Ósýnilegir vinir ASÍ Pawel Bartoszek skrifar 19. júlí 2013 07:00 Ég ferðast oft með strætó. Það gera, sem betur fer, æ fleiri. Sumir þeirra ferðast reyndar með ósýnilegan vin með sér. Þeir sjálfir sitja þá við ganginn en ósýnilegi vinurinn tyllir sér gjarnan við gluggann. Bæði sætin eru því frátekin: Gangsætið fyrir þann holdi klædda, en gluggasætið fyrir hinn ósýnilega. Auðvitað dettur engum í hug að reyna að troða sér fram hjá raunmanninum og setjast í gluggasætið. Þá myndi maður setjast á vininn ósýnilega. Og það er dónaskapur að setjast á fólk, þótt ósýnilegt sé. Já, það er þægilegt að vera með tvö sæti í stað eins. Og menn eru vissulega misfrekir á þetta aukasæti sitt. Sumir færa sig um leið og vagninn fer að fyllast. Aðrir bíða með það í lengstu lög, í von um að nýir farþegar setjist frekar við hlið einhvers sem er ekki jafnfrekur á pláss sitt. En sumir sitja sem fastast þótt vagninn sé orðinn troðfullur og fólk þurfi að standa. Þessir plássvandlátu farþegar horfa oft niður á snjallsímann til að forðast augnaráð hinna og stundum geyma þeir töskuna sína í gluggasætinu. Skilaboðin eru skýr: „Ég kom hingað fyrstur. Ég vil fá að vera út af fyrir mig. Nei, þú mátt ekki setjast. Þú getur fundið þér annað sæti.“Standið bara Fyrr í mánuðinum gekk Króatía í Evrópusambandið. Þar með öðluðust króatískir borgarar rétt til að flytja til annarra ríkja ESB og EES. Ríkin hafa reyndar heimildir til að setja tímabundnar skorður við þessum flutningum, sum þeirra hafa gert það, en meirihluti þeirra, þar með talin Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Írland, ekki. Ísland virðist hins vegar ætla að vera í vonda liðinu, allavega til að byrja með. Afstaða Íslands ætlar því verða hin sama og afstaða farþegans í gangsætinu. Farþegans sem hvikar hvergi og hugsar: „Er ekki nóg af sætum? Annars staðar en hjá mér?“Opnum á Króatíu Íbúar Króatíu eru innan við 1% af íbúum ESB. Ég myndi raunar fagna því ef einhverjir þeirra kysu að flytjast til Íslands í leit að betra lífi. En þeir verða örugglega ekki mjög margir, stærri lönd sem liggja nær hafa þegar opnað sín landamæri fyrir Króötum og flestir þeirra sem á annað borð hyggjast flytja munu enda í þeim löndum. Samkvæmt frétt RÚV vilja Samtök atvinnulífsins að Ísland opni sín landamæri fyrir Króötum. Mannvinirnir hjá ASÍ eru því hins vegar andvígir. Í fréttinni segir: „Undanþáguheimildin [til að takmarka frjálsa flæðið] heyrir undir félagsmálaráðherra. Í áliti ASÍ til ráðuneytisins er óskað eftir því að stjórnvöld nýti hana. Í minnisblaði kemur fram að ef til vill séu ekki veigamikil vinnumarkaðsleg rök fyrir því. Aftur á móti geti staðan breyst á skömmum tíma. Liechtenstein og Noregur ætli að nýta sér heimildina og ákveðin rök séu fólgin í því að eiga samleið með Noregi.“ Sem sagt: ASÍ telur ekki veigamikil rök fyrir því að loka á fólk frá Króatíu en vill gera það samt. Það vill geyma plássið fyrir ósýnilega vininn. Það vill geta lagt frá sér töskuna í gluggasætið. Fólkið getur sest annars staðar, eða bara staðið. Það þarf nú ekki að standa lengi. Bara kannski í svona tvö ár til viðbótar. Eða mest sjö. En er þetta ekki ungt fólk og heilsuhraust?ASÍ ræður þessu ekki ASÍ eru hagsmunasamtök. Þau vilja væntanlega ekki að kjör félagsmanna í aðildarfélögum ASÍ skerðist með aukinni samkeppni erlendis frá. Kannski er það skiljanlegt. En mér finnst það ekki mjög vingjarnlegt. Og raunar líka efnislega rangt. Það verður ekkert verra að vera launþegi þótt Íslendingum fjölgi. Fleira nýtt fólk mun þýða fleiri ný tækifæri. En kannski skiptir ekki máli hvað ASÍ finnst. Það er ekki slíkra samtaka að móta stefnuna. Við ættum að opna á frjálst flæði fólks frá Króatíu. Og ekki einu sinni af neinum mannúðarástæðum heldur vegna þess að græðum á því að fá fólk. Það er kominn tími til að leggja töskuna á lærin og færa sig í gluggasætið. Þetta verður allt í lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ég ferðast oft með strætó. Það gera, sem betur fer, æ fleiri. Sumir þeirra ferðast reyndar með ósýnilegan vin með sér. Þeir sjálfir sitja þá við ganginn en ósýnilegi vinurinn tyllir sér gjarnan við gluggann. Bæði sætin eru því frátekin: Gangsætið fyrir þann holdi klædda, en gluggasætið fyrir hinn ósýnilega. Auðvitað dettur engum í hug að reyna að troða sér fram hjá raunmanninum og setjast í gluggasætið. Þá myndi maður setjast á vininn ósýnilega. Og það er dónaskapur að setjast á fólk, þótt ósýnilegt sé. Já, það er þægilegt að vera með tvö sæti í stað eins. Og menn eru vissulega misfrekir á þetta aukasæti sitt. Sumir færa sig um leið og vagninn fer að fyllast. Aðrir bíða með það í lengstu lög, í von um að nýir farþegar setjist frekar við hlið einhvers sem er ekki jafnfrekur á pláss sitt. En sumir sitja sem fastast þótt vagninn sé orðinn troðfullur og fólk þurfi að standa. Þessir plássvandlátu farþegar horfa oft niður á snjallsímann til að forðast augnaráð hinna og stundum geyma þeir töskuna sína í gluggasætinu. Skilaboðin eru skýr: „Ég kom hingað fyrstur. Ég vil fá að vera út af fyrir mig. Nei, þú mátt ekki setjast. Þú getur fundið þér annað sæti.“Standið bara Fyrr í mánuðinum gekk Króatía í Evrópusambandið. Þar með öðluðust króatískir borgarar rétt til að flytja til annarra ríkja ESB og EES. Ríkin hafa reyndar heimildir til að setja tímabundnar skorður við þessum flutningum, sum þeirra hafa gert það, en meirihluti þeirra, þar með talin Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Írland, ekki. Ísland virðist hins vegar ætla að vera í vonda liðinu, allavega til að byrja með. Afstaða Íslands ætlar því verða hin sama og afstaða farþegans í gangsætinu. Farþegans sem hvikar hvergi og hugsar: „Er ekki nóg af sætum? Annars staðar en hjá mér?“Opnum á Króatíu Íbúar Króatíu eru innan við 1% af íbúum ESB. Ég myndi raunar fagna því ef einhverjir þeirra kysu að flytjast til Íslands í leit að betra lífi. En þeir verða örugglega ekki mjög margir, stærri lönd sem liggja nær hafa þegar opnað sín landamæri fyrir Króötum og flestir þeirra sem á annað borð hyggjast flytja munu enda í þeim löndum. Samkvæmt frétt RÚV vilja Samtök atvinnulífsins að Ísland opni sín landamæri fyrir Króötum. Mannvinirnir hjá ASÍ eru því hins vegar andvígir. Í fréttinni segir: „Undanþáguheimildin [til að takmarka frjálsa flæðið] heyrir undir félagsmálaráðherra. Í áliti ASÍ til ráðuneytisins er óskað eftir því að stjórnvöld nýti hana. Í minnisblaði kemur fram að ef til vill séu ekki veigamikil vinnumarkaðsleg rök fyrir því. Aftur á móti geti staðan breyst á skömmum tíma. Liechtenstein og Noregur ætli að nýta sér heimildina og ákveðin rök séu fólgin í því að eiga samleið með Noregi.“ Sem sagt: ASÍ telur ekki veigamikil rök fyrir því að loka á fólk frá Króatíu en vill gera það samt. Það vill geyma plássið fyrir ósýnilega vininn. Það vill geta lagt frá sér töskuna í gluggasætið. Fólkið getur sest annars staðar, eða bara staðið. Það þarf nú ekki að standa lengi. Bara kannski í svona tvö ár til viðbótar. Eða mest sjö. En er þetta ekki ungt fólk og heilsuhraust?ASÍ ræður þessu ekki ASÍ eru hagsmunasamtök. Þau vilja væntanlega ekki að kjör félagsmanna í aðildarfélögum ASÍ skerðist með aukinni samkeppni erlendis frá. Kannski er það skiljanlegt. En mér finnst það ekki mjög vingjarnlegt. Og raunar líka efnislega rangt. Það verður ekkert verra að vera launþegi þótt Íslendingum fjölgi. Fleira nýtt fólk mun þýða fleiri ný tækifæri. En kannski skiptir ekki máli hvað ASÍ finnst. Það er ekki slíkra samtaka að móta stefnuna. Við ættum að opna á frjálst flæði fólks frá Króatíu. Og ekki einu sinni af neinum mannúðarástæðum heldur vegna þess að græðum á því að fá fólk. Það er kominn tími til að leggja töskuna á lærin og færa sig í gluggasætið. Þetta verður allt í lagi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun