Bara fjórðungur íbúa ESB með 4G-aðgang Þorgils Jónsson skrifar 29. júlí 2013 07:45 Úttekt á vegum Framkvæmdastjórnar ESB leiðir í ljós að einungis fjórðungur íbúa hefur aðgang að 4G-tengingu. NordicPhotos/AFP Þrátt fyrir að aðgengi að 4G-háhraðafarsambandi hafi aukist mikið á heimsvísu síðustu misseri virðast íbúar flestra ESB-ríkja sitja eftir í þeim efnum því að einungis fjórðungur þeirra hefur aðgengi að slíkum tengingum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Framkvæmdastjórnar ESB, en til samanburðar er bent á að 90% íbúa Bandaríkjanna hafa aðgang að 4G. Í úttektinni kemur fram að einungis Þýskaland, Eistland og Svíþjóð séu með umtalsverða dreifingu á 4G, en þrjú ríki; Kýpur, Írland og Malta, bjóða alls ekki upp á 4G. Þá eru slíkar tengingar nær hvergi í boði í dreifbýli og 4G-áskriftir í ESB séu aðeins um 5% af áskriftum á heimsvísu.Neele KroesNeelie Kroes, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, segir í tilkynningu að aðildarríkin þurfi að taka sig á í þessum efnum, enda sé þróun í þessum málum afar hröð og hætta sé á að netkerfi hætti að anna umferð ef ekki verði bætt verulega í. „Netnotkun með fartækjum mun aukast um 66% á ári samkvæmt spám. Snjalltæki eru orðin almenn eign og fólk vill geta horft á hreyfimyndir í þeim. Ef tíðnisvið verður ekki opnað frekar mun þetta allt hrynja,“ er haft eftir henni í tilkynningunni. „Ég stend með borgurunum, skattgreiðendum, kjósendum sem vilja bara að símarnir og spjaldtölvurnar virki. Það er pirrandi að síminn minn hættir að virka þegar ég kem til Brussel því hér er aðeins 3G og það eru milljónir sem deila þeirri reynslu minni dag hvern. Svona á ekki að reka hagkerfi. Þetta þýðir líka að Evrópubúar sem búa í dreifbýli og eru á ferðalagi eru líkt og annars flokks borgarar.“4G þjónusta hafin á Íslandi 4G-tenging býður upp á umtalsvert hraðari nettengingar á farneti og sjá fjarskiptafyrirtæki það sem framtíðarþjónustu, enda hefur orðið sprenging í gagnaflutningum hjá viðskiptavinum, sem nota snjallsíma og spjaldtölvur í sífellt meiri mæli. Gagnaflutningar um farsímanetið á Íslandi tvöfölduðust milli áranna 2010 og 2012 þar sem þau fóru úr 582.000 gígabætum upp í rúmlega 1,2 milljónir gígabæta. Fjögur fjarskiptafyrirtæki hér á landi fengu úthlutað tíðniheimildum til 4G-þjónustu fyrr á árinu og Nova reið á vaðið þegar það hleypti 4G-þjónustu af stokkunum í vor. Vodafone fylgdi í kjölfarið í sumar og Síminn hefur hafið uppbyggingu á sínu 4G-kerfi ásamt því að auka hraðann á 3G-neti sínu. 365 miðlar, sem reka meðal annars Fréttablaðið, fengu einnig úthlutað tíðniheimildum. Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
Þrátt fyrir að aðgengi að 4G-háhraðafarsambandi hafi aukist mikið á heimsvísu síðustu misseri virðast íbúar flestra ESB-ríkja sitja eftir í þeim efnum því að einungis fjórðungur þeirra hefur aðgengi að slíkum tengingum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Framkvæmdastjórnar ESB, en til samanburðar er bent á að 90% íbúa Bandaríkjanna hafa aðgang að 4G. Í úttektinni kemur fram að einungis Þýskaland, Eistland og Svíþjóð séu með umtalsverða dreifingu á 4G, en þrjú ríki; Kýpur, Írland og Malta, bjóða alls ekki upp á 4G. Þá eru slíkar tengingar nær hvergi í boði í dreifbýli og 4G-áskriftir í ESB séu aðeins um 5% af áskriftum á heimsvísu.Neele KroesNeelie Kroes, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, segir í tilkynningu að aðildarríkin þurfi að taka sig á í þessum efnum, enda sé þróun í þessum málum afar hröð og hætta sé á að netkerfi hætti að anna umferð ef ekki verði bætt verulega í. „Netnotkun með fartækjum mun aukast um 66% á ári samkvæmt spám. Snjalltæki eru orðin almenn eign og fólk vill geta horft á hreyfimyndir í þeim. Ef tíðnisvið verður ekki opnað frekar mun þetta allt hrynja,“ er haft eftir henni í tilkynningunni. „Ég stend með borgurunum, skattgreiðendum, kjósendum sem vilja bara að símarnir og spjaldtölvurnar virki. Það er pirrandi að síminn minn hættir að virka þegar ég kem til Brussel því hér er aðeins 3G og það eru milljónir sem deila þeirri reynslu minni dag hvern. Svona á ekki að reka hagkerfi. Þetta þýðir líka að Evrópubúar sem búa í dreifbýli og eru á ferðalagi eru líkt og annars flokks borgarar.“4G þjónusta hafin á Íslandi 4G-tenging býður upp á umtalsvert hraðari nettengingar á farneti og sjá fjarskiptafyrirtæki það sem framtíðarþjónustu, enda hefur orðið sprenging í gagnaflutningum hjá viðskiptavinum, sem nota snjallsíma og spjaldtölvur í sífellt meiri mæli. Gagnaflutningar um farsímanetið á Íslandi tvöfölduðust milli áranna 2010 og 2012 þar sem þau fóru úr 582.000 gígabætum upp í rúmlega 1,2 milljónir gígabæta. Fjögur fjarskiptafyrirtæki hér á landi fengu úthlutað tíðniheimildum til 4G-þjónustu fyrr á árinu og Nova reið á vaðið þegar það hleypti 4G-þjónustu af stokkunum í vor. Vodafone fylgdi í kjölfarið í sumar og Síminn hefur hafið uppbyggingu á sínu 4G-kerfi ásamt því að auka hraðann á 3G-neti sínu. 365 miðlar, sem reka meðal annars Fréttablaðið, fengu einnig úthlutað tíðniheimildum.
Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira