"Líkami og hugur eru ein heild" Marín Manda skrifar 9. ágúst 2013 14:15 Karl Jónas, Ragnhildur og Árni Þóroddur. Sálfræðingar opna fyrirtækið Mind in motion í Kaupmannahöfn þar sem einblínt er á einstaklingslausnir sem virka fyrir lífið. "Við erum öll menntaðir sálfræðingar og einkaþjálfarar. Okkur langaði að samþætta sálfræðina, það er að segja þessa hugrænu atferlismeðferð, þjálfun, mataræði og heilbrigðu líferni. Við vitum að líkami og hugur eru ein heild þar sem hugsanirnar stjórna hegðun og hegðun stjórnar heilsu.Árni Þóroddur Guðmundsson, Ragnhildur Þórðardóttir og Karl Jónas Smárason eru öll sálfræðingar og einkaþjálfarar með mikla reynslu.Okkur langaði því að hjálpa fólki með þunglyndi og kvíðaröskun. Eins langaði okkur að leiðbeina fólki með átvandamál og yfirþyngd og nota aðferðirnar úr hugrænni atferlismeðferð,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, sem betur er þekkt sem Ragga nagli. Brennandi áhugi á líkamsrækt og sálfræði leiddi þríeykið saman sem nú hefur stofnað fyrirtækið Mind in Motion sem staðsett er í Kaupmannahöfn. Ásamt Ragnhildi eru þeir Árni Þóroddur Guðmundsson og Karl Jónas Smárason sem fara af stað með átta vikna námskeið í september fyrir fólk sem hefur prófað öll átaksnámskeiðin en dettur alltaf í sama farið því það á í erfiðleikum með mat. Þríeykið er í flottu fromi, bæði andlega og líkamlega.Ragnhildur segir þau leggja jafna áherslu á að sinna bæði Dönum og Íslendingum og því séu námskeiðin á báðum tungumálum. „Eitthvað er það sem veldur því að fólk gefst alltaf upp og það eru einhverjar hugsanir sem valda því. Það þarf að hjálpa fólki að komast yfir þessar hugsanir en meðferðin fer eftir þörfum hvers og eins. Við gefum þeim verkfæri til að komast hjá því að falla í sama farið en við erum ekki hlynnt því að ein stærð henti öllum og því klæðskerasníðum við lausnir að viðkomandi aðila.“ Þríeykið er ekki eingöngu bundið því að þjónusta fólk í Kaupmannahöfn því Ragnhildur bendir á að fjarsálfræðimeðferðir séu að verða vinsælli og að rannsóknir hafi sýnt fram á að ýmsar samskiptameðferðir í gegnum samskiptamiðla jafngildi því að vera með fólk í fjarþjálfun. Hægt er að fylgjast nánar með námskeiðum á síðunni mindinmotion.dk. Heilsa Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Sálfræðingar opna fyrirtækið Mind in motion í Kaupmannahöfn þar sem einblínt er á einstaklingslausnir sem virka fyrir lífið. "Við erum öll menntaðir sálfræðingar og einkaþjálfarar. Okkur langaði að samþætta sálfræðina, það er að segja þessa hugrænu atferlismeðferð, þjálfun, mataræði og heilbrigðu líferni. Við vitum að líkami og hugur eru ein heild þar sem hugsanirnar stjórna hegðun og hegðun stjórnar heilsu.Árni Þóroddur Guðmundsson, Ragnhildur Þórðardóttir og Karl Jónas Smárason eru öll sálfræðingar og einkaþjálfarar með mikla reynslu.Okkur langaði því að hjálpa fólki með þunglyndi og kvíðaröskun. Eins langaði okkur að leiðbeina fólki með átvandamál og yfirþyngd og nota aðferðirnar úr hugrænni atferlismeðferð,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, sem betur er þekkt sem Ragga nagli. Brennandi áhugi á líkamsrækt og sálfræði leiddi þríeykið saman sem nú hefur stofnað fyrirtækið Mind in Motion sem staðsett er í Kaupmannahöfn. Ásamt Ragnhildi eru þeir Árni Þóroddur Guðmundsson og Karl Jónas Smárason sem fara af stað með átta vikna námskeið í september fyrir fólk sem hefur prófað öll átaksnámskeiðin en dettur alltaf í sama farið því það á í erfiðleikum með mat. Þríeykið er í flottu fromi, bæði andlega og líkamlega.Ragnhildur segir þau leggja jafna áherslu á að sinna bæði Dönum og Íslendingum og því séu námskeiðin á báðum tungumálum. „Eitthvað er það sem veldur því að fólk gefst alltaf upp og það eru einhverjar hugsanir sem valda því. Það þarf að hjálpa fólki að komast yfir þessar hugsanir en meðferðin fer eftir þörfum hvers og eins. Við gefum þeim verkfæri til að komast hjá því að falla í sama farið en við erum ekki hlynnt því að ein stærð henti öllum og því klæðskerasníðum við lausnir að viðkomandi aðila.“ Þríeykið er ekki eingöngu bundið því að þjónusta fólk í Kaupmannahöfn því Ragnhildur bendir á að fjarsálfræðimeðferðir séu að verða vinsælli og að rannsóknir hafi sýnt fram á að ýmsar samskiptameðferðir í gegnum samskiptamiðla jafngildi því að vera með fólk í fjarþjálfun. Hægt er að fylgjast nánar með námskeiðum á síðunni mindinmotion.dk.
Heilsa Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“