Hundrað milljónum gæti rignt í Hafnarfirði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2013 08:00 FH-ingar fagna í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. Fréttablaðið/Stefán Íslandsmeistarar FH eiga fyrir höndum einhverja mikilvægustu leiki íslensks félagsliðs í mjög langan tíma þegar liðið mætir austurrísku meisturunum í Austria Vín í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. FH-ingar unnu frækinn sigur á FK Ekranas í vikunni en með honum á FH nú möguleika á að tryggja sér tekjur sem myndu gerbreyta rekstri félagsins og hafa veruleg áhrif á landslag íslenskrar knattspyrnu. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, greiðir liðum sem keppa í bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA þátttökubónusa sem hækka eftir því sem liðin komast lengra. FH-ingum voru tryggðar tekjur upp á 60 milljónir króna samkvæmt núgildandi gengi er liðið varð Íslandsmeistari í fyrra og komst þar með í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Hins vegar eru þær upphæðir fljótar að hækka eftir því sem liðinu gengur betur. Með sigrinum á Ekranas er tryggt að FH mun að minnsta kosti spila fjóra Evrópuleiki í viðbót, sem mun tryggja liðinu tekjur upp á 52,5 milljónir króna. Sigurinn á litháísku meisturunum var því sannarlega kærkominn fyrir rekstur knattspyrnudeildar FH. Upphæðirnar verða þó fyrst svimandi háar ef Íslandsmeisturunum tekst að bera sigurorð af Austria Vín í næstu umferð.Björn Daníel fagnar marki sínu gegn Ekranas.Mynd/StefánSamkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir síðasta keppnistímabil mun FH fá rúmar 540 milljónir króna fyrir að komast áfram því þá bíður liðsins þátttaka í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar og að minnsta kosti sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þess ber að geta að þessar tekjur eru aðeins þær sem koma frá UEFA. Þá eru ótaldir aðrir tekjumöguleikar, eins og af sjónvarpstekjum, miðasölu og árangurstengdum greiðslum. Þátttökunni fylgir líka kostnaður en langstærstur hluti hans liggur í ferðakostnaði og bónusgreiðslum til leikmanna. Eitt er þó ljóst. FH hefur þegar tryggt sér gott forskot fyrir næsta rekstrarár. Félagið fær að minnsta kosti 112 milljónir í tekjur vegna þátttöku liðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar í ár. Miðað við upplýsingar Fréttablaðsins er heildarvelta stærstu félagsliða landsins, FH, Breiðabliks og KR, á bilinu 150-200 milljónir árlega fyrir hvert félag. 112 milljónir hafa því mikil áhrif á reksturinn. Til samanburðar má nefna að heildarvelta Austria Vín er nálægt 20 milljónum evra – um 3,2 milljörðum króna – og um 20 sinnum meiri en hjá stærstu félagsliðum Íslands. Engum dylst að sigurlíkur Austurríkismannanna eru meiri í rimmunni við FH. „Litla“ liðið á þó ávallt möguleika í fótbolta og það vita FH-ingar mætavel. Evrópudeild UEFA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
Íslandsmeistarar FH eiga fyrir höndum einhverja mikilvægustu leiki íslensks félagsliðs í mjög langan tíma þegar liðið mætir austurrísku meisturunum í Austria Vín í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. FH-ingar unnu frækinn sigur á FK Ekranas í vikunni en með honum á FH nú möguleika á að tryggja sér tekjur sem myndu gerbreyta rekstri félagsins og hafa veruleg áhrif á landslag íslenskrar knattspyrnu. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, greiðir liðum sem keppa í bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA þátttökubónusa sem hækka eftir því sem liðin komast lengra. FH-ingum voru tryggðar tekjur upp á 60 milljónir króna samkvæmt núgildandi gengi er liðið varð Íslandsmeistari í fyrra og komst þar með í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Hins vegar eru þær upphæðir fljótar að hækka eftir því sem liðinu gengur betur. Með sigrinum á Ekranas er tryggt að FH mun að minnsta kosti spila fjóra Evrópuleiki í viðbót, sem mun tryggja liðinu tekjur upp á 52,5 milljónir króna. Sigurinn á litháísku meisturunum var því sannarlega kærkominn fyrir rekstur knattspyrnudeildar FH. Upphæðirnar verða þó fyrst svimandi háar ef Íslandsmeisturunum tekst að bera sigurorð af Austria Vín í næstu umferð.Björn Daníel fagnar marki sínu gegn Ekranas.Mynd/StefánSamkvæmt upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir síðasta keppnistímabil mun FH fá rúmar 540 milljónir króna fyrir að komast áfram því þá bíður liðsins þátttaka í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar og að minnsta kosti sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þess ber að geta að þessar tekjur eru aðeins þær sem koma frá UEFA. Þá eru ótaldir aðrir tekjumöguleikar, eins og af sjónvarpstekjum, miðasölu og árangurstengdum greiðslum. Þátttökunni fylgir líka kostnaður en langstærstur hluti hans liggur í ferðakostnaði og bónusgreiðslum til leikmanna. Eitt er þó ljóst. FH hefur þegar tryggt sér gott forskot fyrir næsta rekstrarár. Félagið fær að minnsta kosti 112 milljónir í tekjur vegna þátttöku liðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar í ár. Miðað við upplýsingar Fréttablaðsins er heildarvelta stærstu félagsliða landsins, FH, Breiðabliks og KR, á bilinu 150-200 milljónir árlega fyrir hvert félag. 112 milljónir hafa því mikil áhrif á reksturinn. Til samanburðar má nefna að heildarvelta Austria Vín er nálægt 20 milljónum evra – um 3,2 milljörðum króna – og um 20 sinnum meiri en hjá stærstu félagsliðum Íslands. Engum dylst að sigurlíkur Austurríkismannanna eru meiri í rimmunni við FH. „Litla“ liðið á þó ávallt möguleika í fótbolta og það vita FH-ingar mætavel.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira