Í upphafi skólaárs Guðmundur S. Johnsen skrifar 6. september 2013 06:00 Á hverju ári komast hundruð foreldra hér á landi að því að börn þeirra eiga við lestrarerfiðleika að etja. Í sumum tilvikum kemur í ljós að um lesblindu (dyslexia) er að ræða. Sem gefur að skilja er það nokkuð áfall fyrir foreldra sem átta sig á að þetta hefur veruleg áhrif á framtíð barna þeirra. Í framhaldinu velta þeir fyrir sér hvernig skólagöngu þeirra verður háttað. Hvers er að vænta, getur skólakerfið tryggt lesblindum börnum þá menntun sem öðrum börnum stendur til boða? Því miður er alvarlegur misbrestur á því og það verða foreldrar fljótlega varir við þegar þeir fara að skoða þá aðstoð sem skólakerfið býður upp á. Reglulega hringja áhyggjufullir foreldrar á skrifstofu okkar hjá Félagi lesblindra og vilja fá að vita hvaða úrræði standa til boða og hvernig hægt er að bregðast við. Í sumum tilvikum þurfa þeir að fá aðstoð við að meðtaka þessa staðreynd sem vissulega getur haft talsverð áhrif á framtíð barna þeirra. Enn í mestu vandræðum Þótt ýmislegt hafi áunnist á skólakerfið enn í mestu vandræðum með að sinna þörfum þessa hóps. Hætt er við að önnur vandamál skyggi á þarfir lesblindra en nú er talið að um 30% grunnskólanema séu í sérkennslu og um helmingur þeirra sé án formlegrar greiningar. Hvernig ætlar skólakerfið að taka á þessum málum og tryggja um leið réttindi þeirra sem eiga við lestrarerfiðleika og lesblindu að eiga? Stefnumörkun grunnskólalaganna (nr. 63/1974) í sérkennslumálum var skýr. Þeir nemendur sem vegna fötlunar sinnar geta ekki notið venjulegrar kennslu eiga rétt á sérstakri kennslu við sitt hæfi. Í sérkennslu felst að það eru sett önnur markmið, ólíkt námsefni, umgjörð og aðferðir. Nýta má nýja tækni Félag lesblindra telur að úr þessari sérkennsluþörf megi leysa með því að nýta nýja tækni. Þess vegna hefur félagið margoft bent á möguleika þess að hafa skóla án bóka. Þótt lesblinda hafi verið undangengnum kynslóðum erfið er ekkert sem segir að hún þurfi að vera það fyrir komandi kynslóðir. Með betri skilningi, bættum greiningaraðferðum en þó ekki síst nýrri tækni ætti að vera auðvelt að búa til skóla án bóka. Í nútímaþjóðfélagi ætti mismunun þegar kemur að texta að vera óþörf. Í dag finnast tæki sem duga til að yfirvinna þá fötlun sem lesblindir glíma við. Það höfum við hjá Félagi lesblindra margoft bent á en skólakerfið þarf að vakna til lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur S. Johnsen Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári komast hundruð foreldra hér á landi að því að börn þeirra eiga við lestrarerfiðleika að etja. Í sumum tilvikum kemur í ljós að um lesblindu (dyslexia) er að ræða. Sem gefur að skilja er það nokkuð áfall fyrir foreldra sem átta sig á að þetta hefur veruleg áhrif á framtíð barna þeirra. Í framhaldinu velta þeir fyrir sér hvernig skólagöngu þeirra verður háttað. Hvers er að vænta, getur skólakerfið tryggt lesblindum börnum þá menntun sem öðrum börnum stendur til boða? Því miður er alvarlegur misbrestur á því og það verða foreldrar fljótlega varir við þegar þeir fara að skoða þá aðstoð sem skólakerfið býður upp á. Reglulega hringja áhyggjufullir foreldrar á skrifstofu okkar hjá Félagi lesblindra og vilja fá að vita hvaða úrræði standa til boða og hvernig hægt er að bregðast við. Í sumum tilvikum þurfa þeir að fá aðstoð við að meðtaka þessa staðreynd sem vissulega getur haft talsverð áhrif á framtíð barna þeirra. Enn í mestu vandræðum Þótt ýmislegt hafi áunnist á skólakerfið enn í mestu vandræðum með að sinna þörfum þessa hóps. Hætt er við að önnur vandamál skyggi á þarfir lesblindra en nú er talið að um 30% grunnskólanema séu í sérkennslu og um helmingur þeirra sé án formlegrar greiningar. Hvernig ætlar skólakerfið að taka á þessum málum og tryggja um leið réttindi þeirra sem eiga við lestrarerfiðleika og lesblindu að eiga? Stefnumörkun grunnskólalaganna (nr. 63/1974) í sérkennslumálum var skýr. Þeir nemendur sem vegna fötlunar sinnar geta ekki notið venjulegrar kennslu eiga rétt á sérstakri kennslu við sitt hæfi. Í sérkennslu felst að það eru sett önnur markmið, ólíkt námsefni, umgjörð og aðferðir. Nýta má nýja tækni Félag lesblindra telur að úr þessari sérkennsluþörf megi leysa með því að nýta nýja tækni. Þess vegna hefur félagið margoft bent á möguleika þess að hafa skóla án bóka. Þótt lesblinda hafi verið undangengnum kynslóðum erfið er ekkert sem segir að hún þurfi að vera það fyrir komandi kynslóðir. Með betri skilningi, bættum greiningaraðferðum en þó ekki síst nýrri tækni ætti að vera auðvelt að búa til skóla án bóka. Í nútímaþjóðfélagi ætti mismunun þegar kemur að texta að vera óþörf. Í dag finnast tæki sem duga til að yfirvinna þá fötlun sem lesblindir glíma við. Það höfum við hjá Félagi lesblindra margoft bent á en skólakerfið þarf að vakna til lífsins.
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar