Tilfinningaklám og sleggjudómar Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. október 2013 07:00 Ég er tiltölulega nýr bakþankahöfundur og hef rétt fengið smjörþefinn af því að þurfa að tjá mig reglulega um menn og málefni fyrir framan alþjóð. Í því felst spennandi ögrun – ekki síst fyrir fólk eins og mig, sem hefur ekki búið sig sérstaklega undir það að þurfa að hafa skoðanir á flestum hlutum. Ég hef því ákveðið að láta bara flakka – gera ekki minnstu tilraun til að vera samkvæm sjálfri mér í þessum pistlaskrifum. Alla tíð hef ég staðið mig að því að þurfa að vera ósammála mér, hafa eina skoðun fyrir hádegi og aðra eftir hádegi. Stundum fer það eftir því hvaða röksemd maður heyrir síðast. Ef röksemdin er vond, byggist til dæmis á tilfinningaklámi, á ég það til að snúast öndverð, jafnvel þó að málstaðurinn sé athyglisverður. Smekkvísi í málflutningi skiptir þess vegna höfuðmáli ef ætlunin er að sannfæra mig. Þeir sem rembast við að renna stoðum undir sjónarmið til þess eins að sanna að þeir hafi haft rétt fyrir sér í einhverjum pistli eða málflutningi einhvern tíma eru komnir í algjört þrot. Það eru vond örlög að festast í löngu úr sér gengnum viðhorfum sem nýjar upplýsingar og reynsla hafa kippt stoðunum undan. Ráðstefnur um hrunmál með handvöldum skoðanabræðrum, íslenskum eða erlendum, breyta engu um málavöxtu en vekja aftur á móti grunsemdir um vonda samvisku þeirra sem eiga í hlut. Þessi fúli pyttur er hættulegri í okkar litla samfélagi en í mörgum öðrum. Hérna geta rit- og málglaðir sleggjudómarar, sem ekki einu sinni hafa fyrir því að kynna sér staðreyndir eða afla gagna, haft ótrúleg áhrif á daglega umræðu. Það vantar fjölbreytni í hugmyndabankann. Hann verður því ekki til, vettvangurinn sem sjónarmiðin gerjast á. Við það má bæta að endalaus einhliða málflutningur er líka bara svo mokleiðinlegur. Annars er ég kannski örlítið dómhörð í okkar garð. Það er ekki eins og allt sem maður sér í útlendri þjóðmálaumræðu sé sérstaklega merkilegt. Þaðan berast aldeilis misvísandi fréttir um það sem setti heimsbyggðina á vonarvöl fyrir fimm árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun
Ég er tiltölulega nýr bakþankahöfundur og hef rétt fengið smjörþefinn af því að þurfa að tjá mig reglulega um menn og málefni fyrir framan alþjóð. Í því felst spennandi ögrun – ekki síst fyrir fólk eins og mig, sem hefur ekki búið sig sérstaklega undir það að þurfa að hafa skoðanir á flestum hlutum. Ég hef því ákveðið að láta bara flakka – gera ekki minnstu tilraun til að vera samkvæm sjálfri mér í þessum pistlaskrifum. Alla tíð hef ég staðið mig að því að þurfa að vera ósammála mér, hafa eina skoðun fyrir hádegi og aðra eftir hádegi. Stundum fer það eftir því hvaða röksemd maður heyrir síðast. Ef röksemdin er vond, byggist til dæmis á tilfinningaklámi, á ég það til að snúast öndverð, jafnvel þó að málstaðurinn sé athyglisverður. Smekkvísi í málflutningi skiptir þess vegna höfuðmáli ef ætlunin er að sannfæra mig. Þeir sem rembast við að renna stoðum undir sjónarmið til þess eins að sanna að þeir hafi haft rétt fyrir sér í einhverjum pistli eða málflutningi einhvern tíma eru komnir í algjört þrot. Það eru vond örlög að festast í löngu úr sér gengnum viðhorfum sem nýjar upplýsingar og reynsla hafa kippt stoðunum undan. Ráðstefnur um hrunmál með handvöldum skoðanabræðrum, íslenskum eða erlendum, breyta engu um málavöxtu en vekja aftur á móti grunsemdir um vonda samvisku þeirra sem eiga í hlut. Þessi fúli pyttur er hættulegri í okkar litla samfélagi en í mörgum öðrum. Hérna geta rit- og málglaðir sleggjudómarar, sem ekki einu sinni hafa fyrir því að kynna sér staðreyndir eða afla gagna, haft ótrúleg áhrif á daglega umræðu. Það vantar fjölbreytni í hugmyndabankann. Hann verður því ekki til, vettvangurinn sem sjónarmiðin gerjast á. Við það má bæta að endalaus einhliða málflutningur er líka bara svo mokleiðinlegur. Annars er ég kannski örlítið dómhörð í okkar garð. Það er ekki eins og allt sem maður sér í útlendri þjóðmálaumræðu sé sérstaklega merkilegt. Þaðan berast aldeilis misvísandi fréttir um það sem setti heimsbyggðina á vonarvöl fyrir fimm árum.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun