Sterkasti stjórnarandstæðingurinn Sighvatur Björgvinsson skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Nýútkomin skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er áhugaverð lesning – svo ekki sé meira sagt. Ekki aðeins fyrir þá sök hvað í henni stendur heldur ekki síður það svar, sem gefið er í skýrslunni við hefðbundnum viðbárum Íslendinga við umsögnum erlendra sérfræðinga um efnahagsstöðu og horfur á Íslandi, þ.e. að þar tali þeir, sem enga þekkingu hafi á Íslandi og því sem íslenskt er. Slíkar viðbárur þar sem umsögnum erlendra sérfræðinga var vísað út í hafsauga voru stöðugt viðkvæði fyrir hrun og eru nú aftur farnar að skjóta upp kollinum. Auk Íslendinga, sem unnið hafa með starfsmönnum AGS við sjálfa gerð skýrslunnar, hafa upplýsingar verið sóttar til: 1). Íslenskra stjórnvalda, 2) íslenskra eftirlitsaðila 3) íslenskra alþingismanna 4) fulltrúa íslenskrar verkalýðshreyfingar 5) fulltrúa íslensks atvinnulífs og 6) fulltrúa háskólasamfélagsins á Íslandi. Þess er getið í skýrslunni að skýrsluhöfunda og fulltrúa stjórnvalda hafi greint á um hagvaxtarlíkur. Enginn ágreiningur virðist t.d. vera um óvissuna í ríkisfjármálunum að því séð verður.Og stjórnarandstaðan þegir! Með þessa merku skýrslu birta almenningi á heimasíðu Seðlabankans er mér óskiljanlegt hvers vegna stjórnarandstaðan lætur hjá líða að taka hana til rækilegrar umfjöllunar eins og ríkar ástæður eru til. Í skýrslunni er fráfarandi ríkisstjórn hrósað sérstaklega fyrir árangur hennar í stjórnun ríkisfjármála sem sagður er vera „impressive“. Í henni segir, að alger óvissa ríki um tvö helstu kosningaloforð ríkisstjórnarflokkanna; lækkun skatta og niðurfærslu höfuðstóls íbúðaskulda. Beinlínis er sagt að fjárhagslegt svigrúm til hlutfallslegrar skuldalækkunar sé fjarska lítið og muni lítið aðstoða þá sem í mestum greiðsluerfiðleikum eru, auk þess sem slík aðgerð muni hafa í för með sér mikla áhættu í ríkisfjármálum. Sé einhverja fjármuni að sækja til kröfuhafanna („hrægammanna“ á ríkisstjórnarmáli) sé meira vit í að nota þá til þess að lækka skuldir ríkissjóðs, sem gagnist þá öllum skattborgurum en ekki bara sumum. Athyglisvert er hvað sagt er í skýrslunni um skattalækkunaráform Sjálfstæðisflokksins og þá „vúdúhagfræði“ að slík lækkun muni hafa í för með sér auknar skatttekjur þegar fram í sækir. Sjálfstæðismönnum er sérstaklega bent á að kynna sér álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því kosningaloforði. Þá bætir sjóðurinn svo við, að mikil óvissa fylgi því hve miklar afleiðingar hin brýna nauðsyn á endurfjármögnun Íbúðalánasjóðs muni hafa á ríkissjóð Íslands. M.ö.o. þá bendir sjóðurinn á, að enn eigi eftir að gera upp þann kosningavíxil Framsóknarflokksins frá 2003, sem Geir Haarde sagðist hafa skrifað upp á gegn betri vitund. Nýi Framsóknarvíxillinn kemur svo þar til viðbótar. Upp á hann var líka skrifað gegn betri vitund.Öflugust þeirra allra Af hverju gerir stjórnarandstaðan sér ekki mat úr þessum umsögnum, sem tvímælalaust styrkja það álit S&P um að efnahagshorfur á Íslandi hafi breyst úr stöðugu í neikvæðar við stjórnarkiptin? Aðeins ein skýring kemur mér í hug. Hún er sú, að öflugasti stjórnarandstæðingurinn sem nú fyrirfinnst á Íslandi heitir Vigdís Hauksdóttir. Sá þingmaður þarf ekki annað en að opna munninn til þess að tala ríkisstjórnina niður. Efalaust tækist henni að snúa þorra Íslendinga til fylgis við ESB-aðild ef hún fengi frið til þess að tala nógu oft og nógu lengi. Stjórnarandstaðan hefur auðvitað séð í hendi sér að ekkert megi gera til þess að trufla talandann í þeirri konu. Sú ríkisstjórn þarf enga stjórnarandstöðu sem hefur slíkan liðsmann í hópnum. Hví að vera að trufla hana? Tali hún sem oftast og sem lengst. Stjórnarandstaðan hefur sig bara hæga á meðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Nýútkomin skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er áhugaverð lesning – svo ekki sé meira sagt. Ekki aðeins fyrir þá sök hvað í henni stendur heldur ekki síður það svar, sem gefið er í skýrslunni við hefðbundnum viðbárum Íslendinga við umsögnum erlendra sérfræðinga um efnahagsstöðu og horfur á Íslandi, þ.e. að þar tali þeir, sem enga þekkingu hafi á Íslandi og því sem íslenskt er. Slíkar viðbárur þar sem umsögnum erlendra sérfræðinga var vísað út í hafsauga voru stöðugt viðkvæði fyrir hrun og eru nú aftur farnar að skjóta upp kollinum. Auk Íslendinga, sem unnið hafa með starfsmönnum AGS við sjálfa gerð skýrslunnar, hafa upplýsingar verið sóttar til: 1). Íslenskra stjórnvalda, 2) íslenskra eftirlitsaðila 3) íslenskra alþingismanna 4) fulltrúa íslenskrar verkalýðshreyfingar 5) fulltrúa íslensks atvinnulífs og 6) fulltrúa háskólasamfélagsins á Íslandi. Þess er getið í skýrslunni að skýrsluhöfunda og fulltrúa stjórnvalda hafi greint á um hagvaxtarlíkur. Enginn ágreiningur virðist t.d. vera um óvissuna í ríkisfjármálunum að því séð verður.Og stjórnarandstaðan þegir! Með þessa merku skýrslu birta almenningi á heimasíðu Seðlabankans er mér óskiljanlegt hvers vegna stjórnarandstaðan lætur hjá líða að taka hana til rækilegrar umfjöllunar eins og ríkar ástæður eru til. Í skýrslunni er fráfarandi ríkisstjórn hrósað sérstaklega fyrir árangur hennar í stjórnun ríkisfjármála sem sagður er vera „impressive“. Í henni segir, að alger óvissa ríki um tvö helstu kosningaloforð ríkisstjórnarflokkanna; lækkun skatta og niðurfærslu höfuðstóls íbúðaskulda. Beinlínis er sagt að fjárhagslegt svigrúm til hlutfallslegrar skuldalækkunar sé fjarska lítið og muni lítið aðstoða þá sem í mestum greiðsluerfiðleikum eru, auk þess sem slík aðgerð muni hafa í för með sér mikla áhættu í ríkisfjármálum. Sé einhverja fjármuni að sækja til kröfuhafanna („hrægammanna“ á ríkisstjórnarmáli) sé meira vit í að nota þá til þess að lækka skuldir ríkissjóðs, sem gagnist þá öllum skattborgurum en ekki bara sumum. Athyglisvert er hvað sagt er í skýrslunni um skattalækkunaráform Sjálfstæðisflokksins og þá „vúdúhagfræði“ að slík lækkun muni hafa í för með sér auknar skatttekjur þegar fram í sækir. Sjálfstæðismönnum er sérstaklega bent á að kynna sér álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því kosningaloforði. Þá bætir sjóðurinn svo við, að mikil óvissa fylgi því hve miklar afleiðingar hin brýna nauðsyn á endurfjármögnun Íbúðalánasjóðs muni hafa á ríkissjóð Íslands. M.ö.o. þá bendir sjóðurinn á, að enn eigi eftir að gera upp þann kosningavíxil Framsóknarflokksins frá 2003, sem Geir Haarde sagðist hafa skrifað upp á gegn betri vitund. Nýi Framsóknarvíxillinn kemur svo þar til viðbótar. Upp á hann var líka skrifað gegn betri vitund.Öflugust þeirra allra Af hverju gerir stjórnarandstaðan sér ekki mat úr þessum umsögnum, sem tvímælalaust styrkja það álit S&P um að efnahagshorfur á Íslandi hafi breyst úr stöðugu í neikvæðar við stjórnarkiptin? Aðeins ein skýring kemur mér í hug. Hún er sú, að öflugasti stjórnarandstæðingurinn sem nú fyrirfinnst á Íslandi heitir Vigdís Hauksdóttir. Sá þingmaður þarf ekki annað en að opna munninn til þess að tala ríkisstjórnina niður. Efalaust tækist henni að snúa þorra Íslendinga til fylgis við ESB-aðild ef hún fengi frið til þess að tala nógu oft og nógu lengi. Stjórnarandstaðan hefur auðvitað séð í hendi sér að ekkert megi gera til þess að trufla talandann í þeirri konu. Sú ríkisstjórn þarf enga stjórnarandstöðu sem hefur slíkan liðsmann í hópnum. Hví að vera að trufla hana? Tali hún sem oftast og sem lengst. Stjórnarandstaðan hefur sig bara hæga á meðan.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun