Barbarískir skokkarar Karen Kjartansdóttir skrifar 17. ágúst 2013 07:00 Margir láta hlaupabylgjuna sem tryllir lýðinn víða um heim fara í taugarnar á sér. Hlauparar hlaupa líka í fötum sem leyna alltof litlu, hafa brenglaðan tónlistarsmekk, auk þess sem þeir virðast allir byrja að snýta sér á ferð án þess að nokkuð tissjú komi þar við sögu. Skokkandi skáldkona sem ég kannast við segir að þessi barbaríski lífsstíll reyni mjög á hana. Það er ekki að undra því hún er frá á fæti og tekur oft fram úr öðrum skokkurum og er því í mikilli áhættu á því að verða fyrir snýtingum annarra skokkara. Skokkarasnýtingar fara nefnilega þannig fram að fingri er stutt á þá nös sem ekki þarf að tæma, því næst er blásið hraustlega út um hina nösina og þá er málið venjulega leyst (það er agalegt ef það tekst ekki í einu skoti). Á ensku hef ég séð þessa aðferð kallaða „rocket snot“, eða horflaug eins og skáldkonan þýddi hugtakið. Einhverja hef ég heyrt kalla þetta bóndasnýtingu. Það þykir mér vont heiti enda hef ég aldrei séð sanna Íslendinga snýta sér frá því þeir hættu að taka í nefið og byrjuðu á að taka í vörina. Nei, þeir sjúga upp í nefið af krafti og kyngja. Nú er mér mjög illa við alhæfingar en þetta hef ég aldrei séð aðra en Íslendinga gera. Mér skilst að þessi þjóðlegi siður þyki sérlega óviðfelldinn meðal hinna siðmenntuðu þjóða sem kjósa frekar að draga fram velktan snýtuklút úr vasanum til að hreinsa nefið með. Það þykir mér samt ekkert skárri aðferð en sú íslenska. Enda hor svo viðbjóðslegt að haft er fyrir satt að skilin milli siðmenntaðra og ósiðmenntaðra felist helst í því að þeir fyrrnefndu láta aldrei sjást til sín þegar þeir bora í nefið. Líklega er vel heppnuð horflaug besta aðferðin. Það er frjálsleg aðferð sem veitir skjóta og skilvirka lausn á vanda sem hrjáir okkur öll í laumi. Gætið ykkar samt í Reykjavíkurmaraþoninu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Margir láta hlaupabylgjuna sem tryllir lýðinn víða um heim fara í taugarnar á sér. Hlauparar hlaupa líka í fötum sem leyna alltof litlu, hafa brenglaðan tónlistarsmekk, auk þess sem þeir virðast allir byrja að snýta sér á ferð án þess að nokkuð tissjú komi þar við sögu. Skokkandi skáldkona sem ég kannast við segir að þessi barbaríski lífsstíll reyni mjög á hana. Það er ekki að undra því hún er frá á fæti og tekur oft fram úr öðrum skokkurum og er því í mikilli áhættu á því að verða fyrir snýtingum annarra skokkara. Skokkarasnýtingar fara nefnilega þannig fram að fingri er stutt á þá nös sem ekki þarf að tæma, því næst er blásið hraustlega út um hina nösina og þá er málið venjulega leyst (það er agalegt ef það tekst ekki í einu skoti). Á ensku hef ég séð þessa aðferð kallaða „rocket snot“, eða horflaug eins og skáldkonan þýddi hugtakið. Einhverja hef ég heyrt kalla þetta bóndasnýtingu. Það þykir mér vont heiti enda hef ég aldrei séð sanna Íslendinga snýta sér frá því þeir hættu að taka í nefið og byrjuðu á að taka í vörina. Nei, þeir sjúga upp í nefið af krafti og kyngja. Nú er mér mjög illa við alhæfingar en þetta hef ég aldrei séð aðra en Íslendinga gera. Mér skilst að þessi þjóðlegi siður þyki sérlega óviðfelldinn meðal hinna siðmenntuðu þjóða sem kjósa frekar að draga fram velktan snýtuklút úr vasanum til að hreinsa nefið með. Það þykir mér samt ekkert skárri aðferð en sú íslenska. Enda hor svo viðbjóðslegt að haft er fyrir satt að skilin milli siðmenntaðra og ósiðmenntaðra felist helst í því að þeir fyrrnefndu láta aldrei sjást til sín þegar þeir bora í nefið. Líklega er vel heppnuð horflaug besta aðferðin. Það er frjálsleg aðferð sem veitir skjóta og skilvirka lausn á vanda sem hrjáir okkur öll í laumi. Gætið ykkar samt í Reykjavíkurmaraþoninu!
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun