Hleypt inn í hollum á rappkvennakvöld Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. október 2013 07:00 Þær Bergþóra Einarsdóttir, Tinna Sverrisdóttir, systurnar Katrín Helga og Anna Tara Andrésdætur og Salka Valsdóttir eru meðal rappkvenna sem koma fram á Bar 11 í kvöld. Mynd/Valli Kvennarappkvöld verður haldið á Bar 11 í kvöld klukkan níu, en þetta er annað kvöldið í kvennarappskvöldaröð sem Kolfinna Nikulásdóttir stendur fyrir ásamt þeim Þuríði Blævi Jóhannsdóttur og Þórdísi Björnsdóttur. „Við héldum fyrsta kvöldið í sumar en það var okkar fyrsta tilraun til þess að safna saman rapplistakonum sem hafa haldið sig hver í sínu horni hingað til,“ útskýrir Kolfinna. Að sögn Kolfinnu kom gríðarlega góð mæting á síðasta kvennarappkvöld þeim á óvart. „Það tóku allir gríðarlega vel í þetta framtak. Húsið var smekkfullt!“ segir Kolfinna. „Þetta var algjörlega vonum framar,“ bætir hún við. „Það þurfti að kalla út aukastarfsfólk, hleypa inn í hollum og færri komust að en vildu. Það var orðið svo heitt í kjallaranum á Ellefunni að það leið yfir unga stúlku sem stóð fremst í salnum,“ segir Kolfinna og bætir við að ljóst sé að almenning þyrsti í kvennarapp. Á kvöldinu í kvöld koma fram þær Tinna Sverrisdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Hljómsveittar, sem samanstendur af systrunum Önnu Töru og Katrínu Helgu Andrésdætrum. Einnig koma fram þær Kolfinna Nikulásdóttir, sem er einnig söngkona hljómsveitarinnar Amaba Dama, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Cyber, sem eru tvíeykið Salka Valsdóttir og Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Bergþóra Einarsdóttir og Þórdís Nadia Semichat, en hún er hvað best þekkt fyrir lag sitt Passaðu þig. Lagið kom út í fyrra ásamt myndbandi sem fylgir fréttinni og vakti mikla athygli, en þar deildi Þórdís á rappmenningu og sagðist vera komin til þess að gera rappbyltingu. Þá lokar kvöldinu Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell 7, með nýju frumsömdu efni, en Ragna er einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar geysivinsælu Subterranean. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Kvennarappkvöld verður haldið á Bar 11 í kvöld klukkan níu, en þetta er annað kvöldið í kvennarappskvöldaröð sem Kolfinna Nikulásdóttir stendur fyrir ásamt þeim Þuríði Blævi Jóhannsdóttur og Þórdísi Björnsdóttur. „Við héldum fyrsta kvöldið í sumar en það var okkar fyrsta tilraun til þess að safna saman rapplistakonum sem hafa haldið sig hver í sínu horni hingað til,“ útskýrir Kolfinna. Að sögn Kolfinnu kom gríðarlega góð mæting á síðasta kvennarappkvöld þeim á óvart. „Það tóku allir gríðarlega vel í þetta framtak. Húsið var smekkfullt!“ segir Kolfinna. „Þetta var algjörlega vonum framar,“ bætir hún við. „Það þurfti að kalla út aukastarfsfólk, hleypa inn í hollum og færri komust að en vildu. Það var orðið svo heitt í kjallaranum á Ellefunni að það leið yfir unga stúlku sem stóð fremst í salnum,“ segir Kolfinna og bætir við að ljóst sé að almenning þyrsti í kvennarapp. Á kvöldinu í kvöld koma fram þær Tinna Sverrisdóttir, Sólveig Pálsdóttir og Hljómsveittar, sem samanstendur af systrunum Önnu Töru og Katrínu Helgu Andrésdætrum. Einnig koma fram þær Kolfinna Nikulásdóttir, sem er einnig söngkona hljómsveitarinnar Amaba Dama, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Cyber, sem eru tvíeykið Salka Valsdóttir og Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Bergþóra Einarsdóttir og Þórdís Nadia Semichat, en hún er hvað best þekkt fyrir lag sitt Passaðu þig. Lagið kom út í fyrra ásamt myndbandi sem fylgir fréttinni og vakti mikla athygli, en þar deildi Þórdís á rappmenningu og sagðist vera komin til þess að gera rappbyltingu. Þá lokar kvöldinu Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell 7, með nýju frumsömdu efni, en Ragna er einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar geysivinsælu Subterranean.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“