Útflutningur á bjór hefur tvöfaldast Haraldur Guðmundsson skrifar 16. október 2013 07:00 Íslenskir bjórframleiðendur horfa í auknum mæli til útflutnings. Fréttablaðið/Pjetur. Útflutningsverðmæti íslensks bjórs nam um 68 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs samanborið við 33 milljónir króna á sama tíma árið 2012. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands um vöruútflutning. Sex innlendir bjórframleiðendur selja í dag hluta af framleiðsluvörum sínum til útlanda. Þar er um að ræða tvo stærri framleiðendur, Vífilfell og Ölgerð Egils Skallagrímssonar, og fjögur minni brugghús, svokölluð örbrugghús. Þessir sex framleiðendur selja samanlagt yfir 25 mismunandi tegundir af íslenskum bjór til átta landa í þremur heimsálfum.Aukið útflutning um 45 prósent Vífilfell hefur staðið í útflutningi á bjór frá árinu 2004. Útflutningurinn hefur að sögn Jóns Hauks Baldvinssonar, útflutningsstjóra fyrirtækisins, tvöfaldast á fyrstu níu mánuðum þessa árs samanborið við sama tíma í fyrra. Fyrirtækið selur í dag sjö mismunandi tegundir til sex landa. „Við höfum selt Víking bjórinn til fyrirtækja á austurströnd Bandaríkjanna. Hann var um tíma fáanlegur í verslunum Whole Foods í Washington D.C og nú stendur til að auka útflutning á vörumerkinu,“ segir Jón. Jón segir að fyrirtækið sé einnig farið að selja bjórinn til Ástralíu. „Í fyrra sendum við tvo gáma af honum til Ástralíu og aðilinn sem keypti þá af okkur náði góðri dreifingu á honum. Þar er bjórinn seldur í sérmerktum umbúðum sem eru skreyttar myndum úr íslensku goðafræðinni,“ segir Jón og sýnir blaðamanni flösku með mynd af guðinum Óðni í hásæti sínu. „Við höfum einnig selt Thule til Kanada þar sem bjórinn hefur vakið mikla lukku á Íslendingasvæðum eins og Gimli og Manitoba,“ segir Jón. Útflutningur Vífilfells jókst mikið árið 2008 þegar þrír Bandaríkjamenn, búsettir í Kaliforníu, gerðu samning við fyrirtækið um bruggun á bjórnum Einstök. Bandaríkjamennirnir þrír sinna að sögn Jóns öllu markaðs- og sölustarfi frá skrifstofu þeirra í Kaliforníu en bjórinn er bruggaður á Akureyri. „Útflutningur á vörumerkinu Einstök er í dag stærsti þátturinn í okkar útflutningi. Þar er um að ræða fjórar mismunandi tegundir og við erum að þróa fimmtu tegundina þessa dagana sem mun fara í framleiðslu fyrir útflutning á næsta ári.“ Vörumerkið er að sögn Jóns að mestu flutt út til Bandaríkjanna en einnig til Bretlands. „Bjórinn fer aðallega til Kaliforníu en er einnig fáanlegur í mörgum öðrum fylkjum Bandaríkjanna. Kassarnir sem við sendum út eru farnir að skipta tugum þúsunda og aukningin frá 2012 er um 45 prósent,“ segir Jón.Sex tegundir fara frá Ölgerðinni Ölgerð Egils Skallagrímssonar flytur þessa dagana út sex tegundir af bjór til fimm landa. Þar af eru þrjár tegundir sem eru seldar undir nafni Ölgerðarinnar; Gull, Boli, og Lite. Fyrirtækið á einnig og rekur örbrugghúsið Borg og þar framleiðir það meðal annars þrjár tegundir, sem fara að einhverju eða öllu leyti til útlanda. Tegundirnar sem um ræðir eru Bríó, Snorri og nýjasti bjór Borgar, Garún, sem var eingöngu framleiddur til útflutnings. Árni Ingi Pjetursson, útflutningsstjóri Ölgerðarinnar, segir útflutning fyrirtækisins í stöðugum vexti og að áhugi erlendra aðila á íslenskum bjór hafi aukist undanfarin ár. „Það er mikill uppgangur hér heimafyrir og framsækni í bjórgerð hefur einnig komið okkur á kortið. Að auki njótum við væntanlega góðs af þeim mikla áhuga sem heimsbyggðin virðist hafa á landinu um þessar mundir,“ segir Árni. Hann segir fyrirtækið hafa átt fullt í fangi með að sinna heimamarkaði. „Þrátt fyrir það höfum við selt bjór til Bandaríkjanna, Kanada, Svíþjóðar, Danmerkur og Færeyja. Magnið sem fer út hverju sinni er misjafnt eftir mörkuðum, frá fáum brettum upp í nokkra gáma. Við stefnum á frekari vöxt á þessum mörkuðum og ætlum hægt og rólega að skoða nýja markaði,“ segir Árni.Helmingurinn í útflutning Ölvisholt Brugghús, sem er á bóndabænum Ölvisholti í Flóahreppi á Suðurlandi, hefur flutt út bjór frá árinu 2008. Brugghúsið selur um sjö tegundir til útlanda, bæði í flöskum og hefðbundnum bjórkútum. „Við erum að flytja út fjórar kjarnategundir sem eru í sölu allt árið. Þær eru Lava, Skjálfti, Móri og Freyja. Síðan erum við einnig að flytja út árstíðabundnar bjórtegundir og þar á meðal er íslenskur jólabjór sem við framleiðum fyrir sænska markaðinn,“ segir Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts. Útflutningur til Bandaríkjanna og Svíþjóðar vegur þyngst hjá Ölvisholti að sögn Arnar. „Þar á eftir koma Danmörk og Kanada og við stefnum að því að fikra okkur inn á restina af Norðurlöndunum á næsta ári.“ Spurður um hvernig það kom til að Ölvisholt hóf útflutning á bjór til Bandaríkjanna segir Örn að á bak við þá ákvörðun sé skemmtileg saga. „Árni Long, bruggmeistari okkar, starfaði við brugghús úti í Noregi áður en hann hóf störf hjá okkur. Hann var mikill aðdáandi Lava og tók nokkrar flöskur af bjórnum með sér til Noregs. Þar hitti hann fyrir tilviljun mann sem heitir Don Feinberg, sem er í dag dreifingaraðili okkar í Bandaríkjunum, og hann féll fyrir bjórnum og hafði samband og lagði inn pöntun.“ Örn segir að Ölvisholt hugi nú að stækkun á húsnæði brugghússins, en það er rekið í gamalli hlöðu á bóndabænum. „Staðan í dag er þannig að helmingur af okkar framleiðslu fer í útflutning og það er fyrirséð að hann verði stærri en heimamarkaðurinn,“ segir Örn að lokum.Fyrsta brettið fór í síðustu viku „Við erum búin að fikta við útflutning frá því í sumar og ég sendi í síðustu viku fyrsta brettið til Danmerkur. Það fer í sölu hjá manni sem rekur bar á suðurhluta Jótlands,“ segir Dagbjartur Arelíusson, eigandi Brugghúss Steðja. Dagbjartur opnaði brugghúsið fyrir rúmu ári á bóndabæ í Borgarfirði og hefur á þeim tiltölulega stutta tíma verið í sambandi við nokkra aðila í mismunandi löndum sem hafa áhuga á að kaupa íslenskan bjór. „Ég hef fengið svolítið af ferðamönnum hingað í sumar og þar á meðal var þessi bareigandi frá Danmörku. Hann endaði á að panta tvær tegundir frá okkur, Jólabjór Steðja og Steðja Reyktan,“ segir Dagbjartur. Hann segist einnig hafa fengið fyrirspurnir frá Svíþjóð, Bretlandi og Þýskalandi. „Í Bretlandi er um að ræða fólk sem ætlar að opna bar í Brighton, rétt hjá Portsmouth. Þau vilja vera með íslenskt þema á barnum og leituðu því til okkar. Hinar fyrirspurnirnar eru í skoðun og því aldrei að vita hvernig þetta þróast hjá okkur,“ segir Dagbjartur.Fengið fyrirspurn frá Síle Eigendur Gæðings Öls í Skagafirði tóku sín fyrstu skref í útflutningi síðastliðinn mánudag þegar þeir sendu þrjátíu bjórkassa til Danmerkur. Sendingin innihélt þrjár tegundir, Gæðing Pale Ale, Gæðing Stout og Gæðing Tuma Humal IPA. Árni Hafstað, eigandi brugghússins, segir að sendingin hafi líklega farið til sama danska smásala og keypti bjór af Brugghúsi Steðja. Hann segist einnig vera með pöntun frá Eistlandi upp á 63 kassa af bjór. Árni getur ekki afgreitt þá pöntun fyrr en um miðjan nóvember því framleiðsla brugghússins annar að hans sögn ekki eftirspurn. „Íslenskur bjór er greinilega að verða spennandi vara í augum útlendinga og sem dæmi um það hef ég einnig fengið fyrirspurnir frá fjarlægum löndum eins og Síle. Fjarlægðin við aðra markaði er hins vegar stærsta hindrunin en ef menn eru tilbúnir til að borga meira fyrir íslenskan bjór þá er það í sjálfu sér engin hindrun.“ Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Útflutningsverðmæti íslensks bjórs nam um 68 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs samanborið við 33 milljónir króna á sama tíma árið 2012. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands um vöruútflutning. Sex innlendir bjórframleiðendur selja í dag hluta af framleiðsluvörum sínum til útlanda. Þar er um að ræða tvo stærri framleiðendur, Vífilfell og Ölgerð Egils Skallagrímssonar, og fjögur minni brugghús, svokölluð örbrugghús. Þessir sex framleiðendur selja samanlagt yfir 25 mismunandi tegundir af íslenskum bjór til átta landa í þremur heimsálfum.Aukið útflutning um 45 prósent Vífilfell hefur staðið í útflutningi á bjór frá árinu 2004. Útflutningurinn hefur að sögn Jóns Hauks Baldvinssonar, útflutningsstjóra fyrirtækisins, tvöfaldast á fyrstu níu mánuðum þessa árs samanborið við sama tíma í fyrra. Fyrirtækið selur í dag sjö mismunandi tegundir til sex landa. „Við höfum selt Víking bjórinn til fyrirtækja á austurströnd Bandaríkjanna. Hann var um tíma fáanlegur í verslunum Whole Foods í Washington D.C og nú stendur til að auka útflutning á vörumerkinu,“ segir Jón. Jón segir að fyrirtækið sé einnig farið að selja bjórinn til Ástralíu. „Í fyrra sendum við tvo gáma af honum til Ástralíu og aðilinn sem keypti þá af okkur náði góðri dreifingu á honum. Þar er bjórinn seldur í sérmerktum umbúðum sem eru skreyttar myndum úr íslensku goðafræðinni,“ segir Jón og sýnir blaðamanni flösku með mynd af guðinum Óðni í hásæti sínu. „Við höfum einnig selt Thule til Kanada þar sem bjórinn hefur vakið mikla lukku á Íslendingasvæðum eins og Gimli og Manitoba,“ segir Jón. Útflutningur Vífilfells jókst mikið árið 2008 þegar þrír Bandaríkjamenn, búsettir í Kaliforníu, gerðu samning við fyrirtækið um bruggun á bjórnum Einstök. Bandaríkjamennirnir þrír sinna að sögn Jóns öllu markaðs- og sölustarfi frá skrifstofu þeirra í Kaliforníu en bjórinn er bruggaður á Akureyri. „Útflutningur á vörumerkinu Einstök er í dag stærsti þátturinn í okkar útflutningi. Þar er um að ræða fjórar mismunandi tegundir og við erum að þróa fimmtu tegundina þessa dagana sem mun fara í framleiðslu fyrir útflutning á næsta ári.“ Vörumerkið er að sögn Jóns að mestu flutt út til Bandaríkjanna en einnig til Bretlands. „Bjórinn fer aðallega til Kaliforníu en er einnig fáanlegur í mörgum öðrum fylkjum Bandaríkjanna. Kassarnir sem við sendum út eru farnir að skipta tugum þúsunda og aukningin frá 2012 er um 45 prósent,“ segir Jón.Sex tegundir fara frá Ölgerðinni Ölgerð Egils Skallagrímssonar flytur þessa dagana út sex tegundir af bjór til fimm landa. Þar af eru þrjár tegundir sem eru seldar undir nafni Ölgerðarinnar; Gull, Boli, og Lite. Fyrirtækið á einnig og rekur örbrugghúsið Borg og þar framleiðir það meðal annars þrjár tegundir, sem fara að einhverju eða öllu leyti til útlanda. Tegundirnar sem um ræðir eru Bríó, Snorri og nýjasti bjór Borgar, Garún, sem var eingöngu framleiddur til útflutnings. Árni Ingi Pjetursson, útflutningsstjóri Ölgerðarinnar, segir útflutning fyrirtækisins í stöðugum vexti og að áhugi erlendra aðila á íslenskum bjór hafi aukist undanfarin ár. „Það er mikill uppgangur hér heimafyrir og framsækni í bjórgerð hefur einnig komið okkur á kortið. Að auki njótum við væntanlega góðs af þeim mikla áhuga sem heimsbyggðin virðist hafa á landinu um þessar mundir,“ segir Árni. Hann segir fyrirtækið hafa átt fullt í fangi með að sinna heimamarkaði. „Þrátt fyrir það höfum við selt bjór til Bandaríkjanna, Kanada, Svíþjóðar, Danmerkur og Færeyja. Magnið sem fer út hverju sinni er misjafnt eftir mörkuðum, frá fáum brettum upp í nokkra gáma. Við stefnum á frekari vöxt á þessum mörkuðum og ætlum hægt og rólega að skoða nýja markaði,“ segir Árni.Helmingurinn í útflutning Ölvisholt Brugghús, sem er á bóndabænum Ölvisholti í Flóahreppi á Suðurlandi, hefur flutt út bjór frá árinu 2008. Brugghúsið selur um sjö tegundir til útlanda, bæði í flöskum og hefðbundnum bjórkútum. „Við erum að flytja út fjórar kjarnategundir sem eru í sölu allt árið. Þær eru Lava, Skjálfti, Móri og Freyja. Síðan erum við einnig að flytja út árstíðabundnar bjórtegundir og þar á meðal er íslenskur jólabjór sem við framleiðum fyrir sænska markaðinn,“ segir Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts. Útflutningur til Bandaríkjanna og Svíþjóðar vegur þyngst hjá Ölvisholti að sögn Arnar. „Þar á eftir koma Danmörk og Kanada og við stefnum að því að fikra okkur inn á restina af Norðurlöndunum á næsta ári.“ Spurður um hvernig það kom til að Ölvisholt hóf útflutning á bjór til Bandaríkjanna segir Örn að á bak við þá ákvörðun sé skemmtileg saga. „Árni Long, bruggmeistari okkar, starfaði við brugghús úti í Noregi áður en hann hóf störf hjá okkur. Hann var mikill aðdáandi Lava og tók nokkrar flöskur af bjórnum með sér til Noregs. Þar hitti hann fyrir tilviljun mann sem heitir Don Feinberg, sem er í dag dreifingaraðili okkar í Bandaríkjunum, og hann féll fyrir bjórnum og hafði samband og lagði inn pöntun.“ Örn segir að Ölvisholt hugi nú að stækkun á húsnæði brugghússins, en það er rekið í gamalli hlöðu á bóndabænum. „Staðan í dag er þannig að helmingur af okkar framleiðslu fer í útflutning og það er fyrirséð að hann verði stærri en heimamarkaðurinn,“ segir Örn að lokum.Fyrsta brettið fór í síðustu viku „Við erum búin að fikta við útflutning frá því í sumar og ég sendi í síðustu viku fyrsta brettið til Danmerkur. Það fer í sölu hjá manni sem rekur bar á suðurhluta Jótlands,“ segir Dagbjartur Arelíusson, eigandi Brugghúss Steðja. Dagbjartur opnaði brugghúsið fyrir rúmu ári á bóndabæ í Borgarfirði og hefur á þeim tiltölulega stutta tíma verið í sambandi við nokkra aðila í mismunandi löndum sem hafa áhuga á að kaupa íslenskan bjór. „Ég hef fengið svolítið af ferðamönnum hingað í sumar og þar á meðal var þessi bareigandi frá Danmörku. Hann endaði á að panta tvær tegundir frá okkur, Jólabjór Steðja og Steðja Reyktan,“ segir Dagbjartur. Hann segist einnig hafa fengið fyrirspurnir frá Svíþjóð, Bretlandi og Þýskalandi. „Í Bretlandi er um að ræða fólk sem ætlar að opna bar í Brighton, rétt hjá Portsmouth. Þau vilja vera með íslenskt þema á barnum og leituðu því til okkar. Hinar fyrirspurnirnar eru í skoðun og því aldrei að vita hvernig þetta þróast hjá okkur,“ segir Dagbjartur.Fengið fyrirspurn frá Síle Eigendur Gæðings Öls í Skagafirði tóku sín fyrstu skref í útflutningi síðastliðinn mánudag þegar þeir sendu þrjátíu bjórkassa til Danmerkur. Sendingin innihélt þrjár tegundir, Gæðing Pale Ale, Gæðing Stout og Gæðing Tuma Humal IPA. Árni Hafstað, eigandi brugghússins, segir að sendingin hafi líklega farið til sama danska smásala og keypti bjór af Brugghúsi Steðja. Hann segist einnig vera með pöntun frá Eistlandi upp á 63 kassa af bjór. Árni getur ekki afgreitt þá pöntun fyrr en um miðjan nóvember því framleiðsla brugghússins annar að hans sögn ekki eftirspurn. „Íslenskur bjór er greinilega að verða spennandi vara í augum útlendinga og sem dæmi um það hef ég einnig fengið fyrirspurnir frá fjarlægum löndum eins og Síle. Fjarlægðin við aðra markaði er hins vegar stærsta hindrunin en ef menn eru tilbúnir til að borga meira fyrir íslenskan bjór þá er það í sjálfu sér engin hindrun.“
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira