The viking method slær í gegn í London Marín Manda skrifar 13. september 2013 13:00 Svava Sigbertsdóttir er í dúndur formi. Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari þjálfar fræga úti í London með æfingum sem nefnast The viking method. Fyrir níu árum flutti Svava Sigbertsdóttir til London til að læra leiklist, dans og söng. Þegar hún kláraði skólann ákvað hún að læra einkaþjálfun og næringarfræði og fannst hún loksins vera á réttri hillu. „Ég hef aldrei farið í ræktina bara til að líta út á ákveðinn hátt heldur til þess að líða betur og ef maður nær árangri þá er útlitið bara plús. Það er hægt að gera líkamann að geggjaðri vél og þá færðu aukið sjálfstraust. Æfingarnar sem ég kenni eru mjög tæknilegar og margar hverjar getur þú notað í daglega lífinu. Mest eru notuð fríhendis lóð og svo er meðal annars skriðið í gólfinu, boxað og hoppað í köðlum. Þetta gefur þér rosalegan styrk og þol,“ segir Svava Sigbertsdóttir, sem nú hefur útbúið sérstakt æfingaprógram sem kallast The viking method.Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari er í glæsilegu formi en hún segir að æfingarnar í The viking method gefi fólki rosalegan styrk og mikið þol.Svava þjálfar fólk í einkaæfingaklúbbi í London og viðskiptavinir hennar eru oft þekktir og efnaðir. Þar má nefna Ritu Ora söngkonu, meðlimi úr konungsfjölskyldunni og Mrs. Mittal sem er gift stærsta stálframleiðanda heims. Aðspurð um fitness-menninguna á Íslandi segir hún Íslendinga einblína of mikið á að lyfta þungum lóðum og að ekki megi gleyma öðrum hliðum fitness. „Að mínu mati snýst þetta allt um jafnvægi. Að æfa líkamann þannig að þú sért jafnvígur í þoli og styrk, snerpu og sprengikrafti. Það má ekki fara út í of miklar öfgar þrátt fyrir að Íslendingar séu mjög harðir af sér.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um fjarþjálfun í gegnum www.thevikingmethod.com. Heilsa Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari þjálfar fræga úti í London með æfingum sem nefnast The viking method. Fyrir níu árum flutti Svava Sigbertsdóttir til London til að læra leiklist, dans og söng. Þegar hún kláraði skólann ákvað hún að læra einkaþjálfun og næringarfræði og fannst hún loksins vera á réttri hillu. „Ég hef aldrei farið í ræktina bara til að líta út á ákveðinn hátt heldur til þess að líða betur og ef maður nær árangri þá er útlitið bara plús. Það er hægt að gera líkamann að geggjaðri vél og þá færðu aukið sjálfstraust. Æfingarnar sem ég kenni eru mjög tæknilegar og margar hverjar getur þú notað í daglega lífinu. Mest eru notuð fríhendis lóð og svo er meðal annars skriðið í gólfinu, boxað og hoppað í köðlum. Þetta gefur þér rosalegan styrk og þol,“ segir Svava Sigbertsdóttir, sem nú hefur útbúið sérstakt æfingaprógram sem kallast The viking method.Svava Sigbertsdóttir einkaþjálfari er í glæsilegu formi en hún segir að æfingarnar í The viking method gefi fólki rosalegan styrk og mikið þol.Svava þjálfar fólk í einkaæfingaklúbbi í London og viðskiptavinir hennar eru oft þekktir og efnaðir. Þar má nefna Ritu Ora söngkonu, meðlimi úr konungsfjölskyldunni og Mrs. Mittal sem er gift stærsta stálframleiðanda heims. Aðspurð um fitness-menninguna á Íslandi segir hún Íslendinga einblína of mikið á að lyfta þungum lóðum og að ekki megi gleyma öðrum hliðum fitness. „Að mínu mati snýst þetta allt um jafnvægi. Að æfa líkamann þannig að þú sért jafnvígur í þoli og styrk, snerpu og sprengikrafti. Það má ekki fara út í of miklar öfgar þrátt fyrir að Íslendingar séu mjög harðir af sér.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um fjarþjálfun í gegnum www.thevikingmethod.com.
Heilsa Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira