Á Saga Class um Klambratúnið Starri Freyr Jónsson skrifar 30. ágúst 2013 10:30 Sex fulltrúar Saga Class að lokinni fyrstu æfingu sumarsins á Klambratúni. Mynd/Úr einkasafni Í sumar hefur hópur sprækra kvenna hist reglulega á Klambratúni og stundað þar hlaup og æfingar. Hópurinn samanstendur að mestu leyti af konum sem búa nálægt Klambratúni en eftir því sem leið á sumarið bættust vinkonur þeirra í hann. Leikkonan Tinna Lind Gunnarsdóttir er upphafskona hópsins, sem kallar sig Saga Class eftir þjálfaranum, Sögu Garðarsdóttur leikkonu. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd lengi. Sjálf er ég ein af þeim sem eru alltaf að styrkja einhverjar líkamsræktarstöðvar en nýta sér aðstöðuna takmarkað. Mér finnst alltaf svo mikið vesen að koma mér á staðinn. Svo er ég voða dugleg að svíkja sjálfa mig um að fara út að hlaupa. Mér fannst tilvalið að skuldbinda mig til að hitta einhvern svo ég myndi nú drífa mig út.“ Tinna sendi því skilaboð gegnum Facebook á nokkrar konur sem hún þekkti og bjuggu nálægt Klambratúni. Svörunin var mjög góð og hópurinn hefur vaxið jafnt og þétt í sumar.Tinna Lind Gunnarsdóttir leikkona.Mynd/ArnþórTinna segist alltaf hafa verið með vinkonu sína, Sögu Garðarsdóttur, í huga til að þjálfa hópinn enda sé hún allt í senn: töffari, snillingur, skemmtileg og mikil keppnismanneskja. „Við höfum yfirleitt hist tvisvar í viku og þjálfunin byggir á svipuðum æfingum og í víkingaþreki eða boot camp. Við erum af öllum stærðum og gerðum og í misgóðu formi en þetta fyrirkomulag hentar öllum. Það gera bara allir eins mikið og þeir geta. Ef Saga kemst ekki á æfingu tekur einhver önnur að sér að stýra æfingunni og þá yfirleitt eftir forskrift Sögu.“ Mætingin er misgóð eftir dögum en um 30 konur eru í hópnum í dag. „Sjálf reyni ég að mæta sem oftast en hef reyndar lítið getað mætt undanfarið þar sem ég er á fullu að stjórna Reykjavík Dance Festival sem haldin er þessa dagana. Síðan fjölgum við stundum æfingum, til dæmis ef veður er gott eða ef einhverjar vilja taka lengri hlaup.“ Hópurinn ætlar að halda áfram í vetur og segir Tinna snjó og kulda ekki stoppa þær. „Við höldum áfram óháð veðri og vindum og látum þetta rúlla áfram. Ef það snjóar mikið þá bara búum við til snjókarl.“ Þrátt fyrir að konurnar þekkist ekki allar innbyrðis hefur stemningin verið mjög góð í sumar að sögn Tinnu. „Það gerist einhvern veginn bara sjálfkrafa þegar allir eru hressir. Við höfum svo sem ekki gert neitt sérstakt til þess að hrista okkur saman. En við gerum samt voða mikið af því að hrista okkur!“ Heilsa Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Í sumar hefur hópur sprækra kvenna hist reglulega á Klambratúni og stundað þar hlaup og æfingar. Hópurinn samanstendur að mestu leyti af konum sem búa nálægt Klambratúni en eftir því sem leið á sumarið bættust vinkonur þeirra í hann. Leikkonan Tinna Lind Gunnarsdóttir er upphafskona hópsins, sem kallar sig Saga Class eftir þjálfaranum, Sögu Garðarsdóttur leikkonu. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd lengi. Sjálf er ég ein af þeim sem eru alltaf að styrkja einhverjar líkamsræktarstöðvar en nýta sér aðstöðuna takmarkað. Mér finnst alltaf svo mikið vesen að koma mér á staðinn. Svo er ég voða dugleg að svíkja sjálfa mig um að fara út að hlaupa. Mér fannst tilvalið að skuldbinda mig til að hitta einhvern svo ég myndi nú drífa mig út.“ Tinna sendi því skilaboð gegnum Facebook á nokkrar konur sem hún þekkti og bjuggu nálægt Klambratúni. Svörunin var mjög góð og hópurinn hefur vaxið jafnt og þétt í sumar.Tinna Lind Gunnarsdóttir leikkona.Mynd/ArnþórTinna segist alltaf hafa verið með vinkonu sína, Sögu Garðarsdóttur, í huga til að þjálfa hópinn enda sé hún allt í senn: töffari, snillingur, skemmtileg og mikil keppnismanneskja. „Við höfum yfirleitt hist tvisvar í viku og þjálfunin byggir á svipuðum æfingum og í víkingaþreki eða boot camp. Við erum af öllum stærðum og gerðum og í misgóðu formi en þetta fyrirkomulag hentar öllum. Það gera bara allir eins mikið og þeir geta. Ef Saga kemst ekki á æfingu tekur einhver önnur að sér að stýra æfingunni og þá yfirleitt eftir forskrift Sögu.“ Mætingin er misgóð eftir dögum en um 30 konur eru í hópnum í dag. „Sjálf reyni ég að mæta sem oftast en hef reyndar lítið getað mætt undanfarið þar sem ég er á fullu að stjórna Reykjavík Dance Festival sem haldin er þessa dagana. Síðan fjölgum við stundum æfingum, til dæmis ef veður er gott eða ef einhverjar vilja taka lengri hlaup.“ Hópurinn ætlar að halda áfram í vetur og segir Tinna snjó og kulda ekki stoppa þær. „Við höldum áfram óháð veðri og vindum og látum þetta rúlla áfram. Ef það snjóar mikið þá bara búum við til snjókarl.“ Þrátt fyrir að konurnar þekkist ekki allar innbyrðis hefur stemningin verið mjög góð í sumar að sögn Tinnu. „Það gerist einhvern veginn bara sjálfkrafa þegar allir eru hressir. Við höfum svo sem ekki gert neitt sérstakt til þess að hrista okkur saman. En við gerum samt voða mikið af því að hrista okkur!“
Heilsa Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira