Bara fjórðungur íbúa ESB með 4G-aðgang Þorgils Jónsson skrifar 29. júlí 2013 07:45 Úttekt á vegum Framkvæmdastjórnar ESB leiðir í ljós að einungis fjórðungur íbúa hefur aðgang að 4G-tengingu. NordicPhotos/AFP Þrátt fyrir að aðgengi að 4G-háhraðafarsambandi hafi aukist mikið á heimsvísu síðustu misseri virðast íbúar flestra ESB-ríkja sitja eftir í þeim efnum því að einungis fjórðungur þeirra hefur aðgengi að slíkum tengingum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Framkvæmdastjórnar ESB, en til samanburðar er bent á að 90% íbúa Bandaríkjanna hafa aðgang að 4G. Í úttektinni kemur fram að einungis Þýskaland, Eistland og Svíþjóð séu með umtalsverða dreifingu á 4G, en þrjú ríki; Kýpur, Írland og Malta, bjóða alls ekki upp á 4G. Þá eru slíkar tengingar nær hvergi í boði í dreifbýli og 4G-áskriftir í ESB séu aðeins um 5% af áskriftum á heimsvísu.Neele KroesNeelie Kroes, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, segir í tilkynningu að aðildarríkin þurfi að taka sig á í þessum efnum, enda sé þróun í þessum málum afar hröð og hætta sé á að netkerfi hætti að anna umferð ef ekki verði bætt verulega í. „Netnotkun með fartækjum mun aukast um 66% á ári samkvæmt spám. Snjalltæki eru orðin almenn eign og fólk vill geta horft á hreyfimyndir í þeim. Ef tíðnisvið verður ekki opnað frekar mun þetta allt hrynja,“ er haft eftir henni í tilkynningunni. „Ég stend með borgurunum, skattgreiðendum, kjósendum sem vilja bara að símarnir og spjaldtölvurnar virki. Það er pirrandi að síminn minn hættir að virka þegar ég kem til Brussel því hér er aðeins 3G og það eru milljónir sem deila þeirri reynslu minni dag hvern. Svona á ekki að reka hagkerfi. Þetta þýðir líka að Evrópubúar sem búa í dreifbýli og eru á ferðalagi eru líkt og annars flokks borgarar.“4G þjónusta hafin á Íslandi 4G-tenging býður upp á umtalsvert hraðari nettengingar á farneti og sjá fjarskiptafyrirtæki það sem framtíðarþjónustu, enda hefur orðið sprenging í gagnaflutningum hjá viðskiptavinum, sem nota snjallsíma og spjaldtölvur í sífellt meiri mæli. Gagnaflutningar um farsímanetið á Íslandi tvöfölduðust milli áranna 2010 og 2012 þar sem þau fóru úr 582.000 gígabætum upp í rúmlega 1,2 milljónir gígabæta. Fjögur fjarskiptafyrirtæki hér á landi fengu úthlutað tíðniheimildum til 4G-þjónustu fyrr á árinu og Nova reið á vaðið þegar það hleypti 4G-þjónustu af stokkunum í vor. Vodafone fylgdi í kjölfarið í sumar og Síminn hefur hafið uppbyggingu á sínu 4G-kerfi ásamt því að auka hraðann á 3G-neti sínu. 365 miðlar, sem reka meðal annars Fréttablaðið, fengu einnig úthlutað tíðniheimildum. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þrátt fyrir að aðgengi að 4G-háhraðafarsambandi hafi aukist mikið á heimsvísu síðustu misseri virðast íbúar flestra ESB-ríkja sitja eftir í þeim efnum því að einungis fjórðungur þeirra hefur aðgengi að slíkum tengingum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Framkvæmdastjórnar ESB, en til samanburðar er bent á að 90% íbúa Bandaríkjanna hafa aðgang að 4G. Í úttektinni kemur fram að einungis Þýskaland, Eistland og Svíþjóð séu með umtalsverða dreifingu á 4G, en þrjú ríki; Kýpur, Írland og Malta, bjóða alls ekki upp á 4G. Þá eru slíkar tengingar nær hvergi í boði í dreifbýli og 4G-áskriftir í ESB séu aðeins um 5% af áskriftum á heimsvísu.Neele KroesNeelie Kroes, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, segir í tilkynningu að aðildarríkin þurfi að taka sig á í þessum efnum, enda sé þróun í þessum málum afar hröð og hætta sé á að netkerfi hætti að anna umferð ef ekki verði bætt verulega í. „Netnotkun með fartækjum mun aukast um 66% á ári samkvæmt spám. Snjalltæki eru orðin almenn eign og fólk vill geta horft á hreyfimyndir í þeim. Ef tíðnisvið verður ekki opnað frekar mun þetta allt hrynja,“ er haft eftir henni í tilkynningunni. „Ég stend með borgurunum, skattgreiðendum, kjósendum sem vilja bara að símarnir og spjaldtölvurnar virki. Það er pirrandi að síminn minn hættir að virka þegar ég kem til Brussel því hér er aðeins 3G og það eru milljónir sem deila þeirri reynslu minni dag hvern. Svona á ekki að reka hagkerfi. Þetta þýðir líka að Evrópubúar sem búa í dreifbýli og eru á ferðalagi eru líkt og annars flokks borgarar.“4G þjónusta hafin á Íslandi 4G-tenging býður upp á umtalsvert hraðari nettengingar á farneti og sjá fjarskiptafyrirtæki það sem framtíðarþjónustu, enda hefur orðið sprenging í gagnaflutningum hjá viðskiptavinum, sem nota snjallsíma og spjaldtölvur í sífellt meiri mæli. Gagnaflutningar um farsímanetið á Íslandi tvöfölduðust milli áranna 2010 og 2012 þar sem þau fóru úr 582.000 gígabætum upp í rúmlega 1,2 milljónir gígabæta. Fjögur fjarskiptafyrirtæki hér á landi fengu úthlutað tíðniheimildum til 4G-þjónustu fyrr á árinu og Nova reið á vaðið þegar það hleypti 4G-þjónustu af stokkunum í vor. Vodafone fylgdi í kjölfarið í sumar og Síminn hefur hafið uppbyggingu á sínu 4G-kerfi ásamt því að auka hraðann á 3G-neti sínu. 365 miðlar, sem reka meðal annars Fréttablaðið, fengu einnig úthlutað tíðniheimildum.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira