafði tapað öllum níu leikjum sínum í undankeppni EM. Þar af hafði liðið tapað í tvígang fyrir Bretum í síðustu keppni en Bretar hafa ekki beint verið að skapa usla í evrópskum handknattleik til þessa. Það voru því allar líkur á því að íslenska liðið ætti náðugt kvöld í vændum. Það gekk eftir. Íslenska liðið tók verkefnið alvarlega strax frá upphafi og hið arfaslaka lið Finnlands átti ekki roð í það. Finnsku stelpurnar varla drifu á markið lengi vel. Leikstjórnandinn skrefaði í annað hvert skipti sem hún fékk boltann. Þær áttu eina ágæta skyttu, Cainberg, sem hélt liðinu á floti framan af. Svo var hún sett í hornið og á línuna. Afar furðulegt enda eina raunverulega ógnin frá henni. Sonja Koskinen var öflug í finnska markinu og bjargaði því sem bjargað varð. Varði fjölda skota úr dauðafærum. Engu að síður var tíu marka munur í leikhléi, 18-8. Jenný varði vel í íslenska markinu líka en þurfti ekki að glíma við erfiðustu skot sem hún hefur séð á ferlinum. Engu að síður einbeiting í lagi. Vörnin stóð vel lengstum og sóknarleikurinn flaut oft vel. Sérstaklega gekk línuspilið vel en nýtingin hjá íslenska liðinu hefði mátt vera betri. Þær klúðruðu allt of mörgum dauðafærum. Síðari hálfleikur var í raun formsatriði. Stelpurnar reyndu þó að keyra af krafti en nokkur klaufagangur var oft á sóknarleiknum. Sextán marka sigurinn var síst of stór. „Það var gott að ná að rúlla öllum mannskapnum og svo náðum við líka að vinna í 5-1 varnarleiknum okkar. Það gekk vel. Við fórum kannski illa með mörg færi en heilt yfir var þetta fagmennska hjá stelpunum að halda út allan leikinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari eftir leik.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Sjá meira